Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2025 20:25 Atvikið átti sér stað á Litla-Hrauni en aðbúnaður þar hefur lengi verið gagnrýndur. Vísir/Vilhelm Fangi á Litla-Hrauni réðst á samfanga sinn með hnífi í dag eftir að átök brutust út milli þeirra. Annar þeirra fékk skurð á hendi en fangaverðir slösuðust ekki. Lögregla rannsakar nú málið og verður atvikið tekið til skoðunar hjá stjórn fangelsisins, að sögn Kristínar Evu Sveinsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns. Ekki hafi verið um að ræða alvarlega áverka. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir erfitt að koma alveg í veg fyrir að fangar beri vopn innan fangelsisins og yfirfull fangelsi auki bæði hættuna á átökum og geri fangavörðum erfiðara að bregðast við. „Þetta fór sem betur fer vel í þetta sinn eins og maður segir. Þetta tengist því sem við höfum verið að tala um að það er erfitt að aðskilja fanga innan fangelsiskerfisins í dag sem er yfirfullt. Það eru alls konar menn og konur sem virka illa saman og það koma þá oft upp einhver átök á milli hópa. Þetta er því miður það sem við búum svolítið við í dag og getum átt von á,“ segir Kristín Eva í samtali við fréttastofu. Hún þekki ekki til tölfræði um tíðni hnífaárása í fangelsinu en þær hafi ekki verið algengar í hennar stjórnartíð. Fangarnir sem um ræðir hafi verið aðskildir og settir tímabundið í sérstakt einangrunarúrræði. „Fangaverðir brugðust skjótt og vel við og sem betur varð enginn alvarleg atburðarás út frá þessu.“ RÚV hefur eftir ónafngreindum heimildum að árásarmaðurinn hafi verið einn þeirra sem réðust á fangaverði í sumar. Kristín Eva segist ekki geta staðfest það eða veitt upplýsingar um fangana. Ekki liggi fyrir hvers vegna átökin brutust út. Það sé lögreglunnar að kanna það og ræða við umrædda fanga og vitni. Kallaði eftir aðgerðum Kristín Eva, Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Fangelsisins á Hólmsheiði, Rannveig Brynja Sverrisdóttir, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða, félag fanga og áhugamanna skoruðu nýverið á stjórnvöld að bregðast við „langvinnri kerfislægri krísu“ í fangelsismálum hér á landi. Þau sögðu ástand málaflokksins vera óásættanlegt. „Ástand fullnustukerfisins einkennist af langvarandi vanfjármögnun, ófullnægjandi innviðum og aukinni öryggisáhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Þrátt fyrir viðvaranir frá bæði eftirlitsaðilum og stofnuninni sjálfri í áratugi hefur nauðsynleg uppbygging setið á hakanum,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu hópsins. Fréttin hefur verið uppfærð.. Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Lögregla rannsakar nú málið og verður atvikið tekið til skoðunar hjá stjórn fangelsisins, að sögn Kristínar Evu Sveinsdóttur, forstöðumanns Litla-Hrauns. Ekki hafi verið um að ræða alvarlega áverka. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir erfitt að koma alveg í veg fyrir að fangar beri vopn innan fangelsisins og yfirfull fangelsi auki bæði hættuna á átökum og geri fangavörðum erfiðara að bregðast við. „Þetta fór sem betur fer vel í þetta sinn eins og maður segir. Þetta tengist því sem við höfum verið að tala um að það er erfitt að aðskilja fanga innan fangelsiskerfisins í dag sem er yfirfullt. Það eru alls konar menn og konur sem virka illa saman og það koma þá oft upp einhver átök á milli hópa. Þetta er því miður það sem við búum svolítið við í dag og getum átt von á,“ segir Kristín Eva í samtali við fréttastofu. Hún þekki ekki til tölfræði um tíðni hnífaárása í fangelsinu en þær hafi ekki verið algengar í hennar stjórnartíð. Fangarnir sem um ræðir hafi verið aðskildir og settir tímabundið í sérstakt einangrunarúrræði. „Fangaverðir brugðust skjótt og vel við og sem betur varð enginn alvarleg atburðarás út frá þessu.“ RÚV hefur eftir ónafngreindum heimildum að árásarmaðurinn hafi verið einn þeirra sem réðust á fangaverði í sumar. Kristín Eva segist ekki geta staðfest það eða veitt upplýsingar um fangana. Ekki liggi fyrir hvers vegna átökin brutust út. Það sé lögreglunnar að kanna það og ræða við umrædda fanga og vitni. Kallaði eftir aðgerðum Kristín Eva, Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Fangelsisins á Hólmsheiði, Rannveig Brynja Sverrisdóttir, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða, félag fanga og áhugamanna skoruðu nýverið á stjórnvöld að bregðast við „langvinnri kerfislægri krísu“ í fangelsismálum hér á landi. Þau sögðu ástand málaflokksins vera óásættanlegt. „Ástand fullnustukerfisins einkennist af langvarandi vanfjármögnun, ófullnægjandi innviðum og aukinni öryggisáhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Þrátt fyrir viðvaranir frá bæði eftirlitsaðilum og stofnuninni sjálfri í áratugi hefur nauðsynleg uppbygging setið á hakanum,“ sagði jafnframt í yfirlýsingu hópsins. Fréttin hefur verið uppfærð..
Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira