Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir og Tryggvi Helgason skrifa 17. október 2025 15:00 Mikil sprenging hefur orðið í þekkingu okkar á offitu, orsökum og afleiðingum, á síðastliðnum árum sem hefur gjörbreytt viðhorfi margra heilbrigðisstarfmanna og minnkað fordóma í samfélaginu almennt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreindi offitu sem langvinnan sjúkdóm í opinberri skýrslu árið 1997 (Obesity : preventing and managing the global epidemic : report of a WHO Consultation on Obesity, Geneva, 3-5 June 1997). Langvinnir sjúkdómar eru sjúkdómar sem krefjast eftirlits og meðferðar í meira en eitt ár og/eða hafa neikvæð áhrif á virkni eða getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Lengi vel byggði skilgreining offitusjúkdómsins eingöngu á líkamsþyngdarstuðli > 30 kg/m2 en tók ekki tillit til fitudreifingar eða þess hvort þyngdin hafði áhrif á heilsu einstaklingsins. Líkamsþyngdarstuðull, sem reiknaður er út frá þyngd og hæð einstaklingsins, er góður mælikvarði að mörgu leyti, einfaldur og ódýr, en segir þó ekki nægilega mikið til um heilsu einn og sér. Þannig geta tveir einstaklingar með sama líkamsþyngdarstuðul verið mjög ólíkir með tilliti til erfða, fitudreifingar, samsetningar líkamans og þróun fylgisjúkdóma. Árið 2024 birtu Evrópsku samtökin um rannsóknir á offitu (European Association for the Study of Obesity) nýja skilgreiningu á offitu í tímaritinu Nature. Offita er í dag skilgreind sem langvinnur sjúkdómur sem veldur aukinni eða óheilbrigðri fitusöfnun og myndast vegna samspils margra þátta. Nefna má erfðir, umhverfi, hegðun og sálfélagslega þætti til dæmis. Eins og aðrir langvinnir sjúkdómar, getur offita versnað þrátt fyrir að viðeigandi meðferðarúrræðum hafi verið beitt og þau skilað góðum árangri. Í dag er lögð aukin áhersla á að taka hlutfall mittismáls og hæðar inn í greiningu á offitu þar sem aukin fitusöfnun kviðlægt felur í sér aukna áhættu á fylgisjúkdómum. Einnig er tekið tillit til fylgisjúkdóma og þess hvaða áhrif þyngdin hefur á líðan. Þannig getur einstaklingur í dag verið með offitu með líkamsþyngdarstuðul 25 kg/m2 ef aukin kviðlæg fitusöfnun er til staðar sem og greindir fylgisjúkdómar eins og kæfisvefn, sykursýki og fleira. Einnig er tekið tillit til andlegrar líðanar, einkenna frá stoðkerfi, virkni og félagslegra þátta. Markmiðið er ekki að greina fleiri með sjúkdóma heldur er þetta í samræmi við nýjustu vísindaþekkingu og mikilvægt að geta gripið inn í með stuðningi og heildrænni meðferð þegar aukin þyngd er farin að hafa neikvæð áhrif á heilsufar. Til viðbótar við greiningu á sjúkdómnum er einnig mikilvægt að meta alvarleika hans og ákveða meðferðarúrræði út frá því. Þannig er fylgst með því hvort sjúkdómurinn sé að versna og þörf sé á öflugri eða sérhæfðari meðferðarúrræðum. Til þess að meta alvarleika og þróun sjúkdómsins er til dæmis mælt með reglulegu eftirliti, mati á heilsutengdum áhættuþáttum og fylgisjúkdómum sem og skimun fyrir illkynja sjúkdómum sem tengjast offitu. Meðferðarúrræði byggja áfram á áherslum í tengslum við góða næringu, hreyfingu og virkni sem ýtir undir góða líðan, bættan svefn og úrræði til að draga úr streitu. Við þetta má bæta lyfjameðferð, þverfaglegri meðferð eða efnaskiptaaðgerðum eftir þörfum. Ekki skal einblína á þyngdartap eitt og sér heldur leggja áherslu á greiningu og meðhöndlun fylgisjúkdóma, lífsgæði, andlega líðan og líkamlega og félagslega virkni. Miða skal við að viðhalda góðum vöðvamassa og forðast kúra eða svelti sem ýta undir hratt þyngdartap, átröskunarhegðun, neikvæð áhrif á næringarstöðu og þannig tap á vöðvamassa. Þekkingu og skilningi á offitusjúkdómnum fer hratt fram. Breytingar hafa orðið á klínískum leiðbeiningum og erfitt getur verið að fylgjast með og tryggja að fagleg meðferð sé veitt. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk nálgist sjúkdóminn, uppvinnslu og meðferð hans á sambærilegan hátt til þess að koma í veg fyrir óþarfa flækjustig fyrir skjólstæðinga okkar. Við hvetjum heilbrigðisstarfsfólk til þess að koma og fræðast um offitu á ráðstefnunni Offita á krossgötum, byggjum meðferð á þekkingu sem haldin verður í Salnum í Kópavogi 31. október næstkomandi. Hægt er að nálgast miða á Tix.is. Höfundar eru sérfræðilæknar í þverfaglegum sérhæfðum meðferðarteymum sem sinna börnum og fullorðnum einstaklingum með offitu. Þeir skrifa fyrir hönd Félags fagfólks um offitu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Mikil sprenging hefur orðið í þekkingu okkar á offitu, orsökum og afleiðingum, á síðastliðnum árum sem hefur gjörbreytt viðhorfi margra heilbrigðisstarfmanna og minnkað fordóma í samfélaginu almennt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreindi offitu sem langvinnan sjúkdóm í opinberri skýrslu árið 1997 (Obesity : preventing and managing the global epidemic : report of a WHO Consultation on Obesity, Geneva, 3-5 June 1997). Langvinnir sjúkdómar eru sjúkdómar sem krefjast eftirlits og meðferðar í meira en eitt ár og/eða hafa neikvæð áhrif á virkni eða getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Lengi vel byggði skilgreining offitusjúkdómsins eingöngu á líkamsþyngdarstuðli > 30 kg/m2 en tók ekki tillit til fitudreifingar eða þess hvort þyngdin hafði áhrif á heilsu einstaklingsins. Líkamsþyngdarstuðull, sem reiknaður er út frá þyngd og hæð einstaklingsins, er góður mælikvarði að mörgu leyti, einfaldur og ódýr, en segir þó ekki nægilega mikið til um heilsu einn og sér. Þannig geta tveir einstaklingar með sama líkamsþyngdarstuðul verið mjög ólíkir með tilliti til erfða, fitudreifingar, samsetningar líkamans og þróun fylgisjúkdóma. Árið 2024 birtu Evrópsku samtökin um rannsóknir á offitu (European Association for the Study of Obesity) nýja skilgreiningu á offitu í tímaritinu Nature. Offita er í dag skilgreind sem langvinnur sjúkdómur sem veldur aukinni eða óheilbrigðri fitusöfnun og myndast vegna samspils margra þátta. Nefna má erfðir, umhverfi, hegðun og sálfélagslega þætti til dæmis. Eins og aðrir langvinnir sjúkdómar, getur offita versnað þrátt fyrir að viðeigandi meðferðarúrræðum hafi verið beitt og þau skilað góðum árangri. Í dag er lögð aukin áhersla á að taka hlutfall mittismáls og hæðar inn í greiningu á offitu þar sem aukin fitusöfnun kviðlægt felur í sér aukna áhættu á fylgisjúkdómum. Einnig er tekið tillit til fylgisjúkdóma og þess hvaða áhrif þyngdin hefur á líðan. Þannig getur einstaklingur í dag verið með offitu með líkamsþyngdarstuðul 25 kg/m2 ef aukin kviðlæg fitusöfnun er til staðar sem og greindir fylgisjúkdómar eins og kæfisvefn, sykursýki og fleira. Einnig er tekið tillit til andlegrar líðanar, einkenna frá stoðkerfi, virkni og félagslegra þátta. Markmiðið er ekki að greina fleiri með sjúkdóma heldur er þetta í samræmi við nýjustu vísindaþekkingu og mikilvægt að geta gripið inn í með stuðningi og heildrænni meðferð þegar aukin þyngd er farin að hafa neikvæð áhrif á heilsufar. Til viðbótar við greiningu á sjúkdómnum er einnig mikilvægt að meta alvarleika hans og ákveða meðferðarúrræði út frá því. Þannig er fylgst með því hvort sjúkdómurinn sé að versna og þörf sé á öflugri eða sérhæfðari meðferðarúrræðum. Til þess að meta alvarleika og þróun sjúkdómsins er til dæmis mælt með reglulegu eftirliti, mati á heilsutengdum áhættuþáttum og fylgisjúkdómum sem og skimun fyrir illkynja sjúkdómum sem tengjast offitu. Meðferðarúrræði byggja áfram á áherslum í tengslum við góða næringu, hreyfingu og virkni sem ýtir undir góða líðan, bættan svefn og úrræði til að draga úr streitu. Við þetta má bæta lyfjameðferð, þverfaglegri meðferð eða efnaskiptaaðgerðum eftir þörfum. Ekki skal einblína á þyngdartap eitt og sér heldur leggja áherslu á greiningu og meðhöndlun fylgisjúkdóma, lífsgæði, andlega líðan og líkamlega og félagslega virkni. Miða skal við að viðhalda góðum vöðvamassa og forðast kúra eða svelti sem ýta undir hratt þyngdartap, átröskunarhegðun, neikvæð áhrif á næringarstöðu og þannig tap á vöðvamassa. Þekkingu og skilningi á offitusjúkdómnum fer hratt fram. Breytingar hafa orðið á klínískum leiðbeiningum og erfitt getur verið að fylgjast með og tryggja að fagleg meðferð sé veitt. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk nálgist sjúkdóminn, uppvinnslu og meðferð hans á sambærilegan hátt til þess að koma í veg fyrir óþarfa flækjustig fyrir skjólstæðinga okkar. Við hvetjum heilbrigðisstarfsfólk til þess að koma og fræðast um offitu á ráðstefnunni Offita á krossgötum, byggjum meðferð á þekkingu sem haldin verður í Salnum í Kópavogi 31. október næstkomandi. Hægt er að nálgast miða á Tix.is. Höfundar eru sérfræðilæknar í þverfaglegum sérhæfðum meðferðarteymum sem sinna börnum og fullorðnum einstaklingum með offitu. Þeir skrifa fyrir hönd Félags fagfólks um offitu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun