Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2025 13:03 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem segja betur hefði farið á að skipuleggjendur hefðu fagnað deginum án þess að af því hlytist efnahagslegt tjón. Vísir/EinarÁrna Samtök atvinnulífsins gagnrýna breytingu á kvennafrídeginum á morgun þar sem konur og kvár séu nú með nær engum fyrirvara hvött til að leggja niður störf allan daginn. Þá minna þau á að engin skylda hvíli á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum enda í misgóðri aðstöðu til að missa starfsfólk úr vinnu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna en tilefnið er sagt vera fjöldi fyrirspurna vegna kvennafrídagsins á morgun. Þá verða liðin fimmtíu ár frá fyrsta kvennafrídeginum þegar talið er að níu af hverjum tíu konum hafi lagt niður störf til að leggja áherslu á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði. Samtökin benda á að á seinustu fimmtíu árum hafi margt áunnist hvað varði jafnrétti kynjanna. „Sem dæmi má nefna innleiðingu laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um fæðingar- og foreldraorlof. Aðgengi að umönnun barna hefur aukist til muna og stuðlað að mikilli atvinnuþátttöku kvenna þó enn vanti herslumuninn til að brúa umönnunarbilið að fullu,“ segja samtökin. „Launamunur kynjanna hafi farið sífellt minnkandi og leiðréttur launamunur milli karla og kvenna staðið í 3,6% samkvæmt nýjustu rannsókn Hagstofu Íslands. Konur gegna nú mörgum af helstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Íslensk fyrirtæki hafa jafnframt sett jafnréttismál á oddinn í sinni starfsemi í síauknum mæli. Það er því sannarlega tilefni til að minnast allrar þeirrar framþróunar sem hefur átt sér stað frá kvennafrídeginum 1975 með jákvæðum formerkjum og hátíðardagskrá.“ Samtökin benda á að konur og kvár hafi upphaflega verið hvött til að leggja niður launuð störf á meðan skipulagðri dagskrá stóð frá klukkan 13:30. „Mörg fyrirtæki hyggjast koma til móts við konur og kvár sem hyggjast taka þátt í skipulögðu dagskránni og hafa skipulagt starfsemi sína með góðum fyrirvara að teknu tilliti til þess,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins ítreka að þau leggja áherslu á að starfsfólk sem hyggst taka þátt í skipulagðri dagskrá viðburðarins óski með góðum fyrirvara eftir samtali við sinn atvinnurekanda um hvort hægt sé að koma við fjarvistum þennan dag og þá með hvað hætti. „Samtökin minna jafnframt á að atvinnurekendur eru í misgóðri aðstöðu til að koma slíkum fjarvistum við og að engin skylda hvílir á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum sem þessum.“ Samtök atvinnulífsins gagnrýna þá breytingu sem hefur átt sér stað með nær engum fyrirvara að konur og kvár séu nú hvött til að leggja niður störf allan daginn. „Samtökin leggja ríka áherslu á jafnrétti en telja að betur færi á því að þeir aðilar sem standi að baki þeim kröfum sem útlistaðar eru í tengslum við kvennafrídaginn veki athygli á þeim án þess að af því hljótist það efnahagslega tjón sem í slíkum aðgerðum felst.“ Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna en tilefnið er sagt vera fjöldi fyrirspurna vegna kvennafrídagsins á morgun. Þá verða liðin fimmtíu ár frá fyrsta kvennafrídeginum þegar talið er að níu af hverjum tíu konum hafi lagt niður störf til að leggja áherslu á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði. Samtökin benda á að á seinustu fimmtíu árum hafi margt áunnist hvað varði jafnrétti kynjanna. „Sem dæmi má nefna innleiðingu laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði og lög um fæðingar- og foreldraorlof. Aðgengi að umönnun barna hefur aukist til muna og stuðlað að mikilli atvinnuþátttöku kvenna þó enn vanti herslumuninn til að brúa umönnunarbilið að fullu,“ segja samtökin. „Launamunur kynjanna hafi farið sífellt minnkandi og leiðréttur launamunur milli karla og kvenna staðið í 3,6% samkvæmt nýjustu rannsókn Hagstofu Íslands. Konur gegna nú mörgum af helstu ábyrgðarstöðum í íslensku samfélagi. Íslensk fyrirtæki hafa jafnframt sett jafnréttismál á oddinn í sinni starfsemi í síauknum mæli. Það er því sannarlega tilefni til að minnast allrar þeirrar framþróunar sem hefur átt sér stað frá kvennafrídeginum 1975 með jákvæðum formerkjum og hátíðardagskrá.“ Samtökin benda á að konur og kvár hafi upphaflega verið hvött til að leggja niður launuð störf á meðan skipulagðri dagskrá stóð frá klukkan 13:30. „Mörg fyrirtæki hyggjast koma til móts við konur og kvár sem hyggjast taka þátt í skipulögðu dagskránni og hafa skipulagt starfsemi sína með góðum fyrirvara að teknu tilliti til þess,“ segir í tilkynningunni. Samtök atvinnulífsins ítreka að þau leggja áherslu á að starfsfólk sem hyggst taka þátt í skipulagðri dagskrá viðburðarins óski með góðum fyrirvara eftir samtali við sinn atvinnurekanda um hvort hægt sé að koma við fjarvistum þennan dag og þá með hvað hætti. „Samtökin minna jafnframt á að atvinnurekendur eru í misgóðri aðstöðu til að koma slíkum fjarvistum við og að engin skylda hvílir á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum sem þessum.“ Samtök atvinnulífsins gagnrýna þá breytingu sem hefur átt sér stað með nær engum fyrirvara að konur og kvár séu nú hvött til að leggja niður störf allan daginn. „Samtökin leggja ríka áherslu á jafnrétti en telja að betur færi á því að þeir aðilar sem standi að baki þeim kröfum sem útlistaðar eru í tengslum við kvennafrídaginn veki athygli á þeim án þess að af því hljótist það efnahagslega tjón sem í slíkum aðgerðum felst.“
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira