Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa 23. október 2025 18:00 Landsamband eldri borgara (LEB) hélt málþing þann 16. október sl. undir heitinu Ofbeldi er ógn, tryggjum öryggi eldri borgara. Góð aðsókn var að þinginu, bæði í salnum í húsakynnum LEB og í beinu streymi á netinu. Tilgangurinn var að varpa ljósi á hve ofbeldi gegn eldri borgurum er orðið algengt á Íslandi, hvernig hægt er að bregðast við og leitast við að finna leiðir til úrbóta. Ljóst er að fréttir um ofbeldi gegn eldri borgurum sl. mánuði er aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða dulið vandamál sem þolendur veigra sér við að tilkynna enda eru gerendur ýmist nánir ættingjar, vinir eða trúnaðarmenn. Það var Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem flutti upphafs ávarp en alls voru haldnir 11 fyrirlestrar á málþinginu, víða að úr kerfinu. Sem dæmi má nefna voru fulltrúar stofnana svo sem Lögreglunnar, Neyðarlínunnar, Kvennaathvarfsins, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Einnig heiðraði landlæknir okkur með sinni nærveru. Flestir fyrirlesarar komu inn á það hversu dulið ofbeldið er og grunnurinn að þeim vanda er sú skömm sem þolendur finna ríkulega fyrir. Þegar rætt er um ofbeldi dettur flestum í hug líkamlegt ofbeldi en það er sú tegund sem er mest áberandi, þ.e. þolendur bera þess oft merki. Það ætti kannski að gefa til kynna að auðveldara sé að takast á við það en því miður reynist það erfitt þar sem þolendur þurfa í raun að kæra gerandann til að lögregla bregðist við. Þeir eru hins vegar mjög tregir til þess sökum tengsla við gerandann, sem oftast er þeim nátengdur. Annað sem kom fram er að andlegt ofbeldi er mun algengara en við gerum okkur grein fyrir. Þolendur bera ekki augljós merki þess og því erfiðara fyrir utanaðkomandi að átta sig á slíku. Sama gildir um þessa tegund ofbeldis að þolendur hafa í fá hús að venda til að ræða vandann. Það veldur því miður einangrun og ýtir undir hana þar sem þolendur loka sig jafnvel inni á sínu heimili. Slík einangrun gerir það að verkum að aðstæður þolanda versna enn frekar þar sem ofbeldi þrífst best í þöggun. Þriðja tegund ofbeldis og hugsanlega það algengasta er fjárhagslegt ofbeldi. Það fer oft þannig fram að þolanda er stjórnað af börnum hans eða öðrum ættingjum varðandi útgjöld. Reynt er að hafa áhrif á hvað er keypt, með áherslu á það sem ekki skal kaupa eða leyfa sér og einnig eru gerendur að þiggja peningagjafir og banna að sagt sé frá. Í sumum tilfellum eru þeir sem aðstoða aldraða ættingja með fjármál að misnota aðgang sinn og millifæra peninga á eigin reikninga. Til viðbótar þessu eru svo fjárhags svik þar sem eldra fólk er platað til að millfæra fjármuni á fölskum forsendum. Hvað er til ráða? Eins og fram kom á málþinginu standa nánast allir ráðþrota sem hafa aðkomu að þessum málum. Ekki eru til skýrir ferlar sem segja til um hvernig skal meðhöndla svona mál og því miður eru þolendur líkamlegs ofbeldis oftast sendir heim aftur í ofbeldið. Það er ljóst að grípa verður inn í og búa til úrræði fyrir allar tegundir ofbeldis. Mikilvægt er einnig að búa til úrræði fyrir gerendur því það er þar sem við getum fyrst og fremst stöðvað þennan ósóma. Einn möguleikinn er að í sveitarfélögunum sé sett upp kerfi ekki ósvipað og það kerfi sem er í barnaverndarmálum. Ef upp kemur grunur um ofbeldi þá sé hægt að kalla til starfsmann sveitarfélagsins sem sinnir þessum málum eldri borgara og hann haldi síðan áfram með málið. Einnig er nauðsynlegt að stofnað verði embætti umboðsmanns eldri borgara ekki seinna en strax, sem mun verja hagsmuni eldra fólks, sinna réttargæslu og vinna gegn aldursfordómum. Það er augljóst eftir þetta málþing að vandinn er mikill og á okkar góða landi þrífst þessi ósómi sem er ofbeldi gagnvart þeim sem eru orðnir aldraðir, ekki síður en í öðrum löndum. Við skorum á stjórnvöld, sveitarfélög og hagaðila til að stofna starfshóp sem vinnur að gerð áætlunar um að vinna gegn ofbeldi og finna leiðir til úrbóta í meðferð slíkra mála. Tökum höndum saman, tölum ekki bara um þennan vanda heldur gerum eitthvað róttækt í málunum. Við hjá LEB erum til í þá vinnu. Gerum ævikvöldið ánægjuríkt með brosi og hlýju og tökum saman höndum um að útrýma þessum ósóma. Eldri borgarar eiga það skilið. Höfundar eru formaður og varaformaður LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Landsamband eldri borgara (LEB) hélt málþing þann 16. október sl. undir heitinu Ofbeldi er ógn, tryggjum öryggi eldri borgara. Góð aðsókn var að þinginu, bæði í salnum í húsakynnum LEB og í beinu streymi á netinu. Tilgangurinn var að varpa ljósi á hve ofbeldi gegn eldri borgurum er orðið algengt á Íslandi, hvernig hægt er að bregðast við og leitast við að finna leiðir til úrbóta. Ljóst er að fréttir um ofbeldi gegn eldri borgurum sl. mánuði er aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða dulið vandamál sem þolendur veigra sér við að tilkynna enda eru gerendur ýmist nánir ættingjar, vinir eða trúnaðarmenn. Það var Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem flutti upphafs ávarp en alls voru haldnir 11 fyrirlestrar á málþinginu, víða að úr kerfinu. Sem dæmi má nefna voru fulltrúar stofnana svo sem Lögreglunnar, Neyðarlínunnar, Kvennaathvarfsins, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Einnig heiðraði landlæknir okkur með sinni nærveru. Flestir fyrirlesarar komu inn á það hversu dulið ofbeldið er og grunnurinn að þeim vanda er sú skömm sem þolendur finna ríkulega fyrir. Þegar rætt er um ofbeldi dettur flestum í hug líkamlegt ofbeldi en það er sú tegund sem er mest áberandi, þ.e. þolendur bera þess oft merki. Það ætti kannski að gefa til kynna að auðveldara sé að takast á við það en því miður reynist það erfitt þar sem þolendur þurfa í raun að kæra gerandann til að lögregla bregðist við. Þeir eru hins vegar mjög tregir til þess sökum tengsla við gerandann, sem oftast er þeim nátengdur. Annað sem kom fram er að andlegt ofbeldi er mun algengara en við gerum okkur grein fyrir. Þolendur bera ekki augljós merki þess og því erfiðara fyrir utanaðkomandi að átta sig á slíku. Sama gildir um þessa tegund ofbeldis að þolendur hafa í fá hús að venda til að ræða vandann. Það veldur því miður einangrun og ýtir undir hana þar sem þolendur loka sig jafnvel inni á sínu heimili. Slík einangrun gerir það að verkum að aðstæður þolanda versna enn frekar þar sem ofbeldi þrífst best í þöggun. Þriðja tegund ofbeldis og hugsanlega það algengasta er fjárhagslegt ofbeldi. Það fer oft þannig fram að þolanda er stjórnað af börnum hans eða öðrum ættingjum varðandi útgjöld. Reynt er að hafa áhrif á hvað er keypt, með áherslu á það sem ekki skal kaupa eða leyfa sér og einnig eru gerendur að þiggja peningagjafir og banna að sagt sé frá. Í sumum tilfellum eru þeir sem aðstoða aldraða ættingja með fjármál að misnota aðgang sinn og millifæra peninga á eigin reikninga. Til viðbótar þessu eru svo fjárhags svik þar sem eldra fólk er platað til að millfæra fjármuni á fölskum forsendum. Hvað er til ráða? Eins og fram kom á málþinginu standa nánast allir ráðþrota sem hafa aðkomu að þessum málum. Ekki eru til skýrir ferlar sem segja til um hvernig skal meðhöndla svona mál og því miður eru þolendur líkamlegs ofbeldis oftast sendir heim aftur í ofbeldið. Það er ljóst að grípa verður inn í og búa til úrræði fyrir allar tegundir ofbeldis. Mikilvægt er einnig að búa til úrræði fyrir gerendur því það er þar sem við getum fyrst og fremst stöðvað þennan ósóma. Einn möguleikinn er að í sveitarfélögunum sé sett upp kerfi ekki ósvipað og það kerfi sem er í barnaverndarmálum. Ef upp kemur grunur um ofbeldi þá sé hægt að kalla til starfsmann sveitarfélagsins sem sinnir þessum málum eldri borgara og hann haldi síðan áfram með málið. Einnig er nauðsynlegt að stofnað verði embætti umboðsmanns eldri borgara ekki seinna en strax, sem mun verja hagsmuni eldra fólks, sinna réttargæslu og vinna gegn aldursfordómum. Það er augljóst eftir þetta málþing að vandinn er mikill og á okkar góða landi þrífst þessi ósómi sem er ofbeldi gagnvart þeim sem eru orðnir aldraðir, ekki síður en í öðrum löndum. Við skorum á stjórnvöld, sveitarfélög og hagaðila til að stofna starfshóp sem vinnur að gerð áætlunar um að vinna gegn ofbeldi og finna leiðir til úrbóta í meðferð slíkra mála. Tökum höndum saman, tölum ekki bara um þennan vanda heldur gerum eitthvað róttækt í málunum. Við hjá LEB erum til í þá vinnu. Gerum ævikvöldið ánægjuríkt með brosi og hlýju og tökum saman höndum um að útrýma þessum ósóma. Eldri borgarar eiga það skilið. Höfundar eru formaður og varaformaður LEB.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun