Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2025 09:02 Oft er sagt að einfaldasta leiðin í stjórnmálum sé að deila og drottna. Það virðist bera árangur þegar kemur að málefnum leikskólanna þar sem foreldrum annars vegar og leikskólastarfsfólki hins vegar er talin trú um að hagsmunir þeirra séu ósamrýmanlegir. Eina leiðin til að takast á við áskoranir leikskólastigsins sé að velta byrðunum á foreldra með því að auka kostnað þeirra og/eða fækka þeim stundum sem börnin þeirra eru í leikskólanum. ASÍ og BSRB og stéttarfélög þar innan, að Eflingu undanskilinni, hafa risið upp og mótmælt þeim breytingum sem Reykjavíkurborg boðar í leikskólamálum, og hafa átt sér stað innan fleiri sveitarfélaga. Vistunartími á leikskólum þurfi að vera í einhverjum tengslum við vinnutíma foreldra og gjaldskrárhækkanir séu óásættanlegar. Gagnrýni stéttarfélaganna hefur alltaf einkennst af virðingu gagnvart starfsfólki leikskóla og ákalli um að kjör þeirra séu með besta móti. Við mótmælum hins vegar þeirri nálgun að annað hvort þurfi foreldrar eða starfsfólk leikskóla að bera meiri byrðar en þau ráða við með góðu móti. Margþætt hlutverk leikskóla Breytingarnar sem eru að verða á starfsemi leikskóla eru umfangsmiklar. Þær hafa aldrei komið til umfjöllunar í lýðræðislegum kosningum, þótt þær séu hápólitískar og geti haft mikil áhrif á bæði vinnumarkað og samfélag. Leikskólarnir gegna margþættu hlutverki í samfélaginu og eru grunnstofnun þegar kemur að menntun, uppeldi, barnavernd, jafnréttismálum, atvinnuþátttöku og jöfnuði, svo að fátt eitt sé nefnt. Sveitarfélögunum hefur reynst erfitt að standa undir rekstri leikskólanna af ýmsum ástæðum. Nefna má nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, skort á leikskólakennurum, vanfjármögnun leikskólanna, skort á innviðauppbyggingu og viðhaldi (mygla!), eitt leyfisbréf kennara, lengingu leikskólakennaranáms, styttingu vinnuvikunnar og aðrar kjarabætur. Þetta eru flókin viðfangsefni og stjórnendur sveitarfélaga og leikskóla eiga ekki að þurfa að glíma við þau ein. Loforðið sem kerfið gaf sjálfu sér Í samráðsferli Reykjavíkurborgar hafa foreldraráð verið kölluð til funda, sem eru ekki opnir öllum foreldrum. Markmið fundanna virðist meira snúast um að stjórnendur borgarinnar hamri á sínum sjónarmiðum en að hlusta á foreldra, sem jafnvel ganga út með þá tilfinningu að fallist þeir ekki á tillögur borgarinnar séu þeir að fara gegn starfsfólkinu sem annast börnin þeirra í leikskólum. Samhliða á sér stað samfélagsleg umræða sem einkennist af rangfærslum og upphrópunum, þar sem er gefið er í skyn að foreldar séu ekki nógu góðir og beri ekki hag barna sinna fyrir brjósti. Börnum þeirra sé nánast hætta búin á leikskólum, a.m.k. eftir kl. 15 á daginn eða eftir 14 á föstudögum! Í grunninn ganga breytingarnar út á að mæta þörfum kerfisins og þá ekki síst því loforði sem það gaf sjálfu sér (ekki þjónustuþegum) um að stytting vinnuvikunnar mætti ekki kosta neitt. Hér er þó kostnaðinum velt annað, nánar tiltekið á foreldra og stýritækin sem eru notuð gegn þeim eru þaulreynd: peningar og sektarkennd. Markmiðið er að fækka vistunartímum barna á leikskólum, í stað þess að bæta starfsaðstæður með öðrum hætti í þeim leikskólum þar sem þess er þörf. Þessi þróun er ekki bundin við Ísland. Nýverið hitti ég norræna kollega sem lýstu tilhneigingu ráðandi afla til að mála niðurskurðarstefnu upp sem barnvæna stefnumótun, því að það sé best fyrir börn að vera heima (hjá mæðrum sínum) og alls ekki of lengi annars staðar en heima, a.m.k. ekki ef það kostar. Þetta er pólitík samtímans og við erum í varnarbaráttu. Velferð barna og foreldra er samhangandi Börn verða alltaf hluti af samfélaginu sem þau búa í og þeim sem þykir vænt um velferð barna ætti að þykja líka vænt um velferð foreldra og þeirra sem annast börn. Þetta verður ekki aðskilið. Börn eiga rétt á bestu mögulegu umönnun og jafnvægið á milli skóla/leikskóla, heimilis og annarra úrræða er eilíft viðfangsefni. En það er ekki hægt að brjóta foreldra niður til að byggja upp leikskóla. Ef vinnandi foreldrar segja að aukin gjaldtaka og/eða styttri vistunartími sé þeim um megn á að hlusta á þá. Að stytta leikskóladag barna þýðir ekki sjálfkrafa að þau verði í öruggri umsjón foreldra sinna. Það muna eldri kynslóðir vel frá þeim tíma sem leikskólavist var munaðarvara og börnum þvælt á milli úrræða meðan mæður þeirra voru í vinnu. Það þarf ekki að varpa hagsmunum vinnandi foreldra fyrir róða til að vinnandi starfsfólk leikskóla geti komist í gegnum daginn. Þessir hagsmunir eru ekki andstæðir. Og við eigum ekki að leyfa stjórnmálaöflum og stjórnendum að mála þá upp sem slíka. Við í VR erum sannarlega tilbúin til samtals um lausnir og eigum okkur þann draum að umræðuna megi hefja upp úr þeim farvegi átaka sem hún hefur verið sett í. Leikskólarnir eru eitt það dýrmætasta sem samfélagið á og það verður að vanda til verka þegar gerðar eru breytingar á grunni þeirra. Ábyrgð borgarfulltrúa og sveitarstjórnarfólks er mikil og vonandi rísa þau undir henni. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Leikskólar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Oft er sagt að einfaldasta leiðin í stjórnmálum sé að deila og drottna. Það virðist bera árangur þegar kemur að málefnum leikskólanna þar sem foreldrum annars vegar og leikskólastarfsfólki hins vegar er talin trú um að hagsmunir þeirra séu ósamrýmanlegir. Eina leiðin til að takast á við áskoranir leikskólastigsins sé að velta byrðunum á foreldra með því að auka kostnað þeirra og/eða fækka þeim stundum sem börnin þeirra eru í leikskólanum. ASÍ og BSRB og stéttarfélög þar innan, að Eflingu undanskilinni, hafa risið upp og mótmælt þeim breytingum sem Reykjavíkurborg boðar í leikskólamálum, og hafa átt sér stað innan fleiri sveitarfélaga. Vistunartími á leikskólum þurfi að vera í einhverjum tengslum við vinnutíma foreldra og gjaldskrárhækkanir séu óásættanlegar. Gagnrýni stéttarfélaganna hefur alltaf einkennst af virðingu gagnvart starfsfólki leikskóla og ákalli um að kjör þeirra séu með besta móti. Við mótmælum hins vegar þeirri nálgun að annað hvort þurfi foreldrar eða starfsfólk leikskóla að bera meiri byrðar en þau ráða við með góðu móti. Margþætt hlutverk leikskóla Breytingarnar sem eru að verða á starfsemi leikskóla eru umfangsmiklar. Þær hafa aldrei komið til umfjöllunar í lýðræðislegum kosningum, þótt þær séu hápólitískar og geti haft mikil áhrif á bæði vinnumarkað og samfélag. Leikskólarnir gegna margþættu hlutverki í samfélaginu og eru grunnstofnun þegar kemur að menntun, uppeldi, barnavernd, jafnréttismálum, atvinnuþátttöku og jöfnuði, svo að fátt eitt sé nefnt. Sveitarfélögunum hefur reynst erfitt að standa undir rekstri leikskólanna af ýmsum ástæðum. Nefna má nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, skort á leikskólakennurum, vanfjármögnun leikskólanna, skort á innviðauppbyggingu og viðhaldi (mygla!), eitt leyfisbréf kennara, lengingu leikskólakennaranáms, styttingu vinnuvikunnar og aðrar kjarabætur. Þetta eru flókin viðfangsefni og stjórnendur sveitarfélaga og leikskóla eiga ekki að þurfa að glíma við þau ein. Loforðið sem kerfið gaf sjálfu sér Í samráðsferli Reykjavíkurborgar hafa foreldraráð verið kölluð til funda, sem eru ekki opnir öllum foreldrum. Markmið fundanna virðist meira snúast um að stjórnendur borgarinnar hamri á sínum sjónarmiðum en að hlusta á foreldra, sem jafnvel ganga út með þá tilfinningu að fallist þeir ekki á tillögur borgarinnar séu þeir að fara gegn starfsfólkinu sem annast börnin þeirra í leikskólum. Samhliða á sér stað samfélagsleg umræða sem einkennist af rangfærslum og upphrópunum, þar sem er gefið er í skyn að foreldar séu ekki nógu góðir og beri ekki hag barna sinna fyrir brjósti. Börnum þeirra sé nánast hætta búin á leikskólum, a.m.k. eftir kl. 15 á daginn eða eftir 14 á föstudögum! Í grunninn ganga breytingarnar út á að mæta þörfum kerfisins og þá ekki síst því loforði sem það gaf sjálfu sér (ekki þjónustuþegum) um að stytting vinnuvikunnar mætti ekki kosta neitt. Hér er þó kostnaðinum velt annað, nánar tiltekið á foreldra og stýritækin sem eru notuð gegn þeim eru þaulreynd: peningar og sektarkennd. Markmiðið er að fækka vistunartímum barna á leikskólum, í stað þess að bæta starfsaðstæður með öðrum hætti í þeim leikskólum þar sem þess er þörf. Þessi þróun er ekki bundin við Ísland. Nýverið hitti ég norræna kollega sem lýstu tilhneigingu ráðandi afla til að mála niðurskurðarstefnu upp sem barnvæna stefnumótun, því að það sé best fyrir börn að vera heima (hjá mæðrum sínum) og alls ekki of lengi annars staðar en heima, a.m.k. ekki ef það kostar. Þetta er pólitík samtímans og við erum í varnarbaráttu. Velferð barna og foreldra er samhangandi Börn verða alltaf hluti af samfélaginu sem þau búa í og þeim sem þykir vænt um velferð barna ætti að þykja líka vænt um velferð foreldra og þeirra sem annast börn. Þetta verður ekki aðskilið. Börn eiga rétt á bestu mögulegu umönnun og jafnvægið á milli skóla/leikskóla, heimilis og annarra úrræða er eilíft viðfangsefni. En það er ekki hægt að brjóta foreldra niður til að byggja upp leikskóla. Ef vinnandi foreldrar segja að aukin gjaldtaka og/eða styttri vistunartími sé þeim um megn á að hlusta á þá. Að stytta leikskóladag barna þýðir ekki sjálfkrafa að þau verði í öruggri umsjón foreldra sinna. Það muna eldri kynslóðir vel frá þeim tíma sem leikskólavist var munaðarvara og börnum þvælt á milli úrræða meðan mæður þeirra voru í vinnu. Það þarf ekki að varpa hagsmunum vinnandi foreldra fyrir róða til að vinnandi starfsfólk leikskóla geti komist í gegnum daginn. Þessir hagsmunir eru ekki andstæðir. Og við eigum ekki að leyfa stjórnmálaöflum og stjórnendum að mála þá upp sem slíka. Við í VR erum sannarlega tilbúin til samtals um lausnir og eigum okkur þann draum að umræðuna megi hefja upp úr þeim farvegi átaka sem hún hefur verið sett í. Leikskólarnir eru eitt það dýrmætasta sem samfélagið á og það verður að vanda til verka þegar gerðar eru breytingar á grunni þeirra. Ábyrgð borgarfulltrúa og sveitarstjórnarfólks er mikil og vonandi rísa þau undir henni. Höfundur er formaður VR.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun