Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 21. október 2025 06:01 Samkvæmt rannsókninni Áfallasaga kvenna hafa um 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Staðan er enn verri hjá transfólki, kvárum, konum með fötlun og konum af erlendum uppruna en þeir hópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun og valdbeitingu. Ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum er líka alvarlegt samfélagsmein en 15% stúlkna og 6% drengja í 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings. Stafrænt kynferðisofbeldi er nú orðið hluti af veruleika margra barna og unglinga, 58% stúlkna og 35% drengja hafa upplifað slíka misnotkun. Þau sem vinna með ungum brotaþolum lýsa sífellt sterkari tengslum milli klámneyslu og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Klám hefur því miður orðið aðalfræðsla margra ungmenna um kynlíf en þar sést ekki nánd heldur valdatengsl, niðurlæging og skortur á samþykki. Við verðum að bregðast við með markvissri kynfræðslu, hinseginfræðslu og menntun um samskipti og virðingu í grunn- og framhaldsskólum sem skyldunámi. Stjórnvöld verða einnig að tryggja að brotaþolar fái raunverulega vernd og aðstoð. Það felur í sér aðgengi að túlkaþjónustu, sérþjálfun fyrir lögreglu, ákærendur og dómara, og að nálgunarbann hafi raunverulegar afleiðingar þegar brotið er gegn því. Brotaþolum þarf að treysta, ekki draga upplifun þeirra í efa og löggjöf um vernd uppljóstrara í kynferðisbrotamálum er brýn nauðsyn. Það er óásættanlegt að þaggað sé niður í konum og kvárum sem stíga fram með hótunum um meiðyrðamál eða fjárhagslegu tjóni. Hatursorðræða gegn konum, kvárum og hinsegin fólki er orðin útbreidd og skaðleg. Ísland verður að fylgja tilmælum CEDAW-nefndar Sameinuðu þjóðanna og gera slíka orðræðu refsiverða. Ofbeldi, vændi og misnotkun tengjast oft efnahagslegu óöryggi. Þess vegna er fjárhagslegt sjálfstæði, húsnæðisöryggi og félagslegur stuðningur forsenda þess að fólk geti losnað úr ofbeldis- og mansalssamböndum. Það þarf að tryggja fólki leið út úr sínum aðstæðum á félagslegum forsendum, ekki með refsingu heldur stuðningi. Kynbundið ofbeldi er ekki einkamál. Það er samfélagslegt mein sem krefst pólitískrar ábyrgðar og samstöðu okkar allra. Brýnasta aðgerðin er þó að tryggja að brotaþolum sé trúað og að verklag réttarkerfisins virki. Stjórnvöld, sveitarfélög, skólar og vinnustaðir, samfélagið allt verður að bregðist við, núna er komið gott af meðvirkni og þöggun! Höfundar eru leik- og grunnskólakennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Hinsegin Kvennafrídagurinn Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Kvennaverkfall Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt rannsókninni Áfallasaga kvenna hafa um 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Staðan er enn verri hjá transfólki, kvárum, konum með fötlun og konum af erlendum uppruna en þeir hópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun og valdbeitingu. Ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum er líka alvarlegt samfélagsmein en 15% stúlkna og 6% drengja í 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings. Stafrænt kynferðisofbeldi er nú orðið hluti af veruleika margra barna og unglinga, 58% stúlkna og 35% drengja hafa upplifað slíka misnotkun. Þau sem vinna með ungum brotaþolum lýsa sífellt sterkari tengslum milli klámneyslu og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Klám hefur því miður orðið aðalfræðsla margra ungmenna um kynlíf en þar sést ekki nánd heldur valdatengsl, niðurlæging og skortur á samþykki. Við verðum að bregðast við með markvissri kynfræðslu, hinseginfræðslu og menntun um samskipti og virðingu í grunn- og framhaldsskólum sem skyldunámi. Stjórnvöld verða einnig að tryggja að brotaþolar fái raunverulega vernd og aðstoð. Það felur í sér aðgengi að túlkaþjónustu, sérþjálfun fyrir lögreglu, ákærendur og dómara, og að nálgunarbann hafi raunverulegar afleiðingar þegar brotið er gegn því. Brotaþolum þarf að treysta, ekki draga upplifun þeirra í efa og löggjöf um vernd uppljóstrara í kynferðisbrotamálum er brýn nauðsyn. Það er óásættanlegt að þaggað sé niður í konum og kvárum sem stíga fram með hótunum um meiðyrðamál eða fjárhagslegu tjóni. Hatursorðræða gegn konum, kvárum og hinsegin fólki er orðin útbreidd og skaðleg. Ísland verður að fylgja tilmælum CEDAW-nefndar Sameinuðu þjóðanna og gera slíka orðræðu refsiverða. Ofbeldi, vændi og misnotkun tengjast oft efnahagslegu óöryggi. Þess vegna er fjárhagslegt sjálfstæði, húsnæðisöryggi og félagslegur stuðningur forsenda þess að fólk geti losnað úr ofbeldis- og mansalssamböndum. Það þarf að tryggja fólki leið út úr sínum aðstæðum á félagslegum forsendum, ekki með refsingu heldur stuðningi. Kynbundið ofbeldi er ekki einkamál. Það er samfélagslegt mein sem krefst pólitískrar ábyrgðar og samstöðu okkar allra. Brýnasta aðgerðin er þó að tryggja að brotaþolum sé trúað og að verklag réttarkerfisins virki. Stjórnvöld, sveitarfélög, skólar og vinnustaðir, samfélagið allt verður að bregðist við, núna er komið gott af meðvirkni og þöggun! Höfundar eru leik- og grunnskólakennarar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun