Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar 15. október 2025 14:00 Í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá fyrsta Kvennaverkfallinu á Íslandi. Á þessum tímamótum er við hæfi að staldra við, líta um öxl og meta stöðu jafnréttismála í dag. Árangur náðst í mörgu Það er augljóst að mikill árangur hefur náðst í kvennabaráttunni. Ísland stendur fremst meðal jafningja og ólíklegt er að það væri raunin án Kvennaverkfallsins 1975. Verkfallið vakti mikla umræðu, breytti viðhorfum og markaði tímamót í sögu þjóðarinnar. Við höfum notið ávinningsins æ síðan. Atvinnuþátttaka kvenna er með því hæsta sem þekkist, menntunartækifæri eru fjölmörg og mörg glerþök hafa verið brotin á þessum fimm áratugum. Það er erfitt að ímynda sér að konur gegndu embættum forseta Íslands, forsætisráðherra, biskups, ríkislögreglustjóra og rektors Háskóla Íslands á sama tíma ef ekki hefði komið til Kvennaverkfallsins 1975. Launamismunur þrjóskast við Þrátt fyrir mikinn árangur er launamismunur enn til staðar. Það má meðal annars rekja til þess að stórar kvennastéttir, eins og kennarar og hjúkrunarfræðingar, eru lægra launaðar en sambærilegar karlastéttir. Leikskólamál eru enn föst í flækjum sveitarfélaganna, bakslags hefur gætt í ýmsum réttindamálum og fólk af erlendum uppruna stendur oft höllum fæti. Þá eru forstjórar í skráðum félögum á hlutabréfamarkaði enn að miklum meirihluta karlar. Höldum áfram að gera það sem gengur vel Þessi staða sýnir að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það þarf að halda áfram að vinna markvisst að breytingum og byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst. Fjölmörg samtök og stofnanir vinna ótrauð að því að standa vörð um þau réttindi sem þegar hafa unnist og vekja athygli á því sem betur má fara. WomenTechIceland vinnur að því að tryggja jöfn tækifæri allra kynja í tæknigeiranum á Íslandi og leggur áherslu á að bjóða stuðning, efla baráttuanda og vera málsvari minnihlutahópa í tækni. Við gerum það með fræðslu, viðburðum og því að veita stjórnvöldum aðhald í stefnumótun. Í tilefni fimmtíu ára afmælis Kvennaverkfallsins, og sem hluti af viðburðaröð Kvennaárs, stendur WomenTechIceland fyrir fjáröflunarkvöldi þann 23. október. Þar verður safnað í tímahylki fyrir komandi kynslóðir, þar sem við skiljum eftir sögur, hvatningu og góð ráð til framtíðarinnar. Nýtum tímann vel í þessum mánuði. Mætum á viðburði Kvennaársins, sýnum samstöðu og minnum okkur á að samtakamátturinn er okkar sterkasta vopn í áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti. Höfundur er formaður WomenTechIceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá fyrsta Kvennaverkfallinu á Íslandi. Á þessum tímamótum er við hæfi að staldra við, líta um öxl og meta stöðu jafnréttismála í dag. Árangur náðst í mörgu Það er augljóst að mikill árangur hefur náðst í kvennabaráttunni. Ísland stendur fremst meðal jafningja og ólíklegt er að það væri raunin án Kvennaverkfallsins 1975. Verkfallið vakti mikla umræðu, breytti viðhorfum og markaði tímamót í sögu þjóðarinnar. Við höfum notið ávinningsins æ síðan. Atvinnuþátttaka kvenna er með því hæsta sem þekkist, menntunartækifæri eru fjölmörg og mörg glerþök hafa verið brotin á þessum fimm áratugum. Það er erfitt að ímynda sér að konur gegndu embættum forseta Íslands, forsætisráðherra, biskups, ríkislögreglustjóra og rektors Háskóla Íslands á sama tíma ef ekki hefði komið til Kvennaverkfallsins 1975. Launamismunur þrjóskast við Þrátt fyrir mikinn árangur er launamismunur enn til staðar. Það má meðal annars rekja til þess að stórar kvennastéttir, eins og kennarar og hjúkrunarfræðingar, eru lægra launaðar en sambærilegar karlastéttir. Leikskólamál eru enn föst í flækjum sveitarfélaganna, bakslags hefur gætt í ýmsum réttindamálum og fólk af erlendum uppruna stendur oft höllum fæti. Þá eru forstjórar í skráðum félögum á hlutabréfamarkaði enn að miklum meirihluta karlar. Höldum áfram að gera það sem gengur vel Þessi staða sýnir að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það þarf að halda áfram að vinna markvisst að breytingum og byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst. Fjölmörg samtök og stofnanir vinna ótrauð að því að standa vörð um þau réttindi sem þegar hafa unnist og vekja athygli á því sem betur má fara. WomenTechIceland vinnur að því að tryggja jöfn tækifæri allra kynja í tæknigeiranum á Íslandi og leggur áherslu á að bjóða stuðning, efla baráttuanda og vera málsvari minnihlutahópa í tækni. Við gerum það með fræðslu, viðburðum og því að veita stjórnvöldum aðhald í stefnumótun. Í tilefni fimmtíu ára afmælis Kvennaverkfallsins, og sem hluti af viðburðaröð Kvennaárs, stendur WomenTechIceland fyrir fjáröflunarkvöldi þann 23. október. Þar verður safnað í tímahylki fyrir komandi kynslóðir, þar sem við skiljum eftir sögur, hvatningu og góð ráð til framtíðarinnar. Nýtum tímann vel í þessum mánuði. Mætum á viðburði Kvennaársins, sýnum samstöðu og minnum okkur á að samtakamátturinn er okkar sterkasta vopn í áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti. Höfundur er formaður WomenTechIceland.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun