Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Árni Sæberg skrifar 17. október 2025 12:06 Oddný gaf meðal annars út ljóðabókina Strengjaspil árroðans árið 2016. Myndin er tekin við það tilefni. Oddný Sv. Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri, ritstjóri, blaðamaður, rithöfundur og ljóðskáld lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 15. október síðastliðinn, áttatíu og fimm ára að aldri. Oddný fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1940, dóttir hjónanna Sverris Einarssonar og Ragnheiðar Björgvinsdóttur. Þau skildu. Ragnheiður giftist Richard Lee listamanni og bjuggu þau í Colchester á Englandi, þar sem Ragnheiður rak fornmunaverslun. Oddný ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Björgvini Þorsteinssyni kaupmanni og Oddnýju Jóhönnu Sveinsdóttur að Ási á Fáskrúðsfirði. Fyrri eiginmaður Oddnýjar er Kjartan O. Þorbergsson tannlæknir og eru börn þeirra Þorbergur, Þórdís, Björg, Ragna Vala og Auður Elva. Síðari eiginmaður Oddnýjar var Heimir Hannesson lögfræðingur. Þau skildu. Oddný átti sjö bræður. Sonur Ragnheiðar og Richard Henry Gaines var Björgvin Kristbjörn Björgvinsson. Synir Richards Lees og Ragnheiður eru Richard Þór, Roland Baldur, Robert Óskar og Raymond Ásgeir. Synir Sverris eru Einar og Jóhannes. Björgvin Kristbjörn, Richard Þór, Einar og Jóhannes eru fallnir frá. Oddný varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands og B.A.-próf í ensku og íslensku frá Háskóla Íslands. Að loknu námi starfaði Oddný um skeið við kennslu. Síðar varð hún fyrsti framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Ferðaðist hún vítt og breitt um landið og var frumkvöðull í að kynna fyrir almenningi og ferðamönnum fjölbreytta kosti í gistingu til sveita. Þá hóf hún störf við blaðamennsku og var um tíma blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún sérhæfði sig í að skrifa um ferðamál. Hún var einnig fyrsti ritstjóri tímaritsins Listin að lifa, sem gefið var út af Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landsamtökum eldri borgara. Fjallaði hún þar um málefni eldri borgara víðs vegar um land, reynslu þeirra og áhugamál. Oddný hafði ástríðu fyrir því að ferðast um heiminn og mikinn áhuga á fjölbreyttum trúabrögðum, heimspeki og menningu. Hún miðlaði reynslu sinni af þessum heimsreisum í útvarpsþáttum, blaðagreinum og bókum, þar á meðal ‚Safaríparadísin Kenýa: Íslendingar á veiðislóð Savannagresju Austur-Afríku‘ sem út kom árið 1997. Eftir Oddnýju liggur einnig fjöldi ljóðabóka auk leikrita og smásagna og var hún félagi í Rithöfundasambandi Íslands. Eitt af yrkisefnum hennar voru æskuslóðirnar á Fáskrúðsfirði. Oddný við skiltið á Fáskrúðsfirði. Í miðju bæjarins stendur nú skilti með einu af þekktustu ljóðum Oddnýjar, um bæjarfjallið Digratind, sem lýkur á orðunum: „Stígur fram höfðingi sveitar / skyggnir sviðið / með huliðsmætti / svo rumska reginöfl / Fjarðarvætturinn tignarhár / fangar storminn / faðmar fjörðinn / hlífiskjöldurinn sterki, stóri.“ Útför Oddnýjar verður þann 7. nóvember nk. frá Háteigskirkju. Andlát Menning Fjölmiðlar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Oddný fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1940, dóttir hjónanna Sverris Einarssonar og Ragnheiðar Björgvinsdóttur. Þau skildu. Ragnheiður giftist Richard Lee listamanni og bjuggu þau í Colchester á Englandi, þar sem Ragnheiður rak fornmunaverslun. Oddný ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Björgvini Þorsteinssyni kaupmanni og Oddnýju Jóhönnu Sveinsdóttur að Ási á Fáskrúðsfirði. Fyrri eiginmaður Oddnýjar er Kjartan O. Þorbergsson tannlæknir og eru börn þeirra Þorbergur, Þórdís, Björg, Ragna Vala og Auður Elva. Síðari eiginmaður Oddnýjar var Heimir Hannesson lögfræðingur. Þau skildu. Oddný átti sjö bræður. Sonur Ragnheiðar og Richard Henry Gaines var Björgvin Kristbjörn Björgvinsson. Synir Richards Lees og Ragnheiður eru Richard Þór, Roland Baldur, Robert Óskar og Raymond Ásgeir. Synir Sverris eru Einar og Jóhannes. Björgvin Kristbjörn, Richard Þór, Einar og Jóhannes eru fallnir frá. Oddný varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands og B.A.-próf í ensku og íslensku frá Háskóla Íslands. Að loknu námi starfaði Oddný um skeið við kennslu. Síðar varð hún fyrsti framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Ferðaðist hún vítt og breitt um landið og var frumkvöðull í að kynna fyrir almenningi og ferðamönnum fjölbreytta kosti í gistingu til sveita. Þá hóf hún störf við blaðamennsku og var um tíma blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún sérhæfði sig í að skrifa um ferðamál. Hún var einnig fyrsti ritstjóri tímaritsins Listin að lifa, sem gefið var út af Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landsamtökum eldri borgara. Fjallaði hún þar um málefni eldri borgara víðs vegar um land, reynslu þeirra og áhugamál. Oddný hafði ástríðu fyrir því að ferðast um heiminn og mikinn áhuga á fjölbreyttum trúabrögðum, heimspeki og menningu. Hún miðlaði reynslu sinni af þessum heimsreisum í útvarpsþáttum, blaðagreinum og bókum, þar á meðal ‚Safaríparadísin Kenýa: Íslendingar á veiðislóð Savannagresju Austur-Afríku‘ sem út kom árið 1997. Eftir Oddnýju liggur einnig fjöldi ljóðabóka auk leikrita og smásagna og var hún félagi í Rithöfundasambandi Íslands. Eitt af yrkisefnum hennar voru æskuslóðirnar á Fáskrúðsfirði. Oddný við skiltið á Fáskrúðsfirði. Í miðju bæjarins stendur nú skilti með einu af þekktustu ljóðum Oddnýjar, um bæjarfjallið Digratind, sem lýkur á orðunum: „Stígur fram höfðingi sveitar / skyggnir sviðið / með huliðsmætti / svo rumska reginöfl / Fjarðarvætturinn tignarhár / fangar storminn / faðmar fjörðinn / hlífiskjöldurinn sterki, stóri.“ Útför Oddnýjar verður þann 7. nóvember nk. frá Háteigskirkju.
Andlát Menning Fjölmiðlar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira