Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar 15. október 2025 21:30 Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Á árunum 2018-2022 greindust að meðaltali rúmlega 1800 einstaklingar með krabbamein á ári hér á landi og gera spár ráð fyrir áframhaldandi fjölgun krabbameinsgreindra á næstu árum. Á liðnum árum hafa orðið stórtækar framfarir í meðhöndlun krabbameina og hafa þeim sem lifa af krabbamein fjölgað í samræmi við það. Þegar einstaklingar læknast af krabbameini eða ná sjúkdómshléi eftir meðferð er þó ekki þar með sagt að bata sé náð. Krabbameinsmeðferð tekur oft á einstaklinga, bæði líkamlega og andlega, og margir þurfa langa endurhæfingu eftir meðferð til að ná raunverulegum bata og komast aftur út í samfélagið. Landspítalinn stendur mjög framarlega í veitingu heilbrigðisþjónustu fyrir krabbameinssjúklinga en engin opinber stofnun býður upp á þverfaglega endurhæfingu eftir meðferð. Eina raunverulega endurhæfingin sem krabbameinsgreindum býðst fer því fram í Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Pabbi minn er einn þeirra fjölmörgu sem greinst hefur með krabbamein og farið í gegnum mikla og erfiða krabbameinsmeðferð. Eftir margra ára sjúkdómshlé greindist pabbi með endurkomu á sínu krabbameini í fyrra. Fór hann í gegnum umfangsmikla krabbameinsmeðferð bæði hér á landi og í Svíþjóð til þess að vinna bug á meininu. Pabbi fékk margar, flóknar og alvarlegar aukaverkanir af meðferðinni og þurfti að liggja inni í marga mánuði til að meðhöndla þær. Með hverri vikunni og mánuðinum sem leið í meðferðinni dró sífellt meira af pabba, bæði andlega og líkamlega. Pabbi, sem hafði áður en hann veiktist verið framkvæmdastjóri fyrirtækis, stundað reglulega útivist og önnur áhugamál, var orðinn skugginn af sjálfum sér. Í spítalalegunni var sífellt talað um að það væri löng endurhæfing fyrir höndum eftir útskrift til að pabbi gæti náð aftur upp styrk og þoli og gæti orðið þátttakandi í samfélaginu á ný. Engin löng endurhæfing var þó í boði á vegum hins opinbera og bent var á Ljósið. Úr varð að pabbi fór í endurhæfingu í Ljósinu. Frá upphafi þjónustunnar hefur pabbi getað mætt oft í viku í Ljósið í sjúkraþjálfun, líkamsrækt, ýmsa iðju svo sem keramik og nýtt sér jafningjastuðning. Með aðstoð Ljóssins hefur pabbi náð undraverðum bata á nokkrum mánuðum sem þakka má þeirri fjölbreyttu og markvissu endurhæfingu sem þar fer fram og býðst hvergi annars staðar hér á landi. Ljósið hefur lyft grettistaki í þjónustu við einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að bjóða upp á sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Sérstaða Ljóssins hefur einnig verið að greiður aðgangur er að þjónustunni og enginn biðlisti eftir þjónustunni hingað til. Einnig er mikill kostur að endurhæfingin er öll á einum stað og þjónustan er einstaklingum að kostnaðarlausu. Starfsemin hefur eflst á hverju ári og fjöldi einstaklinga sem leitar í Ljósið aukist stöðugt síðustu ár. Það skýtur því skökku við að ríkisstjórnin hyggist skera niður fjárframlög til stofnunarinnar um 40% eða um 200 milljónir. Einsýnt er að slíkur niðurskurður muni setja þessa mikilvægu starfsemi í uppnám í stað þess að stuðla að áframhaldandi eflingu á endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda eins og verið hefur. Þessi ráðstöfun er einnig sérstaklega umhugsunarverð í ljósi þess að engin önnur þverfagleg endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda er rekin hér á landi. Því er ljóst að niðurskurður blasir við í endurhæfingu krabbameinsgreindra á sama tíma og staðreyndin er sú að fjöldi einstaklinga sem greinast með krabbamein hefur aldrei verið meiri. Ég hvet ríkisstjórnina til að endurhugsa sinn stuðning við Ljósið og þar með stuðning við einstaklinga sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Höfundur er læknir og dóttir einstaklings með krabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Á árunum 2018-2022 greindust að meðaltali rúmlega 1800 einstaklingar með krabbamein á ári hér á landi og gera spár ráð fyrir áframhaldandi fjölgun krabbameinsgreindra á næstu árum. Á liðnum árum hafa orðið stórtækar framfarir í meðhöndlun krabbameina og hafa þeim sem lifa af krabbamein fjölgað í samræmi við það. Þegar einstaklingar læknast af krabbameini eða ná sjúkdómshléi eftir meðferð er þó ekki þar með sagt að bata sé náð. Krabbameinsmeðferð tekur oft á einstaklinga, bæði líkamlega og andlega, og margir þurfa langa endurhæfingu eftir meðferð til að ná raunverulegum bata og komast aftur út í samfélagið. Landspítalinn stendur mjög framarlega í veitingu heilbrigðisþjónustu fyrir krabbameinssjúklinga en engin opinber stofnun býður upp á þverfaglega endurhæfingu eftir meðferð. Eina raunverulega endurhæfingin sem krabbameinsgreindum býðst fer því fram í Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Pabbi minn er einn þeirra fjölmörgu sem greinst hefur með krabbamein og farið í gegnum mikla og erfiða krabbameinsmeðferð. Eftir margra ára sjúkdómshlé greindist pabbi með endurkomu á sínu krabbameini í fyrra. Fór hann í gegnum umfangsmikla krabbameinsmeðferð bæði hér á landi og í Svíþjóð til þess að vinna bug á meininu. Pabbi fékk margar, flóknar og alvarlegar aukaverkanir af meðferðinni og þurfti að liggja inni í marga mánuði til að meðhöndla þær. Með hverri vikunni og mánuðinum sem leið í meðferðinni dró sífellt meira af pabba, bæði andlega og líkamlega. Pabbi, sem hafði áður en hann veiktist verið framkvæmdastjóri fyrirtækis, stundað reglulega útivist og önnur áhugamál, var orðinn skugginn af sjálfum sér. Í spítalalegunni var sífellt talað um að það væri löng endurhæfing fyrir höndum eftir útskrift til að pabbi gæti náð aftur upp styrk og þoli og gæti orðið þátttakandi í samfélaginu á ný. Engin löng endurhæfing var þó í boði á vegum hins opinbera og bent var á Ljósið. Úr varð að pabbi fór í endurhæfingu í Ljósinu. Frá upphafi þjónustunnar hefur pabbi getað mætt oft í viku í Ljósið í sjúkraþjálfun, líkamsrækt, ýmsa iðju svo sem keramik og nýtt sér jafningjastuðning. Með aðstoð Ljóssins hefur pabbi náð undraverðum bata á nokkrum mánuðum sem þakka má þeirri fjölbreyttu og markvissu endurhæfingu sem þar fer fram og býðst hvergi annars staðar hér á landi. Ljósið hefur lyft grettistaki í þjónustu við einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að bjóða upp á sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Sérstaða Ljóssins hefur einnig verið að greiður aðgangur er að þjónustunni og enginn biðlisti eftir þjónustunni hingað til. Einnig er mikill kostur að endurhæfingin er öll á einum stað og þjónustan er einstaklingum að kostnaðarlausu. Starfsemin hefur eflst á hverju ári og fjöldi einstaklinga sem leitar í Ljósið aukist stöðugt síðustu ár. Það skýtur því skökku við að ríkisstjórnin hyggist skera niður fjárframlög til stofnunarinnar um 40% eða um 200 milljónir. Einsýnt er að slíkur niðurskurður muni setja þessa mikilvægu starfsemi í uppnám í stað þess að stuðla að áframhaldandi eflingu á endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda eins og verið hefur. Þessi ráðstöfun er einnig sérstaklega umhugsunarverð í ljósi þess að engin önnur þverfagleg endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda er rekin hér á landi. Því er ljóst að niðurskurður blasir við í endurhæfingu krabbameinsgreindra á sama tíma og staðreyndin er sú að fjöldi einstaklinga sem greinast með krabbamein hefur aldrei verið meiri. Ég hvet ríkisstjórnina til að endurhugsa sinn stuðning við Ljósið og þar með stuðning við einstaklinga sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Höfundur er læknir og dóttir einstaklings með krabbamein.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun