Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar 20. október 2025 11:46 Liðin 5 ár frá því ég, fyrstur manna, ljóstraði upp um blóðmeramálið 14. jan. 2020 í grein á heimildins.is og hefur hlotið viðurkenningu frá 1700 lesendum Heimildarinnar heitinnar. Samfélagið allt fór um tíma bókstaflega á hvolf eftir birtingu hennar. Málið þótti og þykir svo níðingslegt. Nú hafa íslensk og útlensk dýraverndunarsamtök sankað að sér 300 þús. undirskriftum skv. mbl.is sem hafa verið afhentar ráðherra dýraverndarmála á Íslandi Hönnu Katrínu, sem líklega engan áhuga hefur á málinu þrátt fyrir að vera Evrópusinni, sem Viðreisnarforystusauður. Blóðtaka úr merum er fordæmd í öllum Evrópulöndum utan Íslands. Með Hönnu Katrínu í ríkisstjórn situr flokkurinn Flokkur fólksins. Formaður þess flokks, Inga Sæland er þagnaður. Hafði hún um málið hæst allra þingmanna í stjórnarandstöðu. Um leið og sætið var í sjónmáli virðist svo sem hún hafi sett málfrelsi sitt um blóðmeramálið í gíslingu. - Þingmenn eiga þó að heita frjálsir sannfæringa sinna. Svo sérkennilegar eru áherslur þess flokks að mikilvægara þykir honum, skv. miðlum þegar þetta er skrifað, að skikka bændur í meirapróf heldur en að berjast gegn blóðmerahaldi. Áhrifamenn fjórða valdsins virðast löngu búnir að missa áhuga á blóðmeramálinu, sem er virkilega miður. Eftir stendur að blóðmeramálið er eitt mesta dýraníð á Íslandi. Það vekur með mér óhug að völdin þrjú, þing, framkvæmdavald með pressu frá því fjórða, fjölmiðlum, skuli ekki hafa stöðvað þennan hrottaskap gagnvart blóðmerum og föllnum folöldum þeirra. 5 árum eftir að upplýst var um þetta mikla dýraníð er ennþá verið að níðast á blóðmerum og Matvælastofnun dansar með níðinu. Upphaf umfjöllunar um blóðmeraníðið má finna á þessum tengli. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Blóðmerahald Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Liðin 5 ár frá því ég, fyrstur manna, ljóstraði upp um blóðmeramálið 14. jan. 2020 í grein á heimildins.is og hefur hlotið viðurkenningu frá 1700 lesendum Heimildarinnar heitinnar. Samfélagið allt fór um tíma bókstaflega á hvolf eftir birtingu hennar. Málið þótti og þykir svo níðingslegt. Nú hafa íslensk og útlensk dýraverndunarsamtök sankað að sér 300 þús. undirskriftum skv. mbl.is sem hafa verið afhentar ráðherra dýraverndarmála á Íslandi Hönnu Katrínu, sem líklega engan áhuga hefur á málinu þrátt fyrir að vera Evrópusinni, sem Viðreisnarforystusauður. Blóðtaka úr merum er fordæmd í öllum Evrópulöndum utan Íslands. Með Hönnu Katrínu í ríkisstjórn situr flokkurinn Flokkur fólksins. Formaður þess flokks, Inga Sæland er þagnaður. Hafði hún um málið hæst allra þingmanna í stjórnarandstöðu. Um leið og sætið var í sjónmáli virðist svo sem hún hafi sett málfrelsi sitt um blóðmeramálið í gíslingu. - Þingmenn eiga þó að heita frjálsir sannfæringa sinna. Svo sérkennilegar eru áherslur þess flokks að mikilvægara þykir honum, skv. miðlum þegar þetta er skrifað, að skikka bændur í meirapróf heldur en að berjast gegn blóðmerahaldi. Áhrifamenn fjórða valdsins virðast löngu búnir að missa áhuga á blóðmeramálinu, sem er virkilega miður. Eftir stendur að blóðmeramálið er eitt mesta dýraníð á Íslandi. Það vekur með mér óhug að völdin þrjú, þing, framkvæmdavald með pressu frá því fjórða, fjölmiðlum, skuli ekki hafa stöðvað þennan hrottaskap gagnvart blóðmerum og föllnum folöldum þeirra. 5 árum eftir að upplýst var um þetta mikla dýraníð er ennþá verið að níðast á blóðmerum og Matvælastofnun dansar með níðinu. Upphaf umfjöllunar um blóðmeraníðið má finna á þessum tengli. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun