Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 17. október 2025 12:59 Herdís Dröfn Fjeldsted er forstjóri Sýnar. Vísir/Anton Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. „Við sendum frá okkur afkomuviðvörun í gær þar sem kemur fram að áætluð rekstarafkoma í lok árs verður önnur en gert var ráð fyrir. Helsta skýringin á þessu er að það er ákveðin hliðrun á tekjum, það er sem sagt seinkum á tekjum af heildrænum viðskiptum vegna inngöngutilboða meðal annars. Svo er áskriftasalan undir væntingum og auglýsingasalan líka,“ segir Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar. Í afkomuviðvörunni segir að áætlaður rekstrarhagnaður hafi verið á bilinu 800 til 1000 milljónir en áætlaður hagnaður er nú um 280 milljónir króna. Vegna þessa hefur nokkrum starfsmönnum verið sagt upp en ekki var um hópuppsögn að ræða. „Við gerum nokkrar breytingar á stjórnskipulagi í dag. Það eru nokkrir starfsmenn sem verða fyrir þessum breytingum í dag. Það sem við gerum líka er að við endurráðum ekki í nokkrar stöður,“ segir hún. „Við erum að hagræða.“ Tekjumódel fyrirtækisins verður endurskoðað en Herdís og starfsmenn Sýnar haldi ótrauðir áfram að vinna í sínum verkefnum. Slæm samkeppnisstaða Herdís segir að nýleg ákvörðun Fjarskiptastofu hafi haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Sýn hefur staðið í ströngu þar sem þau vildu ekki dreifa Enska boltanum á inn á lokað kerfi Símans. Árið 2019 reyndi Síminn að gera hið sama við Sýn en ekki voru forsendur fyrir því. „Hún í raun kemur í veg fyrir að við getum aðgreint okkur á markaði. Þetta er mjög sérstök niðurstaða ef maður horfir til þess af því það sem við erum að fara fram á er að fólk geti raunverulega horft á allt sjónvarpsefni sem við framleiðum, kaupum og dreifum í gegnum app,“ segir hún. Yfir 99 prósent Íslendinga hafi aðgang að Interneti sem sanni að búið sé að svara flutningsréttinum. Þá nefndi hún einnig fjölmiðlafrumvarpið sem var samþykkt á Alþingi í gær. Vegna þess fær Sýn lægri styrk frá ríkinu fyrir fjölmiðlun. „Svo vil ég líka nefna aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum fjölmiðlum á Íslandi. Það hefur mikið verið talað um þetta en lítið gert. Það kom nýlega fram skýrsla frá Viðskiptaráði hvað þetta varðar. Það er annars vegar staða RÚV á markaði sem nýtur bæði opinberra framlaga og auglýsingatekna og er þar með með um níu milljarða í veltu í samkeppni við okkur. Á meðan þurfum við að treysta á auglýsingatekjur. Þetta er ofboðslega skökk staða og hefur verið til margra ára en ekkert hefur verið gert.“ Að lokum nefnir hún mikla samkeppni frá erlendum miðlum líkt og streymisveitum og samskiptamiðlum sem hafi haft áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Þetta hefur áhrif á samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla.“ Sýn Fjölmiðlar Vinnumarkaður Fjarskipti Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
„Við sendum frá okkur afkomuviðvörun í gær þar sem kemur fram að áætluð rekstarafkoma í lok árs verður önnur en gert var ráð fyrir. Helsta skýringin á þessu er að það er ákveðin hliðrun á tekjum, það er sem sagt seinkum á tekjum af heildrænum viðskiptum vegna inngöngutilboða meðal annars. Svo er áskriftasalan undir væntingum og auglýsingasalan líka,“ segir Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar. Í afkomuviðvörunni segir að áætlaður rekstrarhagnaður hafi verið á bilinu 800 til 1000 milljónir en áætlaður hagnaður er nú um 280 milljónir króna. Vegna þessa hefur nokkrum starfsmönnum verið sagt upp en ekki var um hópuppsögn að ræða. „Við gerum nokkrar breytingar á stjórnskipulagi í dag. Það eru nokkrir starfsmenn sem verða fyrir þessum breytingum í dag. Það sem við gerum líka er að við endurráðum ekki í nokkrar stöður,“ segir hún. „Við erum að hagræða.“ Tekjumódel fyrirtækisins verður endurskoðað en Herdís og starfsmenn Sýnar haldi ótrauðir áfram að vinna í sínum verkefnum. Slæm samkeppnisstaða Herdís segir að nýleg ákvörðun Fjarskiptastofu hafi haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Sýn hefur staðið í ströngu þar sem þau vildu ekki dreifa Enska boltanum á inn á lokað kerfi Símans. Árið 2019 reyndi Síminn að gera hið sama við Sýn en ekki voru forsendur fyrir því. „Hún í raun kemur í veg fyrir að við getum aðgreint okkur á markaði. Þetta er mjög sérstök niðurstaða ef maður horfir til þess af því það sem við erum að fara fram á er að fólk geti raunverulega horft á allt sjónvarpsefni sem við framleiðum, kaupum og dreifum í gegnum app,“ segir hún. Yfir 99 prósent Íslendinga hafi aðgang að Interneti sem sanni að búið sé að svara flutningsréttinum. Þá nefndi hún einnig fjölmiðlafrumvarpið sem var samþykkt á Alþingi í gær. Vegna þess fær Sýn lægri styrk frá ríkinu fyrir fjölmiðlun. „Svo vil ég líka nefna aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum fjölmiðlum á Íslandi. Það hefur mikið verið talað um þetta en lítið gert. Það kom nýlega fram skýrsla frá Viðskiptaráði hvað þetta varðar. Það er annars vegar staða RÚV á markaði sem nýtur bæði opinberra framlaga og auglýsingatekna og er þar með með um níu milljarða í veltu í samkeppni við okkur. Á meðan þurfum við að treysta á auglýsingatekjur. Þetta er ofboðslega skökk staða og hefur verið til margra ára en ekkert hefur verið gert.“ Að lokum nefnir hún mikla samkeppni frá erlendum miðlum líkt og streymisveitum og samskiptamiðlum sem hafi haft áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Þetta hefur áhrif á samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla.“
Sýn Fjölmiðlar Vinnumarkaður Fjarskipti Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira