Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar 15. október 2025 18:31 Skömmu áður en aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) var hætt árið 2013 sagði þáverandi utanríkisráðherra að gefa ætti þjóðinni kost á að meta aðildina „út frá staðreyndum“. Um það leyti lágu fáar staðreyndir fyrir um afstöðu sambandsins til veigamestu hagsmunanna, en kaflar þar að lútandi höfðu þá enn ekki verið opnaðir. Tólf árum síðar er þjóðin litlu nær um þá kosti sem henni kynnu að bjóðast í aðildarviðræðum. Veraldarhjólið hefur hins vegar ekki numið staðar. Umskipti hafa orðið á alþjóðasviðinu. Sambandið sjálft hefur einnig breyst. Áður en þjóðin gerir upp hug sinn um hvort taka beri upp þráðinn í viðræðum við sambandið á nýjan leik, er því eðlilegt að hún fái tækifæri til að meta aðstæður umsóknar í breiðu samhengi, ekki síður en sjálf aðildarkjörin síðar. Eitt af meginmarkmiðum Evrópusamstarfsins frá upphafi var að afstýra styrjöldum af því tagi sem tvisvar höfðu leikið álfuna grátt á öldinni sem leið. Greiða átti götu fullvalda ríkja til sameiginlegrar velsældar með hagnýtu samstarfi um frjáls viðskipti, afnám tolla, nýtingu auðlinda og síðar meir opnun innbyrðis landamæra. Brautryðjendurnir höfðu sannfært sig um að með þessu móti yrði böndum smám saman komið á undirrót stríðsátaka, þjóðernishyggjuna, sem víkja myndi í fyllingu tímans fyrir sífellt öflugri samkennd íbúa álfunnar. Þessi frjálslynda draumsýn var þó ætíð háð stórum fyrirvara. Hún krafðist þess m.a. að Evrópuríkin, í sárum að stríði loknu, ættu sér öflugan bakhjarl sem tæki sér það hlutverk að vera sverð þeirra og skjöldur. Þessi heimsmynd eftirstríðsáranna er nú óðum að hverfa sjónum. Bakhjarlinn nýtur ekki sömu yfirburða í heiminum og áður, en deilir sviðinu með fyrirferðarmiklum keppinautum. Þótt hann hafi ekki yfirgefið Evrópu, skipta hann nú önnur heimssvæði meira máli og þarf Evrópa fyrir vikið að axla stærri byrðar af eigin vörnum og öryggi. Fleira kemur þó til. Á blómaskeiði Ameríkufriðarins, Pax Americana, á níunda áratugnum var næsta óumdeilt að hnattvæðingin væri komin til að vera. Nú er öldin önnur. Fyrir frumkvæði Bandaríkjanna er frjálsræði í alþjóðaviðskiptum á undanhaldi, en verndarstefna, tollar og viðskiptahindranir hafa náð yfirhöndinni. Þannig hefur skaparinn bakverpst við skepnu sinni. Hin alþjóðlega skipan fjárflæðis og viðskipta, sem Bandaríkin sjálf höfðu forystu um, hangir á þræði. Við bætist að fólksflutningar yfir landamæri hafa kynt undir umróti innan samfélaga. Alþjóðahyggjan á í vök að verjast, en andhverfa hennar, þjóðernishyggjan, sem m.a. ESB var ætlað að halda í skefjum, gengur í endurnýjun lífdaga Fyrir holdgerving alþjóðahyggjunnar, ESB, en einnig önnur Evrópuríki, er þetta mesta breytingin sem átt hefur sér stað á alþjóðasviðinu á undanförnum misserum. Birtist hún í sinni skýrustu mynd í gliðnandi samstöðu Evrópuríkjanna og Bandaríkjanna um stuðning þeirra við Úkraínu, sem Bandaríkin freista þess nú að afskrifa líkt og tapaða fjárfestingu. Í ljós er komið að ESB hefur verið illa undir þessa breytingu búið. Utanaðkomandi aðstæðum verður þó ekki alfarið um það kennt hvernig komið er. Hér á við sem endranær að veldur hver á heldur. Á liðnum árum hefur sambandinu mistekist að efna þær væntingar sem við það voru bundnar um vaxandi velsæld aðildarríkja í skjóli Evrópusamrunans. Hagvöxtur, að meðaltali 6% fram undir síðustu aldamót, hefur smám saman staðnað og mælist nú um 1%. Iðnvæðing hefur tekið afturkipp, hægt hefur á framleiðni, en nýsköpun og tæknivæðing setið á hakanum. Ætti því ekki að koma á óvart að aðildarríkin hafi orðið eftirbátar samkeppnisaðila á heimsmörkuðum. Skuldir þeirra sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hafa vaxið og greiðslubyrði að sama skapi aukist. Þessi dökka mynd af framtíð evrópskrar samkeppnishæfni hefur ekki verið dregin upp af efasemdarmönnum Evrópusamrunans. Hana má m.a. finna í skýrslu Mario Draghis, fyrrverandi Seðlabankastjóra Evrópu, frá í september í fyrra. Hafi ESB ratað í blindgötu, hníga sterk rök að því að rekja megi það að einhverju leyti til hugmyndafræðilegs áttavita sambandsins frekar en ytri áfalla. Allt frá því Maastricht-samningurinn var gerður hafa valdheimildir fullvalda aðildarríkjaa í vaxandi mæli verið fluttar til sameiginlegra stofnana þess, framkvæmdastjórnar, Evrópudómstólsins og Seðlabanka Evrópu. Með vaxandi miðstýringu hefur jafnt og þétt dregið úr svigrúmi einstakra ríkja til að bregðast við aðstæðum, en nýbreytni og frumkvöðlastarf reyrt í viðjar íþyngjandi regluveldis og eftirlitsaðgerða. Áhrifin hafa ekki einskorðast við athafnalíf, réttarfar og gjaldmiðil, heldur koma þau nú einnig fram af vaxandi þunga í stjórnmálalífi, þ. á m. utanríkismálum. Frá því ófriðurinn brast á í Úkraínu má sjá ýmis merki þess að framkvæmdastjórnin sjálf hafi freistað þess að styrkja stöðu sína á kostnað aðildarríkja. Dæmi um þetta eru aðgerðir í orkumálum sem ráðist hefur verið í að undirlagi framkvæmdastjórnar, en í kjölfar þeirra greiða fyrirtæki víða í álfunni margfalt hærra verð fyrir raforku og gas en samkeppnisaðilar í Bandaríkjunum. Sömu sögu er að segja um vanhugsuð en kostnaðarsöm áform framkvæmdastjórnar um endurvígvæðingu Evrópu, sem útlit er fyrir að verði því aðeins framkvæmanleg að gripið verði til stórfelldrar frekari skuldsetningar aðildarríkjanna, að viðbættum niðurskurði velferðar og lífeyrisréttinda almennra borgara. Hér er hættan augljóslega sú að gjáin sem tekin er að myndast milli kjósenda og valdhafa sem afhent hafa völd sín skrifstofubákninu í Brussel haldi áfram að breikka, en pólitískar hræringar í stærstu aðildarríkjum sambandsins benda ótvírætt til þess að sú kunni þegar að vera raunin. Um sama leyti og íslensk stjórnvöld boða að rykið kunni að verða hrist af umsókn landsins um aðild þess að ESB, tekst sambandið á við eina stærstu áraun sína, innbyrðis og út á við, frá þeim tíma að samrunahugsjónin fyrst fór að taka á sig mynd fyrir næstum sjötíu árum. Ætli stjórnvöld, líkt og síðast, að gefa þjóðinni færi á að meta kosti og galla aðildar „út frá staðreyndum“, færi vel á að þau leystu frá skjóðunni og segðu þjóðinni krókalaust frá því hver staðan er. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands hjá ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Skömmu áður en aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) var hætt árið 2013 sagði þáverandi utanríkisráðherra að gefa ætti þjóðinni kost á að meta aðildina „út frá staðreyndum“. Um það leyti lágu fáar staðreyndir fyrir um afstöðu sambandsins til veigamestu hagsmunanna, en kaflar þar að lútandi höfðu þá enn ekki verið opnaðir. Tólf árum síðar er þjóðin litlu nær um þá kosti sem henni kynnu að bjóðast í aðildarviðræðum. Veraldarhjólið hefur hins vegar ekki numið staðar. Umskipti hafa orðið á alþjóðasviðinu. Sambandið sjálft hefur einnig breyst. Áður en þjóðin gerir upp hug sinn um hvort taka beri upp þráðinn í viðræðum við sambandið á nýjan leik, er því eðlilegt að hún fái tækifæri til að meta aðstæður umsóknar í breiðu samhengi, ekki síður en sjálf aðildarkjörin síðar. Eitt af meginmarkmiðum Evrópusamstarfsins frá upphafi var að afstýra styrjöldum af því tagi sem tvisvar höfðu leikið álfuna grátt á öldinni sem leið. Greiða átti götu fullvalda ríkja til sameiginlegrar velsældar með hagnýtu samstarfi um frjáls viðskipti, afnám tolla, nýtingu auðlinda og síðar meir opnun innbyrðis landamæra. Brautryðjendurnir höfðu sannfært sig um að með þessu móti yrði böndum smám saman komið á undirrót stríðsátaka, þjóðernishyggjuna, sem víkja myndi í fyllingu tímans fyrir sífellt öflugri samkennd íbúa álfunnar. Þessi frjálslynda draumsýn var þó ætíð háð stórum fyrirvara. Hún krafðist þess m.a. að Evrópuríkin, í sárum að stríði loknu, ættu sér öflugan bakhjarl sem tæki sér það hlutverk að vera sverð þeirra og skjöldur. Þessi heimsmynd eftirstríðsáranna er nú óðum að hverfa sjónum. Bakhjarlinn nýtur ekki sömu yfirburða í heiminum og áður, en deilir sviðinu með fyrirferðarmiklum keppinautum. Þótt hann hafi ekki yfirgefið Evrópu, skipta hann nú önnur heimssvæði meira máli og þarf Evrópa fyrir vikið að axla stærri byrðar af eigin vörnum og öryggi. Fleira kemur þó til. Á blómaskeiði Ameríkufriðarins, Pax Americana, á níunda áratugnum var næsta óumdeilt að hnattvæðingin væri komin til að vera. Nú er öldin önnur. Fyrir frumkvæði Bandaríkjanna er frjálsræði í alþjóðaviðskiptum á undanhaldi, en verndarstefna, tollar og viðskiptahindranir hafa náð yfirhöndinni. Þannig hefur skaparinn bakverpst við skepnu sinni. Hin alþjóðlega skipan fjárflæðis og viðskipta, sem Bandaríkin sjálf höfðu forystu um, hangir á þræði. Við bætist að fólksflutningar yfir landamæri hafa kynt undir umróti innan samfélaga. Alþjóðahyggjan á í vök að verjast, en andhverfa hennar, þjóðernishyggjan, sem m.a. ESB var ætlað að halda í skefjum, gengur í endurnýjun lífdaga Fyrir holdgerving alþjóðahyggjunnar, ESB, en einnig önnur Evrópuríki, er þetta mesta breytingin sem átt hefur sér stað á alþjóðasviðinu á undanförnum misserum. Birtist hún í sinni skýrustu mynd í gliðnandi samstöðu Evrópuríkjanna og Bandaríkjanna um stuðning þeirra við Úkraínu, sem Bandaríkin freista þess nú að afskrifa líkt og tapaða fjárfestingu. Í ljós er komið að ESB hefur verið illa undir þessa breytingu búið. Utanaðkomandi aðstæðum verður þó ekki alfarið um það kennt hvernig komið er. Hér á við sem endranær að veldur hver á heldur. Á liðnum árum hefur sambandinu mistekist að efna þær væntingar sem við það voru bundnar um vaxandi velsæld aðildarríkja í skjóli Evrópusamrunans. Hagvöxtur, að meðaltali 6% fram undir síðustu aldamót, hefur smám saman staðnað og mælist nú um 1%. Iðnvæðing hefur tekið afturkipp, hægt hefur á framleiðni, en nýsköpun og tæknivæðing setið á hakanum. Ætti því ekki að koma á óvart að aðildarríkin hafi orðið eftirbátar samkeppnisaðila á heimsmörkuðum. Skuldir þeirra sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hafa vaxið og greiðslubyrði að sama skapi aukist. Þessi dökka mynd af framtíð evrópskrar samkeppnishæfni hefur ekki verið dregin upp af efasemdarmönnum Evrópusamrunans. Hana má m.a. finna í skýrslu Mario Draghis, fyrrverandi Seðlabankastjóra Evrópu, frá í september í fyrra. Hafi ESB ratað í blindgötu, hníga sterk rök að því að rekja megi það að einhverju leyti til hugmyndafræðilegs áttavita sambandsins frekar en ytri áfalla. Allt frá því Maastricht-samningurinn var gerður hafa valdheimildir fullvalda aðildarríkjaa í vaxandi mæli verið fluttar til sameiginlegra stofnana þess, framkvæmdastjórnar, Evrópudómstólsins og Seðlabanka Evrópu. Með vaxandi miðstýringu hefur jafnt og þétt dregið úr svigrúmi einstakra ríkja til að bregðast við aðstæðum, en nýbreytni og frumkvöðlastarf reyrt í viðjar íþyngjandi regluveldis og eftirlitsaðgerða. Áhrifin hafa ekki einskorðast við athafnalíf, réttarfar og gjaldmiðil, heldur koma þau nú einnig fram af vaxandi þunga í stjórnmálalífi, þ. á m. utanríkismálum. Frá því ófriðurinn brast á í Úkraínu má sjá ýmis merki þess að framkvæmdastjórnin sjálf hafi freistað þess að styrkja stöðu sína á kostnað aðildarríkja. Dæmi um þetta eru aðgerðir í orkumálum sem ráðist hefur verið í að undirlagi framkvæmdastjórnar, en í kjölfar þeirra greiða fyrirtæki víða í álfunni margfalt hærra verð fyrir raforku og gas en samkeppnisaðilar í Bandaríkjunum. Sömu sögu er að segja um vanhugsuð en kostnaðarsöm áform framkvæmdastjórnar um endurvígvæðingu Evrópu, sem útlit er fyrir að verði því aðeins framkvæmanleg að gripið verði til stórfelldrar frekari skuldsetningar aðildarríkjanna, að viðbættum niðurskurði velferðar og lífeyrisréttinda almennra borgara. Hér er hættan augljóslega sú að gjáin sem tekin er að myndast milli kjósenda og valdhafa sem afhent hafa völd sín skrifstofubákninu í Brussel haldi áfram að breikka, en pólitískar hræringar í stærstu aðildarríkjum sambandsins benda ótvírætt til þess að sú kunni þegar að vera raunin. Um sama leyti og íslensk stjórnvöld boða að rykið kunni að verða hrist af umsókn landsins um aðild þess að ESB, tekst sambandið á við eina stærstu áraun sína, innbyrðis og út á við, frá þeim tíma að samrunahugsjónin fyrst fór að taka á sig mynd fyrir næstum sjötíu árum. Ætli stjórnvöld, líkt og síðast, að gefa þjóðinni færi á að meta kosti og galla aðildar „út frá staðreyndum“, færi vel á að þau leystu frá skjóðunni og segðu þjóðinni krókalaust frá því hver staðan er. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands hjá ESB.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun