Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar 15. október 2025 12:32 Forsætisráðherra vafðist tunga um tönn þegar að undirritaður spurði hana út í forgangsröðun í fjárlögum, nánar tiltekið tvö hundruð milljóna króna niðurskurð til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Ljósið hefur lyft grettistaki með starfsemi sinni og í hverjum mánuði njóta um 600 manns endurhæfingar og aðstoðar. Þúsundir Íslendinga sem tekist hafa á við krabbamein og aðstandendur þeirra hafa notið þjónustu Ljóssins í gegnum árin. Ríkisstjórnin hefur nú boðað að skerða fjárframlög ríkisins til Ljóssins um 40% frá síðasta ári. Þetta setur skiljanlega þessa mikilvægu starfsemi í uppnám og einsýnt að skera þurfi niður þjónustu og biðlistar fari að myndast, sem í dag er ekki reyndin. Fátt var um svör hjá forsætisráðherra þegar hún var spurð út í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á skattfé borgaranna og hvort mikilvægara væri að setja 150 milljónir í alþjóðleg samtök hinsegin fólks, tvö til þrjú þúsund milljónir í stækkun Þjóðleikhússins eða kostnað við starfslok eins opinbers starfsmanns upp á 350 milljónir frekar en 200 milljónir í Ljósið. Sagði forsætisráðherra raunar að henni þætti sérstakt að vera spurð út í hennar „persónulegu afstöðu til þess hvort ákveðin samtök úti í bæ gætu þegið nokkrar milljónir í viðbót“. Þá vitum við það. Ljósið, sem sparar íslenska ríkinu með starfsemi sinni yfir milljarð á ári, eru samtök „úti í bæ“ í huga forsætisráðherra. Samtök sem eru með starfsemi á heimsmælikvarða og hafa hjálpað þúsundum krabbameinssjúklinga og aðstandendum þeirra. Þetta eru kaldar kveðjur frá leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Hvorki ég né aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skiljum á hvaða vegferð ríkisstjórnin er. Að minnsta kosti er hún ekki að standa vörð um þá sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Er það von mín að við þingmenn, sama hvað flokki þeir eru, snúi bökum saman og standi vörð um starfsemi Ljóssins. Ábyrgðin er okkar. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra vafðist tunga um tönn þegar að undirritaður spurði hana út í forgangsröðun í fjárlögum, nánar tiltekið tvö hundruð milljóna króna niðurskurð til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Ljósið hefur lyft grettistaki með starfsemi sinni og í hverjum mánuði njóta um 600 manns endurhæfingar og aðstoðar. Þúsundir Íslendinga sem tekist hafa á við krabbamein og aðstandendur þeirra hafa notið þjónustu Ljóssins í gegnum árin. Ríkisstjórnin hefur nú boðað að skerða fjárframlög ríkisins til Ljóssins um 40% frá síðasta ári. Þetta setur skiljanlega þessa mikilvægu starfsemi í uppnám og einsýnt að skera þurfi niður þjónustu og biðlistar fari að myndast, sem í dag er ekki reyndin. Fátt var um svör hjá forsætisráðherra þegar hún var spurð út í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á skattfé borgaranna og hvort mikilvægara væri að setja 150 milljónir í alþjóðleg samtök hinsegin fólks, tvö til þrjú þúsund milljónir í stækkun Þjóðleikhússins eða kostnað við starfslok eins opinbers starfsmanns upp á 350 milljónir frekar en 200 milljónir í Ljósið. Sagði forsætisráðherra raunar að henni þætti sérstakt að vera spurð út í hennar „persónulegu afstöðu til þess hvort ákveðin samtök úti í bæ gætu þegið nokkrar milljónir í viðbót“. Þá vitum við það. Ljósið, sem sparar íslenska ríkinu með starfsemi sinni yfir milljarð á ári, eru samtök „úti í bæ“ í huga forsætisráðherra. Samtök sem eru með starfsemi á heimsmælikvarða og hafa hjálpað þúsundum krabbameinssjúklinga og aðstandendum þeirra. Þetta eru kaldar kveðjur frá leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Hvorki ég né aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins skiljum á hvaða vegferð ríkisstjórnin er. Að minnsta kosti er hún ekki að standa vörð um þá sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Er það von mín að við þingmenn, sama hvað flokki þeir eru, snúi bökum saman og standi vörð um starfsemi Ljóssins. Ábyrgðin er okkar. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun