Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 16:31 Joao Pedro kom ekki nálægt mörkunum þremur sem Chelsea skoraði gegn Nottingham Forest. Getty/Andrew Kearns Chelsea-framherjinn Joao Pedro hefur ítrekað valdið eigendum sínum í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar vonbrigðum síðustu vikur. Það er eitthvað sem Albert Þór Guðmundsson, annar stjórnenda Fantasýn hlaðvarpsins, segir hafa verið fyrirsjáanlegt. Albert bauð Sindra Kamban félaga sínum upp á tvær gátur í nýjasta þætti Fantasýn. Önnur var hvað „2-2-2-2“ stæði fyrir og var svarið stigin sem Pedro hefur tryggt eigendum sínum í síðustu fjórum leikjum Chelsea. „Það var óþolandi að sjá 3-0 sigur og að hann tæki ekki þátt í neinu af mörkunum,“ sagði Sindri um sigur Chelsea gegn Nottingham Forest um síðustu helgi. Seinni gátan snerist um hvað „0-0-1-1“ þýddi: „Þetta eru skotin hjá Pedro, í síðustu fjórum leikjum. Og hann er framherji! Hann er bara ekki gott val og ég er bara harður á því. Ég veit að það er fullt af góðum „managerum“ og mönnum sem vinna við að gefa út fantasy-efni, sem eru með þennan gæja og hafa trú á honum. En ég sé bara ekki hvað er málið með hann,“ sagði Albert en umræðuna má heyra í þættinum hér að neðan, eftir 11 mínútur. Þægileg dagskrá hjá Chelsea „Hlutirnir hafa samt verið að falla með Pedro til að gera hann að betra vali. Fyrst datt Cole Palmer út. Gæti hann þá verið á vítunum? Delap er meiddur líka svo hann mun pottþétt spila. Mínúturnar eru öruggar. Svo er Enzo núna dottinn út, svo Pedro mun pottþétt taka vítin meðan Enzo er úti. En hann er ekki að bjóða upp á neitt með því. Þeir skora þrjú mörk og hann kemur ekki nálægt þeim,“ sagði Albert en Sindri benti á að það væri ekki svo auðveld ákvörðun að losa sig við kappann: „Það er líka pirrandi að þeir eru að fara í ágætis prógramm. Sunderland, Tottenham, Wolves og Burnley í næstu fjórum. Það er erfitt að selja hann núna.“ Albert hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að Pedro væri ekki nægilega góður kostur, þrátt fyrir að vera framherji heimsmeistaranna: „Ég vil fá hrós fyrir að hafa séð að þetta væri leikþáttur. Bara eins og Saint Pete segir, svo mikill leikþáttur að það ætti að breyta þessu í seríu.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
Albert bauð Sindra Kamban félaga sínum upp á tvær gátur í nýjasta þætti Fantasýn. Önnur var hvað „2-2-2-2“ stæði fyrir og var svarið stigin sem Pedro hefur tryggt eigendum sínum í síðustu fjórum leikjum Chelsea. „Það var óþolandi að sjá 3-0 sigur og að hann tæki ekki þátt í neinu af mörkunum,“ sagði Sindri um sigur Chelsea gegn Nottingham Forest um síðustu helgi. Seinni gátan snerist um hvað „0-0-1-1“ þýddi: „Þetta eru skotin hjá Pedro, í síðustu fjórum leikjum. Og hann er framherji! Hann er bara ekki gott val og ég er bara harður á því. Ég veit að það er fullt af góðum „managerum“ og mönnum sem vinna við að gefa út fantasy-efni, sem eru með þennan gæja og hafa trú á honum. En ég sé bara ekki hvað er málið með hann,“ sagði Albert en umræðuna má heyra í þættinum hér að neðan, eftir 11 mínútur. Þægileg dagskrá hjá Chelsea „Hlutirnir hafa samt verið að falla með Pedro til að gera hann að betra vali. Fyrst datt Cole Palmer út. Gæti hann þá verið á vítunum? Delap er meiddur líka svo hann mun pottþétt spila. Mínúturnar eru öruggar. Svo er Enzo núna dottinn út, svo Pedro mun pottþétt taka vítin meðan Enzo er úti. En hann er ekki að bjóða upp á neitt með því. Þeir skora þrjú mörk og hann kemur ekki nálægt þeim,“ sagði Albert en Sindri benti á að það væri ekki svo auðveld ákvörðun að losa sig við kappann: „Það er líka pirrandi að þeir eru að fara í ágætis prógramm. Sunderland, Tottenham, Wolves og Burnley í næstu fjórum. Það er erfitt að selja hann núna.“ Albert hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að Pedro væri ekki nægilega góður kostur, þrátt fyrir að vera framherji heimsmeistaranna: „Ég vil fá hrós fyrir að hafa séð að þetta væri leikþáttur. Bara eins og Saint Pete segir, svo mikill leikþáttur að það ætti að breyta þessu í seríu.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira