Biður Pútín um að afhenda Assad Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2025 11:07 Ahmed al-Sharaa og Vladimír Pútín funda í Moskvu í dag. Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands er einnig þar en Sýrlendingar eru ólmir í að koma höndum yfir hann. Rússar vilja ólmir halda stjórn á tveimur herstöðvum í Sýrlandi. Getty Ahmed al-Sharaa, forseti Sýrlands, er í Moskvu þar sem hann mun í dag funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir eru sagðir ætla að ræða samskipti ríkjanna, veru rússneskra hermanna í Sýrlandi og mögulega örlög fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, Bashar al-Assad. Þetta er fyrsti fundur leiðtoganna frá því al-Sharaa tók völd í Sýrlandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að al-Sharaa og Pútín muni ræða mögulegt viðskiptasamstarf ríkjanna og aukna samvinnu. Talsmaður Pútíns sagði í morgun að þeir myndu einnig líklega ræða rússneskar herstöðvar í Sýrlandi. Það eru herstöðvar sem Rússar vilja halda áfram og eiga þeir ýmislegt að bjóða al-Sharaa í skiptum. Má þar nefna aðstoð við lagfæringar á olíuinnviðum Sýrlands, fjárhagsaðstoð og jafnvel Assad sjálfan. AFP fréttaveitan hefur eftir sýrlenskum embættismanni að al-Sharaa muni biðja Pútín um að fá Assad afhentan. Í nýlegu viðtali við 60 mínútur sagði al-Sharaa að ríkisstjórn hans myndi beita öllum löglegum leiðum til að koma höndum yfir Assad svo hægt yrði að rétta yfir honum fyrir glæpi hans gegn sýrlensku þjóðinni. Assad hefur um árabil verið sakaður um umfangsmikla glæpi gegn íbúum Sýrlands og ofbeldi í garð þeirra. Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og tugir þúsunda eru sagðir hafa verið látnir hverfa. Sjá einnig: Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Al-Sharaa gekk lengi undir nafninu Mohammed al-Jolani og var lengi leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. Þar stýrði hann í raun eigin smáríki í Idlib-héraði en í desember í fyrra gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmann skyndisókn gegn stjórnarher Bashar al-Assad og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS. Herstöðvarnar mikilvægar Rússum Þegar uppreisnarmennirnir brutu stjórnarherinn á bak aftur flúði Assad rakleiðis til Moskvu, þar sem hann ku halda til í dag. Rússar höfðu þá um árabil aðstoðar Assad og stjórnarherinn gegn uppreisnar- og vígahópum með ítrekuðum og mannskæðum loftárásum, auk annars konar stuðnings. Fyrir það fengu Rússar aðgang að tveimur herstöðvum í Sýrlandi. Flotastöð í Latakíta og flugvelli í Khmeimim og notuðu Rússar þær stöðvar sem stökkpall inn í Afríku þar sem umsvif þeirra hafa aukist mjög á undanförnum árum og til að styðja Miðjarðarhafsflota Rússlands. Rússar hafa orðið fyrir áföllum í Afríku á undanförnum mánuðum og staða þeirra þar er sögð hafa versnað töluvert eftir að nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu, tók við af Wagner. Sjá einnig: Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Þá er Miðjarðarhafsfloti Rússa nú heimilislaus og til marks um það má benda á að nýlega bilaði rússneskur kafbátur á Miðjarðarhafi og hefur þurft að sigla honum alla leið til Eystrasalts til viðgerða. Sjá einnig: Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Ráðamenn í Rússlandi hafa mikinn hag af því að tryggja sér áframhaldandi afnot af þessum herstöðvum í Sýrlandi og hafa frá því í fyrra verið uppi vangaveltur um að Pútín gæti á endanum látið Assad af höndum, í skiptum fyrir herstöðvarnar. Sýrland Rússland Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Þetta er fyrsti fundur leiðtoganna frá því al-Sharaa tók völd í Sýrlandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að al-Sharaa og Pútín muni ræða mögulegt viðskiptasamstarf ríkjanna og aukna samvinnu. Talsmaður Pútíns sagði í morgun að þeir myndu einnig líklega ræða rússneskar herstöðvar í Sýrlandi. Það eru herstöðvar sem Rússar vilja halda áfram og eiga þeir ýmislegt að bjóða al-Sharaa í skiptum. Má þar nefna aðstoð við lagfæringar á olíuinnviðum Sýrlands, fjárhagsaðstoð og jafnvel Assad sjálfan. AFP fréttaveitan hefur eftir sýrlenskum embættismanni að al-Sharaa muni biðja Pútín um að fá Assad afhentan. Í nýlegu viðtali við 60 mínútur sagði al-Sharaa að ríkisstjórn hans myndi beita öllum löglegum leiðum til að koma höndum yfir Assad svo hægt yrði að rétta yfir honum fyrir glæpi hans gegn sýrlensku þjóðinni. Assad hefur um árabil verið sakaður um umfangsmikla glæpi gegn íbúum Sýrlands og ofbeldi í garð þeirra. Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og tugir þúsunda eru sagðir hafa verið látnir hverfa. Sjá einnig: Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Al-Sharaa gekk lengi undir nafninu Mohammed al-Jolani og var lengi leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. Þar stýrði hann í raun eigin smáríki í Idlib-héraði en í desember í fyrra gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmann skyndisókn gegn stjórnarher Bashar al-Assad og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS. Herstöðvarnar mikilvægar Rússum Þegar uppreisnarmennirnir brutu stjórnarherinn á bak aftur flúði Assad rakleiðis til Moskvu, þar sem hann ku halda til í dag. Rússar höfðu þá um árabil aðstoðar Assad og stjórnarherinn gegn uppreisnar- og vígahópum með ítrekuðum og mannskæðum loftárásum, auk annars konar stuðnings. Fyrir það fengu Rússar aðgang að tveimur herstöðvum í Sýrlandi. Flotastöð í Latakíta og flugvelli í Khmeimim og notuðu Rússar þær stöðvar sem stökkpall inn í Afríku þar sem umsvif þeirra hafa aukist mjög á undanförnum árum og til að styðja Miðjarðarhafsflota Rússlands. Rússar hafa orðið fyrir áföllum í Afríku á undanförnum mánuðum og staða þeirra þar er sögð hafa versnað töluvert eftir að nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu, tók við af Wagner. Sjá einnig: Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Þá er Miðjarðarhafsfloti Rússa nú heimilislaus og til marks um það má benda á að nýlega bilaði rússneskur kafbátur á Miðjarðarhafi og hefur þurft að sigla honum alla leið til Eystrasalts til viðgerða. Sjá einnig: Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Ráðamenn í Rússlandi hafa mikinn hag af því að tryggja sér áframhaldandi afnot af þessum herstöðvum í Sýrlandi og hafa frá því í fyrra verið uppi vangaveltur um að Pútín gæti á endanum látið Assad af höndum, í skiptum fyrir herstöðvarnar.
Sýrland Rússland Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira