Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar 17. október 2025 14:31 Það gleymist stundum í umræðu um vinnumarkaðinn að ráðningarsamband er í grunninn samningur milli tveggja aðila. Starfsmaður selur tíma sinn, þekkingu og vinnuafl, en atvinnurekandi kaupir þann tíma og skuldbindur sig til að greiða fyrir hann i samræmi við kjarasamninga og lög. Þetta samband er hornsteinn vinnumarkaðarins. Ólíkt flestum öðrum viðskiptasamningum eru hagsmunir aðila í ráðningarsambandi ekki jafnir, heldur ríkir jafnan í því verulegt valdaójafnvægi. Atvinnurekandinn getur dreift áhættu sinni en launamaðurinn á afkomu sína og öryggi undir. Þetta endurspeglast í grundvallarsýn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem kemur fram í Fíladelfíuyfirlýsingunni; „labour is not a commodity“ eða launafólk er ekki verslunarvara. Þrátt fyrir að flestum þyki eðlilegt og sjálfsagt að fá greitt fyrir vinnu sína og átti sig á mikilvægi þess eru launaþjófnaður, það að greiða ekki fyrir unnin störf, greiða undir taxta eða halda eftir launum, mun algengari en margir vilja viðurkenna. Í raun er um að ræða brot sem myndi í öðrum viðskiptum teljast ólíðandi. Hvers vegna er þetta svo alvarlegt? Stór hluti launafólks lifir frá einum útborgunardegi til annars og treystir á hver einustu mánaðarlaun til að sjá sér og sínum farborða. Þegar fólk fær seint, rangt eða ekki greitt, hefur það oft alvarlegar afleiðingar. Vangreiðsla launa hefur yfirleitt áhrif langt út fyrir einn mánuð. Hún getur hrundið af stað keðjuverkun sem erfitt er að stöðva. Nefna má vanskil á húsaleigu eða húsnæðislánum, ógreidda reikninga sem hlaða á sig vöxtum og innheimtukostnaði, aukna skuldsetningu og áhyggjur sem safnast upp smám saman. Afleiðingarnar eru því ekki aðeins skammvinn óþægindi við einstök mánaðamót heldur geta þær grafið undan fjárhagslegu öryggi, heilsu og framtíðarmöguleikum fólks til langs tíma. Álagið sem fylgir því að vinna baki brotnu fyrir lítil laun sem jafnvel berast seint eða illa getur haft alvarlegar afleiðingar: kulnun, langtímafjarvistir af vinnumarkaði og jafnvel örorku. Það sýnir hversu alvarlegt brot það er þegar atvinnurekandi vanrækir að greiða fólki fyrir vinnu sem það hefur innt af hendi. Því er ekki um smávægilegt formsatriði að ræða heldur raunverulegt áfall í lífi fólks. Þögnin og ábyrgðarleysið Það sem gerir launaþjófnað enn alvarlegri er að samkvæmt reynslu verkalýðshreyfingarinnar virðast margir atvinnurekendur láta sem það sé aukaatriði að þeir brjóti gegn kjarasamningum og láta sér það í léttu rúmi liggja. Enn verra er að í mörgum tilvikum komast þeir upp með að greiða seint eða ekki. Það eru yfirleitt þung skref fyrir starfsfólk að sækja ógreidd laun sín, sumir þora því alls ekki og þegar ákveðið er að bregðast við er ferlið oft of langt fyrir venjulegt launafólk sem þarf úrlausn og greiðslur strax. Mikilvægi eftirlits en hvar eru afleiðingarnar? Eftirlit á vinnumarkaði er eðli máls samkvæmt gríðarlega mikilvægur þáttur í að koma auga á brot á þessum vettvangi samfélagsins. Vinnustaðaeftirlit Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna hefur frá árinu 2010 heimsótt vinnustaði, talað við starfsfólk og komið upp um ótal brot – allt frá vægum frávikum til alvarlegra kjarabrota, undirboða og misneytingar á vinnuafli. Mikill fjöldi launamanna hefur fengið leiðréttingu á kjörum sínum og réttindi sín staðfest með beinni aðkomu eftirlitsins. Án þess myndu undirboð, launaþjófnaður og jafnvel mansal fá svigrúm til að festa rætur. Þess vegna er eftirlit á vinnumarkaði afar mikilvægt og tilefni til þess að efla það enn frekar, gera það sýnilegra og virkara. En eftirlit eitt og sér nægir ekki. Því verður einnig að fylgja eftir með raunverulegum afleiðingum fyrir atvinnurekendur sem brjóta af sér, margir hverjir ítrekað. Þegar brot á kjarasamningum eru látin afskiptalaus eða leidd til lykta án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar, er hætta á að þau verði einfaldlega hluti af viðskiptamódelinu hjá óábyrgum fyrirtækjum. Þegar fyrirtæki geta með undirboðum sparað sér útgjöld á kostnað starfsmanna skapast einnig ósanngjörn samkeppni og markaðurinn fer í ójafnvægi. Fyrirtæki sem halda sig við lög og kjarasamninga sitja eftir, en þau sem svíkja skapa sér ákveðið forskot. Með því að tryggja bæði öflugt eftirlit og raunverulegar afleiðingar er hægt að stemma stigu við þeirri meinsemd sem annars brýtur niður réttindi launafólks, veikir traust á vinnumarkaði og grefur undan heilbrigðri samkeppni. Févíti sem úrræði Alþýðusamband Íslands hefur ítrekað bent á að févíti sem lagt er á atvinnurekendur sem brjóta kjarasamninga, sé nauðsynlegt úrræði til að stemma stigu við launaþjófnaði og undirboðum. Slíkar heimildir eru ekki settar fram sem makleg málagjöld fyrir óheiðarlega framkomu heldur sem leið til að tryggja að brot á vinnumarkaði borgi sig ekki. Oft er talað um að ekki sé brugðist við fyrr en áhrifin koma fram í veskinu en ASÍ telur að slík ráðstöfun hefði raunveruleg varnaðaráhrif gagnvart kjarasamningsbrotum og misneytingu launafólks. Ef atvinnurekendur vita að það hefur raunverulegar fjárhagslegar afleiðingar að svíkja launafólk er hægt að ætla að freistingin til að gera það minnki. Í þessu samhengi væri ekki úr vegi að líta til nágrannalanda okkar sem við viljum svo gjarnan bera okkur saman við. Í Danmörku er til að mynda kveðið á um viðurlög við kjarasamningsbrotum í lögum um danska vinnuréttardómstólinn. Laun eru ekki greiði við launafólk Það virðist í mörgum tilfellum þurfa að endurtaka þetta skýrt: Rétt laun eru ekki valfrjáls útgjöld atvinnurekanda. Þau eru ekki bónus, ekki gjöf eða greiði, heldur lögbundin og samningsbundin skuldbinding. Þegar fyrirtæki eða einstaklingar hagnast á ógreiddum eða röngum launum þá eru það ekkert annað en svik. Hvað þarf að gera? Ef tryggja á réttindi launafólks þarf: Öflugra og samræmdara eftirlit, bæði stéttarfélaga og opinberra aðila. Skýrari ábyrgð atvinnurekenda og afleiðingar við brotum, þar sem afleiðingar launaþjófnaðar verða raunverulega letjandi og tryggja að það borgi sig ekki að brjóta kjarasamninga. Aukna vitundarvakningu og skilning á meðal launafólks og atvinnurekenda að launagreiðslur eru ekki smámál, heldur ófrávíkjanleg grundvallarréttindi. Launaþjófnaður er ekki eðlilegur partur af fyrirtækjarekstri, „misskilningur“ manna á milli eða á einhvern hátt afsakanleg þar sem rekstrarumhverfi er erfitt. Launaþjófnaður er alvarlegt athæfi sem hefur áhrif á líf fólks og eðlilega samkeppni á vinnumarkaði. Það er kominn tími til að taka launaþjófnað jafnalvarlega og annarskonar brot, því í báðum tilvikum er fólk svipt því sem því réttilega tilheyrir og í mörgum tilfellum heilsunni einnig. Höfundur er starfsmaður lögfræði- og vinnumarkaðssviðs ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Sjá meira
Það gleymist stundum í umræðu um vinnumarkaðinn að ráðningarsamband er í grunninn samningur milli tveggja aðila. Starfsmaður selur tíma sinn, þekkingu og vinnuafl, en atvinnurekandi kaupir þann tíma og skuldbindur sig til að greiða fyrir hann i samræmi við kjarasamninga og lög. Þetta samband er hornsteinn vinnumarkaðarins. Ólíkt flestum öðrum viðskiptasamningum eru hagsmunir aðila í ráðningarsambandi ekki jafnir, heldur ríkir jafnan í því verulegt valdaójafnvægi. Atvinnurekandinn getur dreift áhættu sinni en launamaðurinn á afkomu sína og öryggi undir. Þetta endurspeglast í grundvallarsýn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar sem kemur fram í Fíladelfíuyfirlýsingunni; „labour is not a commodity“ eða launafólk er ekki verslunarvara. Þrátt fyrir að flestum þyki eðlilegt og sjálfsagt að fá greitt fyrir vinnu sína og átti sig á mikilvægi þess eru launaþjófnaður, það að greiða ekki fyrir unnin störf, greiða undir taxta eða halda eftir launum, mun algengari en margir vilja viðurkenna. Í raun er um að ræða brot sem myndi í öðrum viðskiptum teljast ólíðandi. Hvers vegna er þetta svo alvarlegt? Stór hluti launafólks lifir frá einum útborgunardegi til annars og treystir á hver einustu mánaðarlaun til að sjá sér og sínum farborða. Þegar fólk fær seint, rangt eða ekki greitt, hefur það oft alvarlegar afleiðingar. Vangreiðsla launa hefur yfirleitt áhrif langt út fyrir einn mánuð. Hún getur hrundið af stað keðjuverkun sem erfitt er að stöðva. Nefna má vanskil á húsaleigu eða húsnæðislánum, ógreidda reikninga sem hlaða á sig vöxtum og innheimtukostnaði, aukna skuldsetningu og áhyggjur sem safnast upp smám saman. Afleiðingarnar eru því ekki aðeins skammvinn óþægindi við einstök mánaðamót heldur geta þær grafið undan fjárhagslegu öryggi, heilsu og framtíðarmöguleikum fólks til langs tíma. Álagið sem fylgir því að vinna baki brotnu fyrir lítil laun sem jafnvel berast seint eða illa getur haft alvarlegar afleiðingar: kulnun, langtímafjarvistir af vinnumarkaði og jafnvel örorku. Það sýnir hversu alvarlegt brot það er þegar atvinnurekandi vanrækir að greiða fólki fyrir vinnu sem það hefur innt af hendi. Því er ekki um smávægilegt formsatriði að ræða heldur raunverulegt áfall í lífi fólks. Þögnin og ábyrgðarleysið Það sem gerir launaþjófnað enn alvarlegri er að samkvæmt reynslu verkalýðshreyfingarinnar virðast margir atvinnurekendur láta sem það sé aukaatriði að þeir brjóti gegn kjarasamningum og láta sér það í léttu rúmi liggja. Enn verra er að í mörgum tilvikum komast þeir upp með að greiða seint eða ekki. Það eru yfirleitt þung skref fyrir starfsfólk að sækja ógreidd laun sín, sumir þora því alls ekki og þegar ákveðið er að bregðast við er ferlið oft of langt fyrir venjulegt launafólk sem þarf úrlausn og greiðslur strax. Mikilvægi eftirlits en hvar eru afleiðingarnar? Eftirlit á vinnumarkaði er eðli máls samkvæmt gríðarlega mikilvægur þáttur í að koma auga á brot á þessum vettvangi samfélagsins. Vinnustaðaeftirlit Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna hefur frá árinu 2010 heimsótt vinnustaði, talað við starfsfólk og komið upp um ótal brot – allt frá vægum frávikum til alvarlegra kjarabrota, undirboða og misneytingar á vinnuafli. Mikill fjöldi launamanna hefur fengið leiðréttingu á kjörum sínum og réttindi sín staðfest með beinni aðkomu eftirlitsins. Án þess myndu undirboð, launaþjófnaður og jafnvel mansal fá svigrúm til að festa rætur. Þess vegna er eftirlit á vinnumarkaði afar mikilvægt og tilefni til þess að efla það enn frekar, gera það sýnilegra og virkara. En eftirlit eitt og sér nægir ekki. Því verður einnig að fylgja eftir með raunverulegum afleiðingum fyrir atvinnurekendur sem brjóta af sér, margir hverjir ítrekað. Þegar brot á kjarasamningum eru látin afskiptalaus eða leidd til lykta án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar, er hætta á að þau verði einfaldlega hluti af viðskiptamódelinu hjá óábyrgum fyrirtækjum. Þegar fyrirtæki geta með undirboðum sparað sér útgjöld á kostnað starfsmanna skapast einnig ósanngjörn samkeppni og markaðurinn fer í ójafnvægi. Fyrirtæki sem halda sig við lög og kjarasamninga sitja eftir, en þau sem svíkja skapa sér ákveðið forskot. Með því að tryggja bæði öflugt eftirlit og raunverulegar afleiðingar er hægt að stemma stigu við þeirri meinsemd sem annars brýtur niður réttindi launafólks, veikir traust á vinnumarkaði og grefur undan heilbrigðri samkeppni. Févíti sem úrræði Alþýðusamband Íslands hefur ítrekað bent á að févíti sem lagt er á atvinnurekendur sem brjóta kjarasamninga, sé nauðsynlegt úrræði til að stemma stigu við launaþjófnaði og undirboðum. Slíkar heimildir eru ekki settar fram sem makleg málagjöld fyrir óheiðarlega framkomu heldur sem leið til að tryggja að brot á vinnumarkaði borgi sig ekki. Oft er talað um að ekki sé brugðist við fyrr en áhrifin koma fram í veskinu en ASÍ telur að slík ráðstöfun hefði raunveruleg varnaðaráhrif gagnvart kjarasamningsbrotum og misneytingu launafólks. Ef atvinnurekendur vita að það hefur raunverulegar fjárhagslegar afleiðingar að svíkja launafólk er hægt að ætla að freistingin til að gera það minnki. Í þessu samhengi væri ekki úr vegi að líta til nágrannalanda okkar sem við viljum svo gjarnan bera okkur saman við. Í Danmörku er til að mynda kveðið á um viðurlög við kjarasamningsbrotum í lögum um danska vinnuréttardómstólinn. Laun eru ekki greiði við launafólk Það virðist í mörgum tilfellum þurfa að endurtaka þetta skýrt: Rétt laun eru ekki valfrjáls útgjöld atvinnurekanda. Þau eru ekki bónus, ekki gjöf eða greiði, heldur lögbundin og samningsbundin skuldbinding. Þegar fyrirtæki eða einstaklingar hagnast á ógreiddum eða röngum launum þá eru það ekkert annað en svik. Hvað þarf að gera? Ef tryggja á réttindi launafólks þarf: Öflugra og samræmdara eftirlit, bæði stéttarfélaga og opinberra aðila. Skýrari ábyrgð atvinnurekenda og afleiðingar við brotum, þar sem afleiðingar launaþjófnaðar verða raunverulega letjandi og tryggja að það borgi sig ekki að brjóta kjarasamninga. Aukna vitundarvakningu og skilning á meðal launafólks og atvinnurekenda að launagreiðslur eru ekki smámál, heldur ófrávíkjanleg grundvallarréttindi. Launaþjófnaður er ekki eðlilegur partur af fyrirtækjarekstri, „misskilningur“ manna á milli eða á einhvern hátt afsakanleg þar sem rekstrarumhverfi er erfitt. Launaþjófnaður er alvarlegt athæfi sem hefur áhrif á líf fólks og eðlilega samkeppni á vinnumarkaði. Það er kominn tími til að taka launaþjófnað jafnalvarlega og annarskonar brot, því í báðum tilvikum er fólk svipt því sem því réttilega tilheyrir og í mörgum tilfellum heilsunni einnig. Höfundur er starfsmaður lögfræði- og vinnumarkaðssviðs ASÍ.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar