Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2025 09:58 Vance Luther Boelter skaut tvo til bana og særði tvo til viðbótar í Minnesota í sumar. Markmið hans var að myrða þingmenn Demókrataflokksins. Getty Skömmu áður en þungvopnaður maður skaut þingkonu og eiginmann hennar til bana í Minnesota í sumar, höfðu yfirvöld verið vöruð, af dóttur þingmanns sem hann hafði skotið áður, við því að maðurinn væri klæddur í lögreglubúning. Raunverulegir lögregluþjónar létu hann þó óáreittan því þeir héldu að hann væri einnig lögregluþjónn. Vance Luther Boelter bankaði í júní upp á dyr hjá John Hofmann, ríkisþingmanni í Minnesota, klæddur í lögreglubúning og með grímu. Þegar Hoffman kom til dyra skaut Boelter hann og eiginkonu hans, Yvette, Hann skaut seinna meir þingkonuna Melissu Hortman og eiginmann hennar til bana. Í millitíðinni hafði hann setið við hlið lögregluþjóna sem reyndu að tala við hann en létu hann óáreittan þegar hann svaraði þeim ekki. Fjölmiðlar í Minnesota hafa fengið afrit af samtali dóttur Hoffmans við neyðarlínuna eftir að hjónin voru særð. Það tók mánuði að fá afriti, sem yfirvöld neituðu lengi að afhenda, samkvæmt frétt héraðsmiðilsins KSTP. Á afritinu kemur fram að dóttirin, sem heitir Hope, sagði að einhver klæddur í lögreglubúning hefði bankað upp á og skotið foreldra hennar. Þau væru á lífi en þyrftu hjálp. Þá sagði hún manninn hafa verið grímuklæddan. Þessum upplýsingum virðist ekki hafa verið komið áfram til lögregluþjóna. Um hálftíma eftir að hann skaut Hoffman hjónin var Boelter í bíl sínum fyrir utan heimili annars ríkisþingsmanns Demókrataflokksins í Minnesota en þar voru lögregluþjónar á verði. Þeir keyrðu upp að bíl Boelters og reyndu að tala við hann. Árásarmaðurinn svaraði þeim ekki svo lögregluþjónarnir fóru á brott og eru þeir sagðir hafa talið að Boelter væri þarna til að verja heimili þingmannsins. Á þessum tímapunkti var hann með falsaða númeraplötu á bíl sínum sem á stóð „Police“ eða „lögregla“. Klukkutíma eftir það fór Boelter heim til Hortman og myrti hana og eiginmann hennar. Fjölmiðlar ytra hafa sent yfirvöldum og lögreglunni fyrirspurn um það hvort lögregluþjónar hafi verið látnir vita af því að árásarmaðurinn hafi verið klæddur eins og lögregluþjónn og hvenær það hafi verið gert, hafi það yfir höfuð verið gert. Þeim fyrirspurnum hefur ekki verið svarað en viðbrögð lögreglunnar við árásunum eru til rannsóknar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Vance Luther Boelter bankaði í júní upp á dyr hjá John Hofmann, ríkisþingmanni í Minnesota, klæddur í lögreglubúning og með grímu. Þegar Hoffman kom til dyra skaut Boelter hann og eiginkonu hans, Yvette, Hann skaut seinna meir þingkonuna Melissu Hortman og eiginmann hennar til bana. Í millitíðinni hafði hann setið við hlið lögregluþjóna sem reyndu að tala við hann en létu hann óáreittan þegar hann svaraði þeim ekki. Fjölmiðlar í Minnesota hafa fengið afrit af samtali dóttur Hoffmans við neyðarlínuna eftir að hjónin voru særð. Það tók mánuði að fá afriti, sem yfirvöld neituðu lengi að afhenda, samkvæmt frétt héraðsmiðilsins KSTP. Á afritinu kemur fram að dóttirin, sem heitir Hope, sagði að einhver klæddur í lögreglubúning hefði bankað upp á og skotið foreldra hennar. Þau væru á lífi en þyrftu hjálp. Þá sagði hún manninn hafa verið grímuklæddan. Þessum upplýsingum virðist ekki hafa verið komið áfram til lögregluþjóna. Um hálftíma eftir að hann skaut Hoffman hjónin var Boelter í bíl sínum fyrir utan heimili annars ríkisþingsmanns Demókrataflokksins í Minnesota en þar voru lögregluþjónar á verði. Þeir keyrðu upp að bíl Boelters og reyndu að tala við hann. Árásarmaðurinn svaraði þeim ekki svo lögregluþjónarnir fóru á brott og eru þeir sagðir hafa talið að Boelter væri þarna til að verja heimili þingmannsins. Á þessum tímapunkti var hann með falsaða númeraplötu á bíl sínum sem á stóð „Police“ eða „lögregla“. Klukkutíma eftir það fór Boelter heim til Hortman og myrti hana og eiginmann hennar. Fjölmiðlar ytra hafa sent yfirvöldum og lögreglunni fyrirspurn um það hvort lögregluþjónar hafi verið látnir vita af því að árásarmaðurinn hafi verið klæddur eins og lögregluþjónn og hvenær það hafi verið gert, hafi það yfir höfuð verið gert. Þeim fyrirspurnum hefur ekki verið svarað en viðbrögð lögreglunnar við árásunum eru til rannsóknar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira