Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. október 2025 07:02 Fullyrðingar um að vaxtastigið hér á landi sé vegna krónunnar standast enga skoðun. Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar og sérfræðingar í fjármálum bent á og fært gild rök fyrir á liðnum árum. Þeir sem ákveðið hafa að krónan sé vandamálið taka vitanlega engum slíkum rökum en hafa að sama skapi ekki getað hrakið þau. Þeirra aðferð hefur einfaldlega verið sú að fullyrða að krónan væri sökudólgurinn án haldbærra raka og fjalla síðan um það hversu hörmuleg hún sé fyrir vikið. Til að mynda ritaði dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur grein á vefritið Kjarnann um árið þar sem hann benti á það að hvorki vextir né verðbólga hér á landi væru afleiðingar krónunnar sem slíkrar. Sama ætti við um verðtrygginguna. Ólafur sýndi þar fram á það að fullyrðingar um að háir vextir væru afleiðing þess að krónan væri lítill gjaldmiðill gengju ekki upp. Þá ætti það sama að eiga um önnur lítil hagkerfi með eigin mynt. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Meginvandamálið væri langtímavextir. Þar eins og annars staðar skipti stofnanaumgjörðin sem sköpuð hefði verið í kringum gjaldmiðilinn mestu máli. Dæmi um áhrif hennar á langtímavexti væri uppbygging lífeyrissjóðakerfisins. Lífeyrissjóðunum væri lagalega skylt að tryggja 3,5% ávöxtun á það fé sem þeim væri treyst fyrir. Þar á meðal og ekki sízt í gegnum lánveitingar. Þegar svo stór aðili á markaði hefði slíkar lagalegar skyldur hefði það vitanlega mjög mikil áhrif á allan markaðinn. Fullyrðingar um að verðbólga væri afleiðing krónunnar væru sem fyrr segir sama marki brenndar að sögn Ólafs. Þar væri því gjarnan haldið fram að verðbólgan væri afleiðing þess að krónan hefði glatað mest öllu upprunalegu verðgildi sínu. „Nú tel ég mig sæmilega að mér kominn, þótt ég segi sjálfur frá, þegar kemur að kenningum um orsakir verðbólgu. Ég hef hins vegar aldrei séð alþjóðlega viðurkennda kenningu þess efnis að gjaldmiðlinum sjálfum sé kennt um eigin virðisrýrnun.“ „Tökum augljósasta dæmið: peningamagn í umferð. Við getum öll verið sammála um að krónan, sem gjaldmiðill, ræður engu um það hversu mikið er búið til af henni. Það eru bankar sem búa til ca. 95% af krónum, þ.e. peningum, í umferð á Íslandi. Og frá 1886, sem er ártalið sem tölur Hagstofunnar ná aftur til, til ársloka 2013 jókst peningamagn í umferð ríflega 211.000.000-falt. Þrátt fyrir að hagkerfið hafi stækkað töluvert síðan þá er sú stækkun hverfandi í samanburði við þessa tölu.“ Hvað verðtrygginguna varðaði væri hún hluti stofnanaumgjarðar hagkerfisins. „Líkt og svo margir aðrir stofnanalegir þættir var verðtrygging sett á laggirnar sem svar við þáverandi vandamáli: verðbólgu. Við höfum þegar séð að verðbólga hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera og því er fráleitt að halda því fram að gjaldmiðillinn hafi eitthvað með verðtryggingu að gera: ef A (krónan) leiðir ekki af sér B (verðbólgu) en B leiðir af sér C (verðtrygging) leiðir A ekki af sér C,“ segir áfram. Þótt mörgum þætti þægilegt að gera krónuna að blóraböggli væri ekki hægt að kenna henni um heimatilbúin vandamál. „Háir vextir, verðbólga, viðskiptahalli og gengissveiflur hafa ekkert með krónuna að gera heldur stofnanalegt umhverfi hagkerfisins. Krónan er saklaus bakari í hagkerfi sem smiðurinn - Íslendingar - hefur búið til stofnanalega umgjörð um sem hefur ákveðnar efnahagslegar afleiðingar. Og sem endranær er lausnin ekki að hengja bakarann þegar smiðurinn er sekur.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Íslenska krónan Evrópusambandið Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Fullyrðingar um að vaxtastigið hér á landi sé vegna krónunnar standast enga skoðun. Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar og sérfræðingar í fjármálum bent á og fært gild rök fyrir á liðnum árum. Þeir sem ákveðið hafa að krónan sé vandamálið taka vitanlega engum slíkum rökum en hafa að sama skapi ekki getað hrakið þau. Þeirra aðferð hefur einfaldlega verið sú að fullyrða að krónan væri sökudólgurinn án haldbærra raka og fjalla síðan um það hversu hörmuleg hún sé fyrir vikið. Til að mynda ritaði dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur grein á vefritið Kjarnann um árið þar sem hann benti á það að hvorki vextir né verðbólga hér á landi væru afleiðingar krónunnar sem slíkrar. Sama ætti við um verðtrygginguna. Ólafur sýndi þar fram á það að fullyrðingar um að háir vextir væru afleiðing þess að krónan væri lítill gjaldmiðill gengju ekki upp. Þá ætti það sama að eiga um önnur lítil hagkerfi með eigin mynt. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Meginvandamálið væri langtímavextir. Þar eins og annars staðar skipti stofnanaumgjörðin sem sköpuð hefði verið í kringum gjaldmiðilinn mestu máli. Dæmi um áhrif hennar á langtímavexti væri uppbygging lífeyrissjóðakerfisins. Lífeyrissjóðunum væri lagalega skylt að tryggja 3,5% ávöxtun á það fé sem þeim væri treyst fyrir. Þar á meðal og ekki sízt í gegnum lánveitingar. Þegar svo stór aðili á markaði hefði slíkar lagalegar skyldur hefði það vitanlega mjög mikil áhrif á allan markaðinn. Fullyrðingar um að verðbólga væri afleiðing krónunnar væru sem fyrr segir sama marki brenndar að sögn Ólafs. Þar væri því gjarnan haldið fram að verðbólgan væri afleiðing þess að krónan hefði glatað mest öllu upprunalegu verðgildi sínu. „Nú tel ég mig sæmilega að mér kominn, þótt ég segi sjálfur frá, þegar kemur að kenningum um orsakir verðbólgu. Ég hef hins vegar aldrei séð alþjóðlega viðurkennda kenningu þess efnis að gjaldmiðlinum sjálfum sé kennt um eigin virðisrýrnun.“ „Tökum augljósasta dæmið: peningamagn í umferð. Við getum öll verið sammála um að krónan, sem gjaldmiðill, ræður engu um það hversu mikið er búið til af henni. Það eru bankar sem búa til ca. 95% af krónum, þ.e. peningum, í umferð á Íslandi. Og frá 1886, sem er ártalið sem tölur Hagstofunnar ná aftur til, til ársloka 2013 jókst peningamagn í umferð ríflega 211.000.000-falt. Þrátt fyrir að hagkerfið hafi stækkað töluvert síðan þá er sú stækkun hverfandi í samanburði við þessa tölu.“ Hvað verðtrygginguna varðaði væri hún hluti stofnanaumgjarðar hagkerfisins. „Líkt og svo margir aðrir stofnanalegir þættir var verðtrygging sett á laggirnar sem svar við þáverandi vandamáli: verðbólgu. Við höfum þegar séð að verðbólga hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera og því er fráleitt að halda því fram að gjaldmiðillinn hafi eitthvað með verðtryggingu að gera: ef A (krónan) leiðir ekki af sér B (verðbólgu) en B leiðir af sér C (verðtrygging) leiðir A ekki af sér C,“ segir áfram. Þótt mörgum þætti þægilegt að gera krónuna að blóraböggli væri ekki hægt að kenna henni um heimatilbúin vandamál. „Háir vextir, verðbólga, viðskiptahalli og gengissveiflur hafa ekkert með krónuna að gera heldur stofnanalegt umhverfi hagkerfisins. Krónan er saklaus bakari í hagkerfi sem smiðurinn - Íslendingar - hefur búið til stofnanalega umgjörð um sem hefur ákveðnar efnahagslegar afleiðingar. Og sem endranær er lausnin ekki að hengja bakarann þegar smiðurinn er sekur.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun