Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2025 19:31 Flóttamannasamningurinn var samþykktur í lok seinni heimsstyrjaldarinnar til að læra af mistökum mannkyns. Eftir að hafa brugðist fólki sem flúði útrýmingaráætlun nasista var ætlunin sú að þjóðir heims myndu sameinast um að taka á móti fólki sem flýr ofbeldi og ofsóknir í sínu heimaríki. Í dag eru ákveðnar þjóðir hins vegar fyrst og fremst að keppast um að gera það ekki. Og þar ætlar Ísland sko ekki að vera neinn eftirbátur. Girðingin og hjörðin Dyflinnarreglugerðin, hvað er nú það? Við þekkjum hana núorðið flest. Á grundvelli hennar hefur fólk verið sent þvers og kruss um Evrópu í áraraðir með miklum tilkostnaði, einna helst á landfræðilegan jaðar Evrópusambandsins. Skynsamlegast væri auðvitað að haga kerfinu þannig að það tryggi jafna dreifingu fólks sem leitar skjóls í Evrópu, stuðli að því að fólk geti náð fótfestu þar sem það lendir, í ríki þar sem það kannski talar tungumálið, þekkir til, þar sem atvinnutækifærin eru eða þar sem viðkomandi einstaklingur telur sig geta orðið hluti af samfélaginu. En reglurnar ganga ekki út á það. Þær ganga fyrst og fremst út á að það ríki sem „hleypti viðkomandi inn“ fyrir landamæri svæðisins taki „ábyrgðina“ á þeirri manneskju, eins og um sé að ræða eitthvað annað en manneskjur, einstaklinga með sjálfstæða hugsun, hæfileika og hugmyndir um framtíðina. Það er nefnilega þannig í hinu evrópska lagakerfi, að ef þú ert flóttamaður og kemur hingað, þá áttu rétt á vernd, en í raun máttu ekki koma hingað. Gildandi reglur heimila fólki ekki að koma til Evrópu í leit að vernd. Skyldan og valið Þannig er regluverkið, og hefur verið til áratuga. Hinar löglegu leiðir fyrir flóttafólk að koma til Evrópu og leita skjóls eru í flestum tilfellum engar. Leiðirnar eru fyrst og fremst það sem oft er kallað „ólöglegar“. Dyflinnarreglugerðin býður ríkjum Evrópu síðan upp á að varpa ábyrgðinni hvert yfir á annað, með ákveðnum takmörkunum, ef einhver slæðist inn. Öfugt á við það sem oft er haldið á lofti, er aðildarríkjum reglugerðarinnar þó alltaf frjálst að taka til sín ábyrgð á umsókn um vernd. Það er aldrei skylda að senda einstakling til annars ríkis gegn vilja viðkomandi. Aldrei. Meðal annars vegna þessa var áður ákvæði í íslenskum lögum þar sem sagði: … skal þó taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. Þetta ákvæði var afnumið af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Nú er í lögum eingöngu kveðið á um skyldu okkar til endursendingar með vísan í Dyflinnarreglugerðina, sem leggur enga slíka skyldu á okkur. Íslensk sérregla eða alþjóðleg mannúðarregla? Stjórnvöld sögðu að ástæðan hafi verið sú að um íslenska sérreglu hafi verið að ræða sem brýnt hafi verið að afnema því hún hefði svo mikið aðdráttarafl. Þetta stenst þó ekki skoðun. Að öðru ótöldu standa nefnilega eftir inngangsorð og ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar sjálfrar, sem íslensk stjórnvöld breyta ekki upp á sitt einsdæmi. Í inngangsorðum hennar segir: Sérhverju aðildarríki skal heimilt að víkja frá viðmiðununum um ábyrgð, einkum af mannúðar- og samúðarástæðum, í því skyni að sameina aðstandendur, skyldmenni eða aðra sem eru tengdir fjölskylduböndum… Í 16. gr. reglugerðarinnar segir svo: Ef umsækjandi er, sakir meðgöngu, nýfædds barns og fleira, háður aðstoð barns síns, systkinis eða foreldris, sem er með lagalega búsetu í einu aðildarríkjanna, … skulu aðildarríkin að jafnaði halda saman eða sameina umsækjanda og viðkomandi barn, systkini eða foreldri… Þetta stendur í Dyflinnarreglugerðinni sjálfri. Evrópskum lögum. Blekking eða blindni? Það var engin íslensk sérregla að heimila undantekningar frá ákvæðum Dyflinnarreglugerðarinnar á grundvelli mannúðarsjónarmiða og tengsla umsækjanda við landið. Reglan var, og er, alþjóðleg, samevrópsk og sammannleg. Ísland stærir sig af því á alþjóðavettvangi að standa öðrum ríkjum framar í vernd mannréttinda. Ég ætla að skilja þig, lesandi góður, eftir með þá spurningu hvort það sé raunverulega ennþá staðan í dag, og kannski ekki síður hvort það verði ennþá staðan á morgun, ef við höldum áfram eftir þessum vegi. Flóttamannasamningnum var ætlað að lögfesta lærdóm af seinni heimsstyrjöldinni og sameina þjóðir í að taka á móti fólki í neyð, en ekki í að vísa þeim á brott. Ætlum við að læra af sögunni eða ætlum við að endurtaka hana? Höfundur er lögmaður og varaformaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Flóttamenn Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Flóttamannasamningurinn var samþykktur í lok seinni heimsstyrjaldarinnar til að læra af mistökum mannkyns. Eftir að hafa brugðist fólki sem flúði útrýmingaráætlun nasista var ætlunin sú að þjóðir heims myndu sameinast um að taka á móti fólki sem flýr ofbeldi og ofsóknir í sínu heimaríki. Í dag eru ákveðnar þjóðir hins vegar fyrst og fremst að keppast um að gera það ekki. Og þar ætlar Ísland sko ekki að vera neinn eftirbátur. Girðingin og hjörðin Dyflinnarreglugerðin, hvað er nú það? Við þekkjum hana núorðið flest. Á grundvelli hennar hefur fólk verið sent þvers og kruss um Evrópu í áraraðir með miklum tilkostnaði, einna helst á landfræðilegan jaðar Evrópusambandsins. Skynsamlegast væri auðvitað að haga kerfinu þannig að það tryggi jafna dreifingu fólks sem leitar skjóls í Evrópu, stuðli að því að fólk geti náð fótfestu þar sem það lendir, í ríki þar sem það kannski talar tungumálið, þekkir til, þar sem atvinnutækifærin eru eða þar sem viðkomandi einstaklingur telur sig geta orðið hluti af samfélaginu. En reglurnar ganga ekki út á það. Þær ganga fyrst og fremst út á að það ríki sem „hleypti viðkomandi inn“ fyrir landamæri svæðisins taki „ábyrgðina“ á þeirri manneskju, eins og um sé að ræða eitthvað annað en manneskjur, einstaklinga með sjálfstæða hugsun, hæfileika og hugmyndir um framtíðina. Það er nefnilega þannig í hinu evrópska lagakerfi, að ef þú ert flóttamaður og kemur hingað, þá áttu rétt á vernd, en í raun máttu ekki koma hingað. Gildandi reglur heimila fólki ekki að koma til Evrópu í leit að vernd. Skyldan og valið Þannig er regluverkið, og hefur verið til áratuga. Hinar löglegu leiðir fyrir flóttafólk að koma til Evrópu og leita skjóls eru í flestum tilfellum engar. Leiðirnar eru fyrst og fremst það sem oft er kallað „ólöglegar“. Dyflinnarreglugerðin býður ríkjum Evrópu síðan upp á að varpa ábyrgðinni hvert yfir á annað, með ákveðnum takmörkunum, ef einhver slæðist inn. Öfugt á við það sem oft er haldið á lofti, er aðildarríkjum reglugerðarinnar þó alltaf frjálst að taka til sín ábyrgð á umsókn um vernd. Það er aldrei skylda að senda einstakling til annars ríkis gegn vilja viðkomandi. Aldrei. Meðal annars vegna þessa var áður ákvæði í íslenskum lögum þar sem sagði: … skal þó taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. Þetta ákvæði var afnumið af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Nú er í lögum eingöngu kveðið á um skyldu okkar til endursendingar með vísan í Dyflinnarreglugerðina, sem leggur enga slíka skyldu á okkur. Íslensk sérregla eða alþjóðleg mannúðarregla? Stjórnvöld sögðu að ástæðan hafi verið sú að um íslenska sérreglu hafi verið að ræða sem brýnt hafi verið að afnema því hún hefði svo mikið aðdráttarafl. Þetta stenst þó ekki skoðun. Að öðru ótöldu standa nefnilega eftir inngangsorð og ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar sjálfrar, sem íslensk stjórnvöld breyta ekki upp á sitt einsdæmi. Í inngangsorðum hennar segir: Sérhverju aðildarríki skal heimilt að víkja frá viðmiðununum um ábyrgð, einkum af mannúðar- og samúðarástæðum, í því skyni að sameina aðstandendur, skyldmenni eða aðra sem eru tengdir fjölskylduböndum… Í 16. gr. reglugerðarinnar segir svo: Ef umsækjandi er, sakir meðgöngu, nýfædds barns og fleira, háður aðstoð barns síns, systkinis eða foreldris, sem er með lagalega búsetu í einu aðildarríkjanna, … skulu aðildarríkin að jafnaði halda saman eða sameina umsækjanda og viðkomandi barn, systkini eða foreldri… Þetta stendur í Dyflinnarreglugerðinni sjálfri. Evrópskum lögum. Blekking eða blindni? Það var engin íslensk sérregla að heimila undantekningar frá ákvæðum Dyflinnarreglugerðarinnar á grundvelli mannúðarsjónarmiða og tengsla umsækjanda við landið. Reglan var, og er, alþjóðleg, samevrópsk og sammannleg. Ísland stærir sig af því á alþjóðavettvangi að standa öðrum ríkjum framar í vernd mannréttinda. Ég ætla að skilja þig, lesandi góður, eftir með þá spurningu hvort það sé raunverulega ennþá staðan í dag, og kannski ekki síður hvort það verði ennþá staðan á morgun, ef við höldum áfram eftir þessum vegi. Flóttamannasamningnum var ætlað að lögfesta lærdóm af seinni heimsstyrjöldinni og sameina þjóðir í að taka á móti fólki í neyð, en ekki í að vísa þeim á brott. Ætlum við að læra af sögunni eða ætlum við að endurtaka hana? Höfundur er lögmaður og varaformaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar