Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Árni Sæberg skrifar 17. október 2025 12:06 Oddný gaf meðal annars út ljóðabókina Strengjaspil árroðans árið 2016. Myndin er tekin við það tilefni. Oddný Sv. Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri, ritstjóri, blaðamaður, rithöfundur og ljóðskáld lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 15. október síðastliðinn, áttatíu og fimm ára að aldri. Oddný fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1940, dóttir hjónanna Sverris Einarssonar og Ragnheiðar Björgvinsdóttur. Þau skildu. Ragnheiður giftist Richard Lee listamanni og bjuggu þau í Colchester á Englandi, þar sem Ragnheiður rak fornmunaverslun. Oddný ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Björgvini Þorsteinssyni kaupmanni og Oddnýju Jóhönnu Sveinsdóttur að Ási á Fáskrúðsfirði. Fyrri eiginmaður Oddnýjar er Kjartan O. Þorbergsson tannlæknir og eru börn þeirra Þorbergur, Þórdís, Björg, Ragna Vala og Auður Elva. Síðari eiginmaður Oddnýjar var Heimir Hannesson lögfræðingur. Þau skildu. Oddný átti sjö bræður. Sonur Ragnheiðar og Richard Henry Gaines var Björgvin Kristbjörn Björgvinsson. Synir Richards Lees og Ragnheiður eru Richard Þór, Roland Baldur, Robert Óskar og Raymond Ásgeir. Synir Sverris eru Einar og Jóhannes. Björgvin Kristbjörn, Richard Þór, Einar og Jóhannes eru fallnir frá. Oddný varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands og B.A.-próf í ensku og íslensku frá Háskóla Íslands. Að loknu námi starfaði Oddný um skeið við kennslu. Síðar varð hún fyrsti framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Ferðaðist hún vítt og breitt um landið og var frumkvöðull í að kynna fyrir almenningi og ferðamönnum fjölbreytta kosti í gistingu til sveita. Þá hóf hún störf við blaðamennsku og var um tíma blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún sérhæfði sig í að skrifa um ferðamál. Hún var einnig fyrsti ritstjóri tímaritsins Listin að lifa, sem gefið var út af Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landsamtökum eldri borgara. Fjallaði hún þar um málefni eldri borgara víðs vegar um land, reynslu þeirra og áhugamál. Oddný hafði ástríðu fyrir því að ferðast um heiminn og mikinn áhuga á fjölbreyttum trúabrögðum, heimspeki og menningu. Hún miðlaði reynslu sinni af þessum heimsreisum í útvarpsþáttum, blaðagreinum og bókum, þar á meðal ‚Safaríparadísin Kenýa: Íslendingar á veiðislóð Savannagresju Austur-Afríku‘ sem út kom árið 1997. Eftir Oddnýju liggur einnig fjöldi ljóðabóka auk leikrita og smásagna og var hún félagi í Rithöfundasambandi Íslands. Eitt af yrkisefnum hennar voru æskuslóðirnar á Fáskrúðsfirði. Oddný við skiltið á Fáskrúðsfirði. Í miðju bæjarins stendur nú skilti með einu af þekktustu ljóðum Oddnýjar, um bæjarfjallið Digratind, sem lýkur á orðunum: „Stígur fram höfðingi sveitar / skyggnir sviðið / með huliðsmætti / svo rumska reginöfl / Fjarðarvætturinn tignarhár / fangar storminn / faðmar fjörðinn / hlífiskjöldurinn sterki, stóri.“ Útför Oddnýjar verður þann 7. nóvember nk. frá Háteigskirkju. Andlát Menning Fjölmiðlar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Oddný fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1940, dóttir hjónanna Sverris Einarssonar og Ragnheiðar Björgvinsdóttur. Þau skildu. Ragnheiður giftist Richard Lee listamanni og bjuggu þau í Colchester á Englandi, þar sem Ragnheiður rak fornmunaverslun. Oddný ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Björgvini Þorsteinssyni kaupmanni og Oddnýju Jóhönnu Sveinsdóttur að Ási á Fáskrúðsfirði. Fyrri eiginmaður Oddnýjar er Kjartan O. Þorbergsson tannlæknir og eru börn þeirra Þorbergur, Þórdís, Björg, Ragna Vala og Auður Elva. Síðari eiginmaður Oddnýjar var Heimir Hannesson lögfræðingur. Þau skildu. Oddný átti sjö bræður. Sonur Ragnheiðar og Richard Henry Gaines var Björgvin Kristbjörn Björgvinsson. Synir Richards Lees og Ragnheiður eru Richard Þór, Roland Baldur, Robert Óskar og Raymond Ásgeir. Synir Sverris eru Einar og Jóhannes. Björgvin Kristbjörn, Richard Þór, Einar og Jóhannes eru fallnir frá. Oddný varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands og B.A.-próf í ensku og íslensku frá Háskóla Íslands. Að loknu námi starfaði Oddný um skeið við kennslu. Síðar varð hún fyrsti framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Ferðaðist hún vítt og breitt um landið og var frumkvöðull í að kynna fyrir almenningi og ferðamönnum fjölbreytta kosti í gistingu til sveita. Þá hóf hún störf við blaðamennsku og var um tíma blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún sérhæfði sig í að skrifa um ferðamál. Hún var einnig fyrsti ritstjóri tímaritsins Listin að lifa, sem gefið var út af Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landsamtökum eldri borgara. Fjallaði hún þar um málefni eldri borgara víðs vegar um land, reynslu þeirra og áhugamál. Oddný hafði ástríðu fyrir því að ferðast um heiminn og mikinn áhuga á fjölbreyttum trúabrögðum, heimspeki og menningu. Hún miðlaði reynslu sinni af þessum heimsreisum í útvarpsþáttum, blaðagreinum og bókum, þar á meðal ‚Safaríparadísin Kenýa: Íslendingar á veiðislóð Savannagresju Austur-Afríku‘ sem út kom árið 1997. Eftir Oddnýju liggur einnig fjöldi ljóðabóka auk leikrita og smásagna og var hún félagi í Rithöfundasambandi Íslands. Eitt af yrkisefnum hennar voru æskuslóðirnar á Fáskrúðsfirði. Oddný við skiltið á Fáskrúðsfirði. Í miðju bæjarins stendur nú skilti með einu af þekktustu ljóðum Oddnýjar, um bæjarfjallið Digratind, sem lýkur á orðunum: „Stígur fram höfðingi sveitar / skyggnir sviðið / með huliðsmætti / svo rumska reginöfl / Fjarðarvætturinn tignarhár / fangar storminn / faðmar fjörðinn / hlífiskjöldurinn sterki, stóri.“ Útför Oddnýjar verður þann 7. nóvember nk. frá Háteigskirkju.
Andlát Menning Fjölmiðlar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira