Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2025 09:40 Sýn framleiðir mikið af beinum útsendingum frá íþróttum, fréttum og skemmtiefni. Ekki yrði hægt að telja fjárfestingar í því efni fram á móti nýjum skatti menningarmálaráðherra á streymisveitur. Vísir/Anton Þröng skilgreining á því hvað telst innlent efni þýðir að frumvarp ráðherra menningarmála um menningarframlag streymisveitna mun hafa andstæð áhrif þeim sem því er ætlað, að mati fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar. Frumvarpið skekki þannig enn samkeppnisumhverfi fjölmiðla. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, lagði fram frumvarp að svonefndu menningarframlagi í haust. Það felur í sér fimm prósent skatt af heildartekjum bæði íslenskra og erlendra streymisveitna hér á landi. Fjölmiðlafyrirtækið Sýn lýsir verulegum áhyggjum af tilteknum ákvæðum frumvarpsins í umsögn sem það sendi inn um það. Sérstaklega gerir það athugasemd við að framleiðsla á fréttum, útsendingum á íþróttaviðburðum og leikja- og skemmtidagskrá teljist ekki til innlends efnis samkvæmt frumvarpinu. Afleiðing þess sé að frumvarpið leggi íþyngjandi skattbyrði á einn helsta framleiðanda innlends efnis á landinu og skapa enn merki skekkju í samkeppnisumhverfi fjölmiðla. Eins og frumvarpið sé samið sé líklegt til þess að Sýn þurfi að greiða tugi milljóna króna að minnsta kosti í skattinn. Innlendar streymisveitur sagðar líklegar til að vera undanþegnar Markmið frumvarpsins, sem innleiðir evrópska reglugerð um hljóð- og myndmiðlun, er sagt að efla íslenska menningu og tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu kvikmynda, stuttmynda, leikins sjónvarpsefnis og heimildamynda, sem eru á íslensku eða hafa aðra íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun. Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Menningarframlag hans á að skila ríkinu um 150 milljónir króna í tekjur á ári.Vísir/Vilhelm Fjárfestingar fyrirtækja í innlendu efni væru frádráttarbærar frá skattinum. Þannig sagði ráðuneytið að íslenskar streymisveitur eins og Sýn og Síminn væru líklegri til þess að komast hjá greiðslu framlagsins en erlendar streymisveitur sem framleiði lítið eða takmarkað af nýju íslensku efni. Sýn telur aftur á móti að frumvarpið eigi eftir að hafa þveröfug áhrif við markmið þess. Ákvæði frumvarpsins og fullyrðingar í greinargerð sem því fylgir séu íþyngjandi, órökstuddar og beinlínis rangar í sumum tilvikum. Hannað til þess að Sýn uppfylli ekki kröfurnar Kjarni vandans sé þröng skilgreinig á hvað teljist innlent efni. Það er skilgreint sem nýjar leiknar kvikmyndir, stuttmyndir, leikið sjónvarpsefni og heimildarmyndir. Sérstaklega er tekið fram að fréttir, íþróttakappleikir og leikja- og skemmtiþættir teljist ekki innlent efni frekar en textavarpsþjónusta eða fjarkaup. Fullyrðing í greinargerð við frumvarpið um að íslenskar streymisveitur séu líklegri til að uppfylla kröfur um beina fjárfestingu í innlendu efni sé röng hvað Sýn varðar þar sem umtalsverður hluti af framleiðslu og fjárfestingum fyrirtækisins séu í íþróttaefni, fréttum og skemmtidagskrá. Með því að útiloka þessa framleiðslu sé frumvarpið beinlínis hannað þannig að Sýn uppfylli ekki kröfur þess og neyðist til þess að greiða skattinn. Þannig gefi fullyrðingin ranga hugmynd um raunveruleg áhrif frumvarpsins á starfsemi Sýnar. Klassískt dæmi um „gullhúðun“ Sýn bendir á að með þessari skilgreiningu sé gengið lengra en í danskri löggjöf sem er sögð fyrirmynd frumvarpsins. Hún viðurkenni allar fjárfestingar í nýrri danskri framleiðslu án þess að setja frekari íþyngjandi og huglæg skilyrði. Allt önnur leið sé farin í íslenska frumvarpinu þar sem heilu efnissviðin séu útilokuð. Þannig sé Evróputilskipunin innleidd með mun strangari hætti en hún krefst. „Þetta er klassískt dæmi um svokallaða „gullhúðun“, þar sem innlend löggjöf gengur lengra en EES-réttur krefst, án þess að gild rök liggi þar að baki. Sú afstaða er órökstudd og skaðleg fyrir innlenda framleiðslu. Ekkert í tilskipuninni kallar á þessa þröngu nálgun,“ segir í umsögn Sýnar. Ósanngjarnar undanþágur annarra Þá gerir Sýn athugasemd við það sem það telur ósanngjarnar undanþágur sem aðrar streymisveitur fá í frumvarpinu. Þannig sé RÚV undanþegið menningarframlaginu á þeim forsendum að á því hvíli þegar víðtækar skyldur um fjölbreytta almannaþjónustu. Í þessu telur Sýn að felist augljós mismunun. Framlag RÚV til menningar og dagskrárgerðar, þar á meðal framleiðsla á fréttum, íþróttum og skemmtiefni sé metið fullnægjandi og nægjanleg ástæða til undanþágu en sambærileg framleiðsla einkarekins miðils eins og Sýnar metin einskis virði. Ríkisútvarpið yrði undanþegið menningarframlagi samkvæmt frumvarpi ráðherra.Vísir/Vilhelm Að sama skapi þykir Sýn það skjóta skökku við að steymisveitur sem eingöngu miðli íþróttaefni, fréttum eða trúarlegu efni séu undanþegnar af sanngirnissjónarmiðum þar sem ekki sé hægt að gera kröfu til þeirra um að þær fjárfesti í leiknim kvikmyndum, þáttum eða heimildarmyndum. Sýn tekur undir þau rök en þykir að það eigi einnig að eiga við um streymisveitur sem bjóða að miklu leyti eða einkum upp á slíkt efni. Fyrirtækið byggi starfsemi sína að verulegu leyti á beinum útsendingum frá íþróttum og annarri skemmtidagskrá. „Að skylda slíka þjónustu til að greiða fullan skatt, á meðan þjónusta með nánast samhljóða efnisfrmboð er að fullu undanþegin, er ósanngjarnt og stenst ekki þau sanngirnisrök sem lögð eru til grundvallar,“ segir í umsögninni. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Skattar og tollar Menning Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra segir umsögn minnihlutans í allsherjar- og menntamálanefnd um fjölmiðlafrumvarp hans ómálefnalega. Slæm staða Sýnar sé enn eitt dæmið um að grípa þurfi til aðgerða á fjölmiðlamarkaði, sem gert verði strax í nóvember. 17. október 2025 13:25 Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. 17. október 2025 12:59 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, lagði fram frumvarp að svonefndu menningarframlagi í haust. Það felur í sér fimm prósent skatt af heildartekjum bæði íslenskra og erlendra streymisveitna hér á landi. Fjölmiðlafyrirtækið Sýn lýsir verulegum áhyggjum af tilteknum ákvæðum frumvarpsins í umsögn sem það sendi inn um það. Sérstaklega gerir það athugasemd við að framleiðsla á fréttum, útsendingum á íþróttaviðburðum og leikja- og skemmtidagskrá teljist ekki til innlends efnis samkvæmt frumvarpinu. Afleiðing þess sé að frumvarpið leggi íþyngjandi skattbyrði á einn helsta framleiðanda innlends efnis á landinu og skapa enn merki skekkju í samkeppnisumhverfi fjölmiðla. Eins og frumvarpið sé samið sé líklegt til þess að Sýn þurfi að greiða tugi milljóna króna að minnsta kosti í skattinn. Innlendar streymisveitur sagðar líklegar til að vera undanþegnar Markmið frumvarpsins, sem innleiðir evrópska reglugerð um hljóð- og myndmiðlun, er sagt að efla íslenska menningu og tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu kvikmynda, stuttmynda, leikins sjónvarpsefnis og heimildamynda, sem eru á íslensku eða hafa aðra íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun. Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Menningarframlag hans á að skila ríkinu um 150 milljónir króna í tekjur á ári.Vísir/Vilhelm Fjárfestingar fyrirtækja í innlendu efni væru frádráttarbærar frá skattinum. Þannig sagði ráðuneytið að íslenskar streymisveitur eins og Sýn og Síminn væru líklegri til þess að komast hjá greiðslu framlagsins en erlendar streymisveitur sem framleiði lítið eða takmarkað af nýju íslensku efni. Sýn telur aftur á móti að frumvarpið eigi eftir að hafa þveröfug áhrif við markmið þess. Ákvæði frumvarpsins og fullyrðingar í greinargerð sem því fylgir séu íþyngjandi, órökstuddar og beinlínis rangar í sumum tilvikum. Hannað til þess að Sýn uppfylli ekki kröfurnar Kjarni vandans sé þröng skilgreinig á hvað teljist innlent efni. Það er skilgreint sem nýjar leiknar kvikmyndir, stuttmyndir, leikið sjónvarpsefni og heimildarmyndir. Sérstaklega er tekið fram að fréttir, íþróttakappleikir og leikja- og skemmtiþættir teljist ekki innlent efni frekar en textavarpsþjónusta eða fjarkaup. Fullyrðing í greinargerð við frumvarpið um að íslenskar streymisveitur séu líklegri til að uppfylla kröfur um beina fjárfestingu í innlendu efni sé röng hvað Sýn varðar þar sem umtalsverður hluti af framleiðslu og fjárfestingum fyrirtækisins séu í íþróttaefni, fréttum og skemmtidagskrá. Með því að útiloka þessa framleiðslu sé frumvarpið beinlínis hannað þannig að Sýn uppfylli ekki kröfur þess og neyðist til þess að greiða skattinn. Þannig gefi fullyrðingin ranga hugmynd um raunveruleg áhrif frumvarpsins á starfsemi Sýnar. Klassískt dæmi um „gullhúðun“ Sýn bendir á að með þessari skilgreiningu sé gengið lengra en í danskri löggjöf sem er sögð fyrirmynd frumvarpsins. Hún viðurkenni allar fjárfestingar í nýrri danskri framleiðslu án þess að setja frekari íþyngjandi og huglæg skilyrði. Allt önnur leið sé farin í íslenska frumvarpinu þar sem heilu efnissviðin séu útilokuð. Þannig sé Evróputilskipunin innleidd með mun strangari hætti en hún krefst. „Þetta er klassískt dæmi um svokallaða „gullhúðun“, þar sem innlend löggjöf gengur lengra en EES-réttur krefst, án þess að gild rök liggi þar að baki. Sú afstaða er órökstudd og skaðleg fyrir innlenda framleiðslu. Ekkert í tilskipuninni kallar á þessa þröngu nálgun,“ segir í umsögn Sýnar. Ósanngjarnar undanþágur annarra Þá gerir Sýn athugasemd við það sem það telur ósanngjarnar undanþágur sem aðrar streymisveitur fá í frumvarpinu. Þannig sé RÚV undanþegið menningarframlaginu á þeim forsendum að á því hvíli þegar víðtækar skyldur um fjölbreytta almannaþjónustu. Í þessu telur Sýn að felist augljós mismunun. Framlag RÚV til menningar og dagskrárgerðar, þar á meðal framleiðsla á fréttum, íþróttum og skemmtiefni sé metið fullnægjandi og nægjanleg ástæða til undanþágu en sambærileg framleiðsla einkarekins miðils eins og Sýnar metin einskis virði. Ríkisútvarpið yrði undanþegið menningarframlagi samkvæmt frumvarpi ráðherra.Vísir/Vilhelm Að sama skapi þykir Sýn það skjóta skökku við að steymisveitur sem eingöngu miðli íþróttaefni, fréttum eða trúarlegu efni séu undanþegnar af sanngirnissjónarmiðum þar sem ekki sé hægt að gera kröfu til þeirra um að þær fjárfesti í leiknim kvikmyndum, þáttum eða heimildarmyndum. Sýn tekur undir þau rök en þykir að það eigi einnig að eiga við um streymisveitur sem bjóða að miklu leyti eða einkum upp á slíkt efni. Fyrirtækið byggi starfsemi sína að verulegu leyti á beinum útsendingum frá íþróttum og annarri skemmtidagskrá. „Að skylda slíka þjónustu til að greiða fullan skatt, á meðan þjónusta með nánast samhljóða efnisfrmboð er að fullu undanþegin, er ósanngjarnt og stenst ekki þau sanngirnisrök sem lögð eru til grundvallar,“ segir í umsögninni. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Skattar og tollar Menning Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra segir umsögn minnihlutans í allsherjar- og menntamálanefnd um fjölmiðlafrumvarp hans ómálefnalega. Slæm staða Sýnar sé enn eitt dæmið um að grípa þurfi til aðgerða á fjölmiðlamarkaði, sem gert verði strax í nóvember. 17. október 2025 13:25 Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. 17. október 2025 12:59 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra segir umsögn minnihlutans í allsherjar- og menntamálanefnd um fjölmiðlafrumvarp hans ómálefnalega. Slæm staða Sýnar sé enn eitt dæmið um að grípa þurfi til aðgerða á fjölmiðlamarkaði, sem gert verði strax í nóvember. 17. október 2025 13:25
Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. 17. október 2025 12:59