Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2025 11:01 Framarar fengu öflugan stuðning á fyrsta heimaleik sínum í Evrópudeildinni og gerðu vel við gesti sína frá Porto sem eins og sjá má voru þakklátir og skildu eftir skilaboð þess efnis í búningsklefa sínum. Samsett Falleg skilaboð biðu Framara í búningsklefa leikmanna portúgalska stórliðsins Porto eftir leik liðanna í Evrópudeild karla í handbolta í vikunni. Vel þótti takast til í þessari frumraun Framara við að halda Evrópudeildarleik í Úlfarsárdal. „Skipulag og framkvæmd gekk mjög vel. Ótrúlegur fjöldi sjálfboðaliða ásamt starfsfólki Fram sem voru tilbúin til að leggja hönd á plóg til að gera útkomuna sem besta,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram. Framarar takast nú á við það risaverkefni sem Valsmenn og FH-ingar hafa gert á síðustu árum, með þátttöku í næstbestu Evrópukeppni félagsliða, en því fylgir mikil vinna og fjárútlát. Þorgrímur segir kostnaðinn þó lenda á leikmönnum sem geri sitt besta í fjáröflunum og vonist svo eftir sem flestum á heimaleiki liðsins, gegn Porto, Elverum frá Noregi og Kriens-Luzern frá Sviss. Framarar sýndu kannski fullmikla gestrisni innan vallar á þriðjudagskvöld, í 38-26 tapi, en einnig mikla gestrisni utan vallar og voru leikmenn Porto, þar á meðal Þorsteinn Leó Gunnarsson, afar ánægðir eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Portúgalarnir komu og æfðu hjá okkur á leikdag. Þeim fannst aðstaðan til fyrirmyndar. Eftir leik buðum við svo FC Porto og fylgdarliði upp á mat í veislusal félagsins. Við viljum að sjálfsögðu gera eins vel og við getum og sýna okkar bestu mögulegu gestrisni. Þannig er Framarinn og okkar samfélag upp í Úlfarsárdal,“ segir Þorgrímur. Framarar urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar á síðustu leiktíð og stemningin er því mikil í Úlfarsárdalnum eins og sjá mátti á þriðjudaginn. „Þátttaka Fram í Evrópukeppninni kryddar tímabilið vissulega. Frábært mæting heimafólks á fyrsta leikinn. Þá hefur handboltadúkurinn aldrei farið niður í Lambhagahöllinni og því gaman að sjá EHF vottaða framkvæmd í fyrsta skipti. Skriffinnskan og umstangið varðandi skipulag og annað tengt keppninni hefur verið gríðarlegt en með samstilltum hópi okkar besta fólks innan félagsins hefur þetta gengið vel. Margir sem taka þátt sem gerir verkefnið fyrir deildina og félagið ennþá skemmtilegra,“ segir Þorgrímur. Eins og fyrr segir fylgir því hins vegar margra milljóna kostnaður að taka þátt í Evrópudeildinni, öfugt við til dæmis í fótbolta þar sem miklar tekjur fylgja þátttöku. „Kostnaðurinn er mikill og fellur alfarið á strákanna sem eru að taka þátt í þessari keppni. Þannig hleypur hver heima- og útiviðureign á samanlagt 4-6 milljónum. Strákarnir hafa verið duglegir í fjáröflunum ásamt því að þeir vonast að sem flestir mæti á heimaleikina upp á aðgangseyri og sjoppusölu sem fer allur inn í Evrópusjóð strákanna. FC Porto var vissulega stór biti en ég er viss um að strákarnir séu spenntir fyrir næsta heimaleik í Evrópukeppinni,“ segir Þorgrímur en lið Elverum frá Noregi, með Selfyssinginn Tryggva Þórisson innanborðs, er væntanlegt í Úlfarsárdalinn. Leikurinn er klukkan 18:45 næsta þriðjudag og er miðasala í gegnum Stubb. Fram Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Sjá meira
„Skipulag og framkvæmd gekk mjög vel. Ótrúlegur fjöldi sjálfboðaliða ásamt starfsfólki Fram sem voru tilbúin til að leggja hönd á plóg til að gera útkomuna sem besta,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram. Framarar takast nú á við það risaverkefni sem Valsmenn og FH-ingar hafa gert á síðustu árum, með þátttöku í næstbestu Evrópukeppni félagsliða, en því fylgir mikil vinna og fjárútlát. Þorgrímur segir kostnaðinn þó lenda á leikmönnum sem geri sitt besta í fjáröflunum og vonist svo eftir sem flestum á heimaleiki liðsins, gegn Porto, Elverum frá Noregi og Kriens-Luzern frá Sviss. Framarar sýndu kannski fullmikla gestrisni innan vallar á þriðjudagskvöld, í 38-26 tapi, en einnig mikla gestrisni utan vallar og voru leikmenn Porto, þar á meðal Þorsteinn Leó Gunnarsson, afar ánægðir eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Portúgalarnir komu og æfðu hjá okkur á leikdag. Þeim fannst aðstaðan til fyrirmyndar. Eftir leik buðum við svo FC Porto og fylgdarliði upp á mat í veislusal félagsins. Við viljum að sjálfsögðu gera eins vel og við getum og sýna okkar bestu mögulegu gestrisni. Þannig er Framarinn og okkar samfélag upp í Úlfarsárdal,“ segir Þorgrímur. Framarar urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar á síðustu leiktíð og stemningin er því mikil í Úlfarsárdalnum eins og sjá mátti á þriðjudaginn. „Þátttaka Fram í Evrópukeppninni kryddar tímabilið vissulega. Frábært mæting heimafólks á fyrsta leikinn. Þá hefur handboltadúkurinn aldrei farið niður í Lambhagahöllinni og því gaman að sjá EHF vottaða framkvæmd í fyrsta skipti. Skriffinnskan og umstangið varðandi skipulag og annað tengt keppninni hefur verið gríðarlegt en með samstilltum hópi okkar besta fólks innan félagsins hefur þetta gengið vel. Margir sem taka þátt sem gerir verkefnið fyrir deildina og félagið ennþá skemmtilegra,“ segir Þorgrímur. Eins og fyrr segir fylgir því hins vegar margra milljóna kostnaður að taka þátt í Evrópudeildinni, öfugt við til dæmis í fótbolta þar sem miklar tekjur fylgja þátttöku. „Kostnaðurinn er mikill og fellur alfarið á strákanna sem eru að taka þátt í þessari keppni. Þannig hleypur hver heima- og útiviðureign á samanlagt 4-6 milljónum. Strákarnir hafa verið duglegir í fjáröflunum ásamt því að þeir vonast að sem flestir mæti á heimaleikina upp á aðgangseyri og sjoppusölu sem fer allur inn í Evrópusjóð strákanna. FC Porto var vissulega stór biti en ég er viss um að strákarnir séu spenntir fyrir næsta heimaleik í Evrópukeppinni,“ segir Þorgrímur en lið Elverum frá Noregi, með Selfyssinginn Tryggva Þórisson innanborðs, er væntanlegt í Úlfarsárdalinn. Leikurinn er klukkan 18:45 næsta þriðjudag og er miðasala í gegnum Stubb.
Fram Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Sjá meira