„Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 23:25 Stuðningsmenn Maccabi Tel Aviv mættu til Grikklands í september. EPA/ACHILLEAS CHIRAS Leikur Aston Villa og ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni í fótbolta gæti farið fram án aðkomu stuðningsmanna gestaliðsins. Lögreglan í Birmingham hefur flokkað leikinn sem áhættuleik og ráðgjafarnefnd á vegum sveitarfélagsins hefur beðið Aston Villa um að banna stuðningsmönnum gestaliðsins aðgang að leiknum. „Félagið er í stöðugu sambandi við Maccabi Tel Aviv og yfirvöld á staðnum í gegnum þetta ferli. Öryggi stuðningsmanna sem ætla að mæta á leikinn er í forgangi“, skrifar Aston Villa á heimasíðu sína. Aston Villa can confirm the club has been informed that no away fans may attend the UEFA Europa League match with Maccabi Tel Aviv.— Aston Villa (@AVFCOfficial) October 16, 2025 Gideon Sa'ar, utanríkisráðherra Ísraels, er meðal þeirra sem bregðast við ákvörðuninni. „Þetta er skammarleg ákvörðun. Ég skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“, skrifar Sa'ar á X. Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands telur einnig að stuðningsmenn Maccabi eigi að fá aðgang að leikvanginum. „Þetta er röng ákvörðun. Við munum ekki líða gyðingahatur á götum okkar. Hlutverk lögreglunnar er að tryggja að allir fótboltaáhugamenn geti notið leiksins án þess að óttast ofbeldi eða hótanir“, skrifar Starmer á X. Kemi Badenoch, leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi, telur hættulegt að banna stuðningsmönnum gestaliðsins aðgang að leiknum. – Það myndi senda hræðileg skilaboð, segir hún. Leikurinn fer fram 6. nóvember. Shameful decision! I call on the UK authorities to reverse this coward decision! https://t.co/K5h32VpYa6— Gideon Sa'ar | גדעון סער (@gidonsaar) October 16, 2025 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira
Lögreglan í Birmingham hefur flokkað leikinn sem áhættuleik og ráðgjafarnefnd á vegum sveitarfélagsins hefur beðið Aston Villa um að banna stuðningsmönnum gestaliðsins aðgang að leiknum. „Félagið er í stöðugu sambandi við Maccabi Tel Aviv og yfirvöld á staðnum í gegnum þetta ferli. Öryggi stuðningsmanna sem ætla að mæta á leikinn er í forgangi“, skrifar Aston Villa á heimasíðu sína. Aston Villa can confirm the club has been informed that no away fans may attend the UEFA Europa League match with Maccabi Tel Aviv.— Aston Villa (@AVFCOfficial) October 16, 2025 Gideon Sa'ar, utanríkisráðherra Ísraels, er meðal þeirra sem bregðast við ákvörðuninni. „Þetta er skammarleg ákvörðun. Ég skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“, skrifar Sa'ar á X. Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands telur einnig að stuðningsmenn Maccabi eigi að fá aðgang að leikvanginum. „Þetta er röng ákvörðun. Við munum ekki líða gyðingahatur á götum okkar. Hlutverk lögreglunnar er að tryggja að allir fótboltaáhugamenn geti notið leiksins án þess að óttast ofbeldi eða hótanir“, skrifar Starmer á X. Kemi Badenoch, leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi, telur hættulegt að banna stuðningsmönnum gestaliðsins aðgang að leiknum. – Það myndi senda hræðileg skilaboð, segir hún. Leikurinn fer fram 6. nóvember. Shameful decision! I call on the UK authorities to reverse this coward decision! https://t.co/K5h32VpYa6— Gideon Sa'ar | גדעון סער (@gidonsaar) October 16, 2025
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Berst við krabbamein Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira