Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2025 06:33 Bruno Fernandes fagnar sigurmarki Manchester United sem hann lagði upp. EPA/ADAM VAUGHAN Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, sagði að fyrsti sigur Manchester United á Anfield síðan í janúar 2016 hafi meðal annars komið til með hjálp stuðningsmanna Liverpool Portúgalinn segir að pirrað stuðningsfólk hjá Liverpool hafi sýnt eigin liði gremju í fyrri hálfleik vegna þess að þeim tókst ekki að setja pressu á lið Ruben Amorim. Harry Maguire tryggði United 2-1 sigur með skalla á 84. mínútu eftir að Cody Gakpo hafði jafnað metin. Bryan Mbeumo kom gestunum yfir strax á annarri mínútu. Sigur United þýddi að Amorim náði tveimur deildarsigrum í röð í fyrsta sinn síðan hann kom frá Sporting CP í nóvember síðastliðnum og þýddi jafnframt fjórða tap Liverpool í röð í öllum keppnum. Fyrirliði United sagði að kvíði stuðningsmanna heimaliðsins hafi átt þátt í sigri liðs síns gegn Liverpool. „Á fyrstu tíu mínútunum vissum við að þeir [Liverpool] myndu reyna að byrja leikinn af miklum krafti,“ sagði Fernandes en ESPN segir frá. „Í fyrri hálfleiknum gerðum við okkur líka grein fyrir því að þeir voru undir pressu þegar þeir höfðu tíma á boltanum, stuðningsmennirnir settu þá í erfiða stöðu og púuðu á þá til að spila hraðar,“ sagði Bruno. „Við vildum hægja á leik þeirra og vissum að það myndi skapa stór svæði í kringum miðjuna. Í seinni hálfleik hefðum við getað spilað aðeins meira með boltann,“ sagði Bruno. „Við vitum hvað það þýðir fyrir stuðningsmennina og félagið að spila þessa erkifjendur. Við vildum gera það því það er langt síðan félagið vann á Anfield,“ sagði Bruno. What a feeling 🔥 pic.twitter.com/JdvAWUbUIG— Bruno Fernandes (@B_Fernandes8) October 19, 2025 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Portúgalinn segir að pirrað stuðningsfólk hjá Liverpool hafi sýnt eigin liði gremju í fyrri hálfleik vegna þess að þeim tókst ekki að setja pressu á lið Ruben Amorim. Harry Maguire tryggði United 2-1 sigur með skalla á 84. mínútu eftir að Cody Gakpo hafði jafnað metin. Bryan Mbeumo kom gestunum yfir strax á annarri mínútu. Sigur United þýddi að Amorim náði tveimur deildarsigrum í röð í fyrsta sinn síðan hann kom frá Sporting CP í nóvember síðastliðnum og þýddi jafnframt fjórða tap Liverpool í röð í öllum keppnum. Fyrirliði United sagði að kvíði stuðningsmanna heimaliðsins hafi átt þátt í sigri liðs síns gegn Liverpool. „Á fyrstu tíu mínútunum vissum við að þeir [Liverpool] myndu reyna að byrja leikinn af miklum krafti,“ sagði Fernandes en ESPN segir frá. „Í fyrri hálfleiknum gerðum við okkur líka grein fyrir því að þeir voru undir pressu þegar þeir höfðu tíma á boltanum, stuðningsmennirnir settu þá í erfiða stöðu og púuðu á þá til að spila hraðar,“ sagði Bruno. „Við vildum hægja á leik þeirra og vissum að það myndi skapa stór svæði í kringum miðjuna. Í seinni hálfleik hefðum við getað spilað aðeins meira með boltann,“ sagði Bruno. „Við vitum hvað það þýðir fyrir stuðningsmennina og félagið að spila þessa erkifjendur. Við vildum gera það því það er langt síðan félagið vann á Anfield,“ sagði Bruno. What a feeling 🔥 pic.twitter.com/JdvAWUbUIG— Bruno Fernandes (@B_Fernandes8) October 19, 2025
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira