Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar 16. október 2025 06:31 Það er engum blöðum um það að fletta að Hafnarfjörður stendur sig einstaklega vel þegar kemur að því að hlusta á ungt fólk, skapa tækifæri og stuðla að samvinnu. Á undanförnum misserum hefur bærinn byggt upp öflugt net þar sem ungmenni fá að láta ljós sitt skína, taka þátt, læra og hafa áhrif. Tvö dæmi sem sýna þessa nálgun sérstaklega vel eru annars vegar öfluga félags- og nýsköpunarstarfið sem nú er í gangi við Lækinn og hins vegar félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni. Þar sem ungt fólk finnur sinn stað Félagsstarf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði hefur tekið miklum breytingum og blómstrar nú á nokkrum stöðum í bænum. Gamli Lækjarskóli er orðinn lifandi samkomustaður fyrir ungt fólk með fjölbreytt áhugamál.Þar má m.a. finna: Hreiðrið við Lækinn. Staður fyrir ungmenni til að hittast í notalegu og skapandi umhverfi. Ungmennaráð nýtir aðstöðuna til að funda og fleira. Músík við Lækinn. Það er tónlistar- og upptökurými þar sem hægt er að spila, semja og taka upp. Nýsköpunarsetrið við Lækinn. Þar eru m.a. stafrænar smiðjur, myndvinnsluaðstaða, listasalur og vinnurými fyrir frumkvöðla og skapandi einstaklinga. Gafló leiklistarskólinn í umsjón Gaflaraleikhússins. Þar er boðið uppá kennslu í leik- og sviðslistum. Á öðrum stöðum: Kletturinn. Félagsstarf fyrir fatlað ungt fólk. Þar er lögð áhersla á jafningjastuðning og sjálfstæði. Kletturinn er staðsettur á Suðurgötu. Bergið. Frí ráðgjöf fyrir 12 – 25 ára þar sem má ræða líðan, álag og sambönd á öruggan og trúnaðarmiðaðan hátt. Bergið er til húsa við Austurgötu. Mótorhúsið. Það er fyrir þau sem hafa áhuga á vélum og tækni og vilja læra í öruggu umhverfi. Mótorhúsið er til húsa í Kvartmíluklúbbnum. Þetta eru ekki bara verkefni, þetta er vettvangur þar sem ungt fólk getur bæði skapað og lært og fundið sína rödd innan samfélagsins. Félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði er öllum ungmennum ætlaður staður þar sem þau geta verið þau sjálf, óháð kyni, kynhneigð eða bakgrunni. HHH er félagsmiðstöð og samveruvettvangur fyrir hinsegin ungmenni og aðra sem vilja hittast á öruggum og hlýjum stað. Þar er lögð áhersla á að skapa hlýlegt andrúmsloft þar sem virðing, umburðarlyndi og vinátta ráða för. HHH er hluti af þeirri víðtæku stefnu Hafnarfjarðar að tryggja að öll ungmenni í bænum finni sig velkomin og hafi sinn stað. Þannig sýnir Hafnarfjörður í verki að samfélag styrkist þegar öll fá að tilheyra. Við vinnum þetta saman Það sem sameinar öll þessi verkefni er einfalt, við vinnum þetta saman.Hafnarfjörður trúir á unga fólkið sitt, á kraftinn, hugmyndirnar og hæfileikana sem búa í hverjum og einum.Við viljum skapa samfélag þar sem ungmenni fá ekki bara tækifæri heldur taka virkan þátt, þar sem á þau er hlustað, hugmyndir þeirra teknar alvarlega og þau fá stuðning til að blómstra á eigin forsendum.Hafnarfjörður er bær sem tekur utan um ungt fólk, treystir því og vinnur með því. Þannig byggjum við sterkari framtíð. Höfundur er bæjarstjóri Hafnafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Það er engum blöðum um það að fletta að Hafnarfjörður stendur sig einstaklega vel þegar kemur að því að hlusta á ungt fólk, skapa tækifæri og stuðla að samvinnu. Á undanförnum misserum hefur bærinn byggt upp öflugt net þar sem ungmenni fá að láta ljós sitt skína, taka þátt, læra og hafa áhrif. Tvö dæmi sem sýna þessa nálgun sérstaklega vel eru annars vegar öfluga félags- og nýsköpunarstarfið sem nú er í gangi við Lækinn og hins vegar félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni. Þar sem ungt fólk finnur sinn stað Félagsstarf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði hefur tekið miklum breytingum og blómstrar nú á nokkrum stöðum í bænum. Gamli Lækjarskóli er orðinn lifandi samkomustaður fyrir ungt fólk með fjölbreytt áhugamál.Þar má m.a. finna: Hreiðrið við Lækinn. Staður fyrir ungmenni til að hittast í notalegu og skapandi umhverfi. Ungmennaráð nýtir aðstöðuna til að funda og fleira. Músík við Lækinn. Það er tónlistar- og upptökurými þar sem hægt er að spila, semja og taka upp. Nýsköpunarsetrið við Lækinn. Þar eru m.a. stafrænar smiðjur, myndvinnsluaðstaða, listasalur og vinnurými fyrir frumkvöðla og skapandi einstaklinga. Gafló leiklistarskólinn í umsjón Gaflaraleikhússins. Þar er boðið uppá kennslu í leik- og sviðslistum. Á öðrum stöðum: Kletturinn. Félagsstarf fyrir fatlað ungt fólk. Þar er lögð áhersla á jafningjastuðning og sjálfstæði. Kletturinn er staðsettur á Suðurgötu. Bergið. Frí ráðgjöf fyrir 12 – 25 ára þar sem má ræða líðan, álag og sambönd á öruggan og trúnaðarmiðaðan hátt. Bergið er til húsa við Austurgötu. Mótorhúsið. Það er fyrir þau sem hafa áhuga á vélum og tækni og vilja læra í öruggu umhverfi. Mótorhúsið er til húsa í Kvartmíluklúbbnum. Þetta eru ekki bara verkefni, þetta er vettvangur þar sem ungt fólk getur bæði skapað og lært og fundið sína rödd innan samfélagsins. Félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði er öllum ungmennum ætlaður staður þar sem þau geta verið þau sjálf, óháð kyni, kynhneigð eða bakgrunni. HHH er félagsmiðstöð og samveruvettvangur fyrir hinsegin ungmenni og aðra sem vilja hittast á öruggum og hlýjum stað. Þar er lögð áhersla á að skapa hlýlegt andrúmsloft þar sem virðing, umburðarlyndi og vinátta ráða för. HHH er hluti af þeirri víðtæku stefnu Hafnarfjarðar að tryggja að öll ungmenni í bænum finni sig velkomin og hafi sinn stað. Þannig sýnir Hafnarfjörður í verki að samfélag styrkist þegar öll fá að tilheyra. Við vinnum þetta saman Það sem sameinar öll þessi verkefni er einfalt, við vinnum þetta saman.Hafnarfjörður trúir á unga fólkið sitt, á kraftinn, hugmyndirnar og hæfileikana sem búa í hverjum og einum.Við viljum skapa samfélag þar sem ungmenni fá ekki bara tækifæri heldur taka virkan þátt, þar sem á þau er hlustað, hugmyndir þeirra teknar alvarlega og þau fá stuðning til að blómstra á eigin forsendum.Hafnarfjörður er bær sem tekur utan um ungt fólk, treystir því og vinnur með því. Þannig byggjum við sterkari framtíð. Höfundur er bæjarstjóri Hafnafjarðar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar