Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2025 10:32 Víkingur Heiðar hefur tvisvar áður verið tilnefndur til Norðurlandaráðs og hlýtur þau nú í þriðju atrennu. Ari Magg Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Færeyingar fara heim með verðlaun í bæði kvikmynda- og bókmenntaflokki. Norðurlandaráð hefur opinberað hverjir hljóta verðlaun ráðsins í ár á sviði bókmennta, kvikmynda, tónlistar, barna- og unglingabókmennta og umhverfis. Verðlaunaféð fyrir hver verðlaun eru 300 þúsund danskar krónur (tæplega 5,7 milljónir króna) og verða þau veitt í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi hinn 28. október næstkomandi. Tvenna hjá Færeyingum Færeyingar eru sennilega lukkulegastir með verðlaunin í ár en bæði bókmenntaverðlaunin og kvikmyndaverðlaunin fara til Færeyinga. Íslendingar, Svíar og Danir hljóta ein verðlaun hver. Kvikmyndin Seinasta paradís á jørð hlýtur kvikmyndaverðlaunin en hún er fyrsta færeyska myndin sem er tilnefnd til verðlaunanna. Myndin er dönsk-færeysk framleiðsla eftir leikstjórann og handritshöfundinn Sakaris Stórá, handritshöfundana Mads Stegger og Tommy Oksen og framleiðandann Jón Hammer. Bókmenntaverðlaunin fær Vónbjørt Vang fyrir ljóðasafnið Svørt orkidé en 29 ár eru síðan færeyskur rithöfundur hlaut verðlaunin síðast, 1986. Sænsk barnabók, íslenskur píanóleikari og grænir nágrannar Hin sænska Sara Lundberg hlýtur barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir myndabókina Ingen utom jag. Íslenski píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlýtur tónlistarverðlaunin en hann hefur í tvígang áður verið tilnefndur til þeirra verðlauna. Víkingur Heiðar hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn.Vísir/Getty Í rökstuðningi dómnefndar segir að Víkingur hafi „fangað ímyndunarafl bæði almennings og gagnrýnenda með djúpri tónlistargáfu sinni“. Ferill hans hafi legið stöðugt upp á við að undanförnu og vegsemd hans aukist með hverju árinu sem líður. Hann sé „einn virtasti starfandi píanóleikari okkar tíma og frægur fyrir nýstárlegar túlkanir, heillandi sviðsframkomu og einstaka getu til að breiða sígilda tónlist út til víðari markhóps“. Þema umhverfisverðlaunanna í ár er „þáttur borgarasamfélagsins í umhverfismálum“ og er þau veitt verkefninu Grønne Nabofællesskaber frá Danmörku. Grænu nágrannasamfélögin ganga út á byggja nærsamfélög þar sem fólk ræktar tengsl við nágranna gegnum starfsemi sem styður sjálfbæran lífsstíl. Verðlaunahafarnir munu taka við verðalaunagripnum Nordlys við hátíðlega athöfn í sænska þinginu 28. október klukkan 18 að sænskum tíma, í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð Tónlist Bókmenntir Bíó og sjónvarp Menning Færeyjar Svíþjóð Danmörk Víkingur Heiðar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Rán hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Rán Flygenring, rithöfundur og umhverfissinni, hlaut í kvöld barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos. 31. október 2023 19:43 Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Dýrið hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 sem afhent voru fyrr í kvöld. Verðlaunin eru talin ein eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. 1. nóvember 2022 18:30 Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47 Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Sjá meira
Norðurlandaráð hefur opinberað hverjir hljóta verðlaun ráðsins í ár á sviði bókmennta, kvikmynda, tónlistar, barna- og unglingabókmennta og umhverfis. Verðlaunaféð fyrir hver verðlaun eru 300 þúsund danskar krónur (tæplega 5,7 milljónir króna) og verða þau veitt í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi hinn 28. október næstkomandi. Tvenna hjá Færeyingum Færeyingar eru sennilega lukkulegastir með verðlaunin í ár en bæði bókmenntaverðlaunin og kvikmyndaverðlaunin fara til Færeyinga. Íslendingar, Svíar og Danir hljóta ein verðlaun hver. Kvikmyndin Seinasta paradís á jørð hlýtur kvikmyndaverðlaunin en hún er fyrsta færeyska myndin sem er tilnefnd til verðlaunanna. Myndin er dönsk-færeysk framleiðsla eftir leikstjórann og handritshöfundinn Sakaris Stórá, handritshöfundana Mads Stegger og Tommy Oksen og framleiðandann Jón Hammer. Bókmenntaverðlaunin fær Vónbjørt Vang fyrir ljóðasafnið Svørt orkidé en 29 ár eru síðan færeyskur rithöfundur hlaut verðlaunin síðast, 1986. Sænsk barnabók, íslenskur píanóleikari og grænir nágrannar Hin sænska Sara Lundberg hlýtur barna- og unglingabókaverðlaunin fyrir myndabókina Ingen utom jag. Íslenski píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlýtur tónlistarverðlaunin en hann hefur í tvígang áður verið tilnefndur til þeirra verðlauna. Víkingur Heiðar hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn.Vísir/Getty Í rökstuðningi dómnefndar segir að Víkingur hafi „fangað ímyndunarafl bæði almennings og gagnrýnenda með djúpri tónlistargáfu sinni“. Ferill hans hafi legið stöðugt upp á við að undanförnu og vegsemd hans aukist með hverju árinu sem líður. Hann sé „einn virtasti starfandi píanóleikari okkar tíma og frægur fyrir nýstárlegar túlkanir, heillandi sviðsframkomu og einstaka getu til að breiða sígilda tónlist út til víðari markhóps“. Þema umhverfisverðlaunanna í ár er „þáttur borgarasamfélagsins í umhverfismálum“ og er þau veitt verkefninu Grønne Nabofællesskaber frá Danmörku. Grænu nágrannasamfélögin ganga út á byggja nærsamfélög þar sem fólk ræktar tengsl við nágranna gegnum starfsemi sem styður sjálfbæran lífsstíl. Verðlaunahafarnir munu taka við verðalaunagripnum Nordlys við hátíðlega athöfn í sænska þinginu 28. október klukkan 18 að sænskum tíma, í tengslum við þing Norðurlandaráðs.
Norðurlandaráð Tónlist Bókmenntir Bíó og sjónvarp Menning Færeyjar Svíþjóð Danmörk Víkingur Heiðar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Rán hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Rán Flygenring, rithöfundur og umhverfissinni, hlaut í kvöld barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos. 31. október 2023 19:43 Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Dýrið hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 sem afhent voru fyrr í kvöld. Verðlaunin eru talin ein eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. 1. nóvember 2022 18:30 Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47 Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Sjá meira
Rán hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Rán Flygenring, rithöfundur og umhverfissinni, hlaut í kvöld barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos. 31. október 2023 19:43
Dýrið hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Dýrið hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2022 sem afhent voru fyrr í kvöld. Verðlaunin eru talin ein eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. 1. nóvember 2022 18:30
Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. 2. nóvember 2021 23:47
Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12