Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar 21. október 2025 16:02 Lagasetningum Alþingis hættir til að vera hinum sterka í vil í þeim tilgangi að hann geti unnið sem flest dómsmál.Í ákveðnu dómsmáli sem ég lenti í fór ég fram á að fenginn yrði sérfræðingur til þess að gera flókna rannsókn á ákveðnum þætti málsins og skila áliti. Um var að ræða rithandarrannsókn. Ég gat ekki betur séð en að það væri skýlaus réttur minn samkvæmt lögum. Samt kostaði það margra mánaða þref fram og aftur mjög til tekjuauka fyrir báða lögmennina. Það var hins vegar bara byrjunin á þrefinu.Eftir að búið er að dómkveðja rannsakanda, sem enn getur þýtt einhverra mánaða þref, kemur dómarinn ekki að málinu nema eitthvað í því sé beinlínis kært til hans. Það þýðir í raun að málflytjandinn sem fer fram á matið reynir væntanlega að fá því framgengt meðan hinn getur reynt að þvælast fyrir af öllum mætti.Málið er unnið samkvæmt stífum reglum sem virðast gefa ótal mörg færi á nánast endalausum deilum um allt milli himins og jarðar sem lögmenn þiggja góðar þóknanir fyrir. Rannsóknin stóð með öllu þrefinu yfir í meira en eitt ár og kostaði mig einhverjar milljónir króna.Nærvera dómarans í öðrum þáttum dómsmálsins virðist slá eitthvað á alla vitleysuna sem þó er ærin eins og lýst var í síðustu grein minni sem var birt hér á Vísi 10.10. síðastliðinn. Í þessum þætti getur hún fengið byr undir báða vængi og flogið með himintunglum.Lögin bera það með sér að eingöngu virðist vera gert ráð fyrir tiltölulega einföldu viðfangsefni. Til dæmis að verið sé að verðmeta eitthvað sem er sæmilega augljóst bæði fyrir þann sem metur og aðila málsins. Sé það flókið mál eins og til dæmis rannsókn rithandar er um allt annað að ræða. Lögin eru þannig að málið eigi að vera einfalt sama hvað. Lagaramminn er nákvæmlega sá sami.Geti aðili ekki sætt sig við niðurstöðu matsins er leyfilegt að fá svokallað yfirmat framkvæmt. Í því má einungis meta hvort fyrra matið sé rétt. Bannað er samkvæmt lögum að hnika neinu í þeim spurningum sem rannsakandinn á að svara. Sama hvort rannsóknin sé flókin eða einföld. Þetta setur þann sem fer fram á rannsóknina í erfiða stöðu sem getur verið mjög kostnaðarsöm. Hann verður helst að vita fyrirfram hvernig málið er unnið og hvernig komist er að niðurstöðu.Til þess að bera sigur úr býtum í þessu máli innan núgildandi laga þurfti ég að vera sjálfur sérfræðingur í rithandarrannsóknum eða að einhver slíkur væri mér til aðstoðar allan tímann sem málið stóð yfir. Vegna mikilvægis þess að koma þegar í upphafi með hárréttar spurningar hefði hann þurft að hefja rannsóknina með því að kanna málið sjálfur og ekki hætta fyrr en öllum steinum hefði verið velt. Hann hefði þurft að setja upp þær spurningar sem hinn dómkvaddi rannsakandi hefði átt að svara á þann veg að málið hefði afhjúpast þannig að sannleikurinn hefði komið í ljós. Ég hefði ef til vill þurft að greiða milljónir króna fyrir það áður en hin raunverulega rannsókn hefði farið fram. Ég er heldur ekki viss um að löglegt hefði verið talið að fara þessa leið. Hugsanlegt er að hún hefði þótt of leiðbeinandi fyrir hina dómkvöddu sérfræðinga sem myndu kveða upp úrskurð fyrir dómi. Skrýtið er að segja að það hefði þurft að gera eitthvað ólöglegt til þess að fá réttan og sanngjarnan dóm. Án þess átti ég litla möguleika og einungis ef heppni hefði ráðið för. Því fór sem fór en svona eru lögin frá Alþingi. Þeim hættir til að vera hinum sterka í vil. Hann einn hefur í raun efni á að fara í mál.Benda má á að í hinu alþjóðlega rannsóknarumhverfi er starfað þannig að vísindamenn byggi á rannsóknum annarra til þess að komast að niðurstöðu. Þá er spurningunum sem á að svara í raun breytt í sífellu.Dómskerfið þyrfti að vera í tengslum við fólk með þekkingu á sem flestum sviðum. Til þess mætti leita þegar flókin mál koma upp, bæði í upphafi máls og milli rannsókna. Verk þess í þessu máli yrði að meta verkefnið hlutlaust, þær spurningar sem þyrfti að svara í upphafsrannsókninni og leiðbeina milli rannsókna um atriði sem ekki hefðu verið könnuð eða þá ekki nægilega vel og hvernig þyrfti að breyta spurningunum sem svara ætti þannig að sannleikurinn komi í ljós. Vegna þess að breyta mætti spurningunum milli rannsókna yrði kostnaðurinn langtum minni en vegna ofangreinds sérfræðings, væntanlega verið einhver hundruð þúsund í stað milljóna. Ég geri einnig ráð fyrir að hann yrði hluti af dómskerfinu og kostnaðurinn því greiddur úr ríkissjóði.Sannleikurinn í áður greindri rannsókn kom í ljós eftir að búið var að dæma í málinu mér í óhag, einnig í Hæstarétti (Þetta var áður en Landsréttur var settur á stofn) og dómsmálið því að baki. Það var gert með því að fara dýpra ofan í málið og skoða það frá öðrum hliðum sem gerði það að verkum að komist var að þveröfugri niðurstöðu, það er mér í hag. Hvað varðar lagasetningar Alþingis er hér að ofan sérstaklega bent á tvö atriði:Annað atriðið er hvernig áherslur í lögunum sem í síðustu grein var sýnt fram á að gæti eitt og sér valdið því að hinn fjársterki gæti unnið nær öll mál, getur í þessum þætti dómsmáls verið magnað upp í hæstu hæðir til stuðnings fyrir hinn sterka.Hitt atriðið er að einungis fjársterkur aðili hafi í raun efni á því að sérfræðingur rannsaki og gefi álit í flóknu viðfangsefni í þeim tilgangi að sannleikurinn komi í ljós þannig að hann stuðli að réttum dómi.Ég held að urmull svona „smáatriða“ hinum sterka í vil þrífist í dómskerfinu og einnig heilir lagabálkar. Ofangreint sýnir einnig hve mikil áhætta fylgir því að óbreyttu að fara í dómsmál og hve illa hið háa Alþingi fer í raun með almenning þegar kemur að dómsmálum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Lagasetningum Alþingis hættir til að vera hinum sterka í vil í þeim tilgangi að hann geti unnið sem flest dómsmál.Í ákveðnu dómsmáli sem ég lenti í fór ég fram á að fenginn yrði sérfræðingur til þess að gera flókna rannsókn á ákveðnum þætti málsins og skila áliti. Um var að ræða rithandarrannsókn. Ég gat ekki betur séð en að það væri skýlaus réttur minn samkvæmt lögum. Samt kostaði það margra mánaða þref fram og aftur mjög til tekjuauka fyrir báða lögmennina. Það var hins vegar bara byrjunin á þrefinu.Eftir að búið er að dómkveðja rannsakanda, sem enn getur þýtt einhverra mánaða þref, kemur dómarinn ekki að málinu nema eitthvað í því sé beinlínis kært til hans. Það þýðir í raun að málflytjandinn sem fer fram á matið reynir væntanlega að fá því framgengt meðan hinn getur reynt að þvælast fyrir af öllum mætti.Málið er unnið samkvæmt stífum reglum sem virðast gefa ótal mörg færi á nánast endalausum deilum um allt milli himins og jarðar sem lögmenn þiggja góðar þóknanir fyrir. Rannsóknin stóð með öllu þrefinu yfir í meira en eitt ár og kostaði mig einhverjar milljónir króna.Nærvera dómarans í öðrum þáttum dómsmálsins virðist slá eitthvað á alla vitleysuna sem þó er ærin eins og lýst var í síðustu grein minni sem var birt hér á Vísi 10.10. síðastliðinn. Í þessum þætti getur hún fengið byr undir báða vængi og flogið með himintunglum.Lögin bera það með sér að eingöngu virðist vera gert ráð fyrir tiltölulega einföldu viðfangsefni. Til dæmis að verið sé að verðmeta eitthvað sem er sæmilega augljóst bæði fyrir þann sem metur og aðila málsins. Sé það flókið mál eins og til dæmis rannsókn rithandar er um allt annað að ræða. Lögin eru þannig að málið eigi að vera einfalt sama hvað. Lagaramminn er nákvæmlega sá sami.Geti aðili ekki sætt sig við niðurstöðu matsins er leyfilegt að fá svokallað yfirmat framkvæmt. Í því má einungis meta hvort fyrra matið sé rétt. Bannað er samkvæmt lögum að hnika neinu í þeim spurningum sem rannsakandinn á að svara. Sama hvort rannsóknin sé flókin eða einföld. Þetta setur þann sem fer fram á rannsóknina í erfiða stöðu sem getur verið mjög kostnaðarsöm. Hann verður helst að vita fyrirfram hvernig málið er unnið og hvernig komist er að niðurstöðu.Til þess að bera sigur úr býtum í þessu máli innan núgildandi laga þurfti ég að vera sjálfur sérfræðingur í rithandarrannsóknum eða að einhver slíkur væri mér til aðstoðar allan tímann sem málið stóð yfir. Vegna mikilvægis þess að koma þegar í upphafi með hárréttar spurningar hefði hann þurft að hefja rannsóknina með því að kanna málið sjálfur og ekki hætta fyrr en öllum steinum hefði verið velt. Hann hefði þurft að setja upp þær spurningar sem hinn dómkvaddi rannsakandi hefði átt að svara á þann veg að málið hefði afhjúpast þannig að sannleikurinn hefði komið í ljós. Ég hefði ef til vill þurft að greiða milljónir króna fyrir það áður en hin raunverulega rannsókn hefði farið fram. Ég er heldur ekki viss um að löglegt hefði verið talið að fara þessa leið. Hugsanlegt er að hún hefði þótt of leiðbeinandi fyrir hina dómkvöddu sérfræðinga sem myndu kveða upp úrskurð fyrir dómi. Skrýtið er að segja að það hefði þurft að gera eitthvað ólöglegt til þess að fá réttan og sanngjarnan dóm. Án þess átti ég litla möguleika og einungis ef heppni hefði ráðið för. Því fór sem fór en svona eru lögin frá Alþingi. Þeim hættir til að vera hinum sterka í vil. Hann einn hefur í raun efni á að fara í mál.Benda má á að í hinu alþjóðlega rannsóknarumhverfi er starfað þannig að vísindamenn byggi á rannsóknum annarra til þess að komast að niðurstöðu. Þá er spurningunum sem á að svara í raun breytt í sífellu.Dómskerfið þyrfti að vera í tengslum við fólk með þekkingu á sem flestum sviðum. Til þess mætti leita þegar flókin mál koma upp, bæði í upphafi máls og milli rannsókna. Verk þess í þessu máli yrði að meta verkefnið hlutlaust, þær spurningar sem þyrfti að svara í upphafsrannsókninni og leiðbeina milli rannsókna um atriði sem ekki hefðu verið könnuð eða þá ekki nægilega vel og hvernig þyrfti að breyta spurningunum sem svara ætti þannig að sannleikurinn komi í ljós. Vegna þess að breyta mætti spurningunum milli rannsókna yrði kostnaðurinn langtum minni en vegna ofangreinds sérfræðings, væntanlega verið einhver hundruð þúsund í stað milljóna. Ég geri einnig ráð fyrir að hann yrði hluti af dómskerfinu og kostnaðurinn því greiddur úr ríkissjóði.Sannleikurinn í áður greindri rannsókn kom í ljós eftir að búið var að dæma í málinu mér í óhag, einnig í Hæstarétti (Þetta var áður en Landsréttur var settur á stofn) og dómsmálið því að baki. Það var gert með því að fara dýpra ofan í málið og skoða það frá öðrum hliðum sem gerði það að verkum að komist var að þveröfugri niðurstöðu, það er mér í hag. Hvað varðar lagasetningar Alþingis er hér að ofan sérstaklega bent á tvö atriði:Annað atriðið er hvernig áherslur í lögunum sem í síðustu grein var sýnt fram á að gæti eitt og sér valdið því að hinn fjársterki gæti unnið nær öll mál, getur í þessum þætti dómsmáls verið magnað upp í hæstu hæðir til stuðnings fyrir hinn sterka.Hitt atriðið er að einungis fjársterkur aðili hafi í raun efni á því að sérfræðingur rannsaki og gefi álit í flóknu viðfangsefni í þeim tilgangi að sannleikurinn komi í ljós þannig að hann stuðli að réttum dómi.Ég held að urmull svona „smáatriða“ hinum sterka í vil þrífist í dómskerfinu og einnig heilir lagabálkar. Ofangreint sýnir einnig hve mikil áhætta fylgir því að óbreyttu að fara í dómsmál og hve illa hið háa Alþingi fer í raun með almenning þegar kemur að dómsmálum. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun