Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar 15. október 2025 11:06 Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg. Það sem gerir Laufey sérstaka eru ekki bara augljósir hæfileikar hennar og tónlistarmenntun, heldur innsæið. Hún skilur að fegurðin sem gömlu tónskáldin leituðu að var að finna í tjáningunni. Með því að endurvekja þessi form, en fylla þau nýjum sögum og ljóðrænum tón, verður Laufey tengiliður milli kynslóða, milli ólíkra tíma. Hún er listamaður sem minnir okkur á að tónlist fortíðarinnar lifir í nýrri rödd. Og það nýstárlega er blöndun þessarar klassísku hljóðmyndar frá því um og eftir miðja síðustu öld við nútímalegt sjónarhorn í textagerðinni. Þótt tónlistin gæti átt heima á plötu frá fjórða áratug síðustu aldar eru textarnir sprottnir upp úr nútímanum, persónulegir; um ástina, stefnumótin og hryggbrotin í mörgum myndum, en líka um innri líðan, kvíða og sjálfskoðun, oft nærgöngulir og innhverfir. Ég hef löngum dáðst að verkum gömlu meistaranna og skrifaði á sínum tíma ófáa þætti fyrir útvarp um þá og tónlist þeirra. Cole Porter var í uppáhaldi, hnyttnir orðaleikir hans og hljómrænn glæsileiki fóru ekki framhjá neinum, hárómantískar tilfinningar Richard Rogers umvafðar vitrænum textum Lorenz Hart framúrskarandi, að ógleymdum verkum Irving Berlin sem hafði fulllkomna tilfinningu fyrir einföldum ógleymanlegum laglínum. En þetta voru allt tónskáld sem unnu verk sín að mestu fyrir aðra. Rödd þeirra heyrðist í gegnum söngvara eins og Billie Holiday, Frank Sinatra og Ellu Fitzgerald, sem gáfu lögunum líf. En Laufey er allt í einum einstaklingi: hún semur tónlist og texta, syngur, spilar og útsetur. Enginn gömlu meistaranna gat það! Ef þeir gátu það, gerðu þeir það að minnsta kosti ekki. Það sem er mest heillandi er það hvernig Laufey tekur formgerð laganna, melódíuna og rómantísku blæbrigðin, djasshljómana og blæs í þau nýju lífi, ekki til að endurskapa fortíðina, heldur að gera hana nútímalega. Hún sýnir okkur að djass og rómantík, þessi fornu hugtök, skipta máli á öllum tímum. Þau eru hluti af því sem gerir okkur mannleg. Og stund með tónlist Laufeyjar fær hlustandann um hríð til að gleyma veröldinni úti fyrir sem skortir átakanlega þessa hlýju. Kannski er það einmitt þetta sem er ástæðan fyrir því að unga kynslóðin tengir svona sterkt við Laufey. Þau finna eitthvað í tónlist hennar sem þau fundu kannski ekki orð fyrir: hljóð sem hægir á hjartslættinum, orð sem eru nægilega einföld til að verða sönn. Laufey minnir okkur á, að fegurðin sem Cole Porter og aðrir lýstu upp á sínum tíma, er ekki glötuð. Hún hefur bara fengið nýtt nafn, nýtt andlit og nýja rödd. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Laufey Lín Gunnar Salvarsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg. Það sem gerir Laufey sérstaka eru ekki bara augljósir hæfileikar hennar og tónlistarmenntun, heldur innsæið. Hún skilur að fegurðin sem gömlu tónskáldin leituðu að var að finna í tjáningunni. Með því að endurvekja þessi form, en fylla þau nýjum sögum og ljóðrænum tón, verður Laufey tengiliður milli kynslóða, milli ólíkra tíma. Hún er listamaður sem minnir okkur á að tónlist fortíðarinnar lifir í nýrri rödd. Og það nýstárlega er blöndun þessarar klassísku hljóðmyndar frá því um og eftir miðja síðustu öld við nútímalegt sjónarhorn í textagerðinni. Þótt tónlistin gæti átt heima á plötu frá fjórða áratug síðustu aldar eru textarnir sprottnir upp úr nútímanum, persónulegir; um ástina, stefnumótin og hryggbrotin í mörgum myndum, en líka um innri líðan, kvíða og sjálfskoðun, oft nærgöngulir og innhverfir. Ég hef löngum dáðst að verkum gömlu meistaranna og skrifaði á sínum tíma ófáa þætti fyrir útvarp um þá og tónlist þeirra. Cole Porter var í uppáhaldi, hnyttnir orðaleikir hans og hljómrænn glæsileiki fóru ekki framhjá neinum, hárómantískar tilfinningar Richard Rogers umvafðar vitrænum textum Lorenz Hart framúrskarandi, að ógleymdum verkum Irving Berlin sem hafði fulllkomna tilfinningu fyrir einföldum ógleymanlegum laglínum. En þetta voru allt tónskáld sem unnu verk sín að mestu fyrir aðra. Rödd þeirra heyrðist í gegnum söngvara eins og Billie Holiday, Frank Sinatra og Ellu Fitzgerald, sem gáfu lögunum líf. En Laufey er allt í einum einstaklingi: hún semur tónlist og texta, syngur, spilar og útsetur. Enginn gömlu meistaranna gat það! Ef þeir gátu það, gerðu þeir það að minnsta kosti ekki. Það sem er mest heillandi er það hvernig Laufey tekur formgerð laganna, melódíuna og rómantísku blæbrigðin, djasshljómana og blæs í þau nýju lífi, ekki til að endurskapa fortíðina, heldur að gera hana nútímalega. Hún sýnir okkur að djass og rómantík, þessi fornu hugtök, skipta máli á öllum tímum. Þau eru hluti af því sem gerir okkur mannleg. Og stund með tónlist Laufeyjar fær hlustandann um hríð til að gleyma veröldinni úti fyrir sem skortir átakanlega þessa hlýju. Kannski er það einmitt þetta sem er ástæðan fyrir því að unga kynslóðin tengir svona sterkt við Laufey. Þau finna eitthvað í tónlist hennar sem þau fundu kannski ekki orð fyrir: hljóð sem hægir á hjartslættinum, orð sem eru nægilega einföld til að verða sönn. Laufey minnir okkur á, að fegurðin sem Cole Porter og aðrir lýstu upp á sínum tíma, er ekki glötuð. Hún hefur bara fengið nýtt nafn, nýtt andlit og nýja rödd. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar