Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar 24. október 2025 06:00 Kæru konur og kvár, til hamingju með daginn. Í dag stöndum við saman til að minna á það sem aldrei má gleymast – að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það er ávöxtur baráttu, hugrekkis og samstöðu. Dagurinn snýst ekki aðeins um laun heldur snýst hann líka um virðingu, sýnileika og að konur og kvár fái að njóta sín í samfélagi sem metur framlag þeirra að verðleikum. Þegar tíminn staðnæmdist – og heimurinn fylgdist með Þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu fyrir 50 árum stöðvaðist tíminn. Alls tóku 90% kvenna þátt. Þær lögðu frá sér vinnu, lokuðu skrifstofum, skólum og verslunum, gengu út frá heimilum sínum og niður á Lækjartorg. Þær kröfðust þess sem átti að vera sjálfsagt: að störf kvenna væru metin, bæði í launum og virðingu. Þessi dagur markaði ekki aðeins tímamót í íslenskri sögu heldur vakti einnig athygli um allan heim. Ísland varð fyrirmynd annarra þjóða og sýndi að konur gátu hreyft fjöll – með því einu að sýna samstöðu. Þær sem tóku þátt árið 1975 stigu fram fyrir okkur öll. Þær lögðu grunninn að því jafnrétti sem við njótum í dag, jafnvel þó það sé enn ófullkomið. Þær brutu múra sem höfðu staðið um aldir og opnuðu dyr fyrir nýjum kynslóðum kvenna og kvára til að ganga inn í samfélag sem hlustar, lærir og breytist. Við eigum þeim mikið að þakka – og við eigum líka að minna okkur á að baráttan er ekki búin. Í dag vinnum við í anda þeirra sem ruddu veginn. Við vitum að sú vinna krefst stöðugrar endurskoðunar, samtals og aðgerða. Þó að konur séu nú í meiri mæli í forystu, í stjórnum og í áhrifastöðum, þá er enn kynbundinn launamunur, kynbundin verkaskipting á heimilum og mismunandi væntingar til karla, kvenna og kvára. Við vitum líka að jafnrétti kvenna getur aldrei orðið raunverulegt nema það sé óháð þjóðerni, aldri, uppruna, fötlun eða kynhneigð. Þess vegna skiptir samstaða máli. Reykjavíkurborg í fararbroddi Sem borgarstjóri er ég stolt af því að Reykjavík hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Við vitum að jafnrétti næst ekki með góðum ásetningi einum, það þarf að endurspeglast í því hvernig við ráðstöfum fjármunum og tökum ákvarðanir. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg innleitt kynjaða fjárhags- og starfsáætlun, þar sem markmiðið er að greina og geta tekið upplýsta ákvörðun varðandi ráðstöfun og tekjuöflun borgarinnar út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þessi nálgun hefur breytt því hvernig við hugsum um fjármál og stefnumótun í borginni. Með því að skoða þjónustu og útgjöld út frá jafnréttissjónarmiðum höfum við fengið skýrari mynd af því hvar þörf er á breytingum. Við höfum líka lagt mikla áherslu á jafnrétti innan starfsumhverfis borgarinnar sjálfrar – Reykjavík er stærsti vinnustaður landsins, og markmiðið er skýrt: að Reykjavíkurborg sé fyrirmyndar vinnustaður þar sem jafnræði og virðing eru í fyrirrúmi. Við höfum dregið úr kynbundnum launamun innan borgarkerfisins, aukið sveigjanleika í vinnu og tryggt að stjórnendur fái þjálfun í jafnréttismálum. Ákvarðanir borgarinnar snerta líka daglegt líf fólks: aðgengi, öryggi, samgöngur, leikskóla, húsnæði og heilsu. Þegar við skipuleggjum borgina með jafnrétti að leiðarljósi, þá erum við í raun að skipuleggja borg sem hentar öllum betur. Þess vegna er jafnrétti ekki sérverkefni heldur þurfum við að vera með jafnréttisgleraugun í öllu sem við gerum. Krafturinn í samfélaginu og áframhald samstaða Í dag vil ég sérstaklega fagna þeim fjölmörgu konum og kvárum sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Þið haldið borginni gangandi – í leikskólum, í velferðarþjónustu, í menningu, í sorphirðu, í umhverfis- og mannvirkjagerð og í stjórnsýslunni.Þið sjáið til þess að börnin okkar fái að læra, að eldra fólk njóti umhyggju og að borgin virki á hverjum degi. Án ykkar stæði borgin kyrr. Þess vegna vil ég þakka ykkur og óska ykkur innilega til hamingju með baráttudaginn. Kvennaverkfallið er áminning um að baráttan heldur áfram og líka vitnisburður um það sem þegar hefur tekist. Það er áminning um að við getum breytt samfélaginu þegar við stöndum saman. Við þurfum að tryggja að ungar konur og kvár sem stíga inn á vinnumarkaðinn fái jöfn tækifæri, að störf í umönnun og menntun séu metin að verðleikum, og að forystan í öllum geirum endurspegli fjölbreytileikann í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að standa saman – eins og konurnar gerðu árið 1975.Því jafnrétti er ekki einkamál kvenna og kvára; það er grundvöllur réttlætis, velferðar og efnahagslegrar framfara fyrir okkur öll. Kæru konur og kvár – til hamingju með daginn. Við stöndum á herðum þeirra sem ruddu veginn, og við höldum áfram að byggja betra samfélag fyrir öll. Það er besta leiðin til að heiðra þær sem komu á undan og tryggja að komandi kynslóðir fái jöfn tækifæri. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Kæru konur og kvár, til hamingju með daginn. Í dag stöndum við saman til að minna á það sem aldrei má gleymast – að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það er ávöxtur baráttu, hugrekkis og samstöðu. Dagurinn snýst ekki aðeins um laun heldur snýst hann líka um virðingu, sýnileika og að konur og kvár fái að njóta sín í samfélagi sem metur framlag þeirra að verðleikum. Þegar tíminn staðnæmdist – og heimurinn fylgdist með Þegar íslenskar konur lögðu niður vinnu fyrir 50 árum stöðvaðist tíminn. Alls tóku 90% kvenna þátt. Þær lögðu frá sér vinnu, lokuðu skrifstofum, skólum og verslunum, gengu út frá heimilum sínum og niður á Lækjartorg. Þær kröfðust þess sem átti að vera sjálfsagt: að störf kvenna væru metin, bæði í launum og virðingu. Þessi dagur markaði ekki aðeins tímamót í íslenskri sögu heldur vakti einnig athygli um allan heim. Ísland varð fyrirmynd annarra þjóða og sýndi að konur gátu hreyft fjöll – með því einu að sýna samstöðu. Þær sem tóku þátt árið 1975 stigu fram fyrir okkur öll. Þær lögðu grunninn að því jafnrétti sem við njótum í dag, jafnvel þó það sé enn ófullkomið. Þær brutu múra sem höfðu staðið um aldir og opnuðu dyr fyrir nýjum kynslóðum kvenna og kvára til að ganga inn í samfélag sem hlustar, lærir og breytist. Við eigum þeim mikið að þakka – og við eigum líka að minna okkur á að baráttan er ekki búin. Í dag vinnum við í anda þeirra sem ruddu veginn. Við vitum að sú vinna krefst stöðugrar endurskoðunar, samtals og aðgerða. Þó að konur séu nú í meiri mæli í forystu, í stjórnum og í áhrifastöðum, þá er enn kynbundinn launamunur, kynbundin verkaskipting á heimilum og mismunandi væntingar til karla, kvenna og kvára. Við vitum líka að jafnrétti kvenna getur aldrei orðið raunverulegt nema það sé óháð þjóðerni, aldri, uppruna, fötlun eða kynhneigð. Þess vegna skiptir samstaða máli. Reykjavíkurborg í fararbroddi Sem borgarstjóri er ég stolt af því að Reykjavík hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Við vitum að jafnrétti næst ekki með góðum ásetningi einum, það þarf að endurspeglast í því hvernig við ráðstöfum fjármunum og tökum ákvarðanir. Þess vegna hefur Reykjavíkurborg innleitt kynjaða fjárhags- og starfsáætlun, þar sem markmiðið er að greina og geta tekið upplýsta ákvörðun varðandi ráðstöfun og tekjuöflun borgarinnar út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þessi nálgun hefur breytt því hvernig við hugsum um fjármál og stefnumótun í borginni. Með því að skoða þjónustu og útgjöld út frá jafnréttissjónarmiðum höfum við fengið skýrari mynd af því hvar þörf er á breytingum. Við höfum líka lagt mikla áherslu á jafnrétti innan starfsumhverfis borgarinnar sjálfrar – Reykjavík er stærsti vinnustaður landsins, og markmiðið er skýrt: að Reykjavíkurborg sé fyrirmyndar vinnustaður þar sem jafnræði og virðing eru í fyrirrúmi. Við höfum dregið úr kynbundnum launamun innan borgarkerfisins, aukið sveigjanleika í vinnu og tryggt að stjórnendur fái þjálfun í jafnréttismálum. Ákvarðanir borgarinnar snerta líka daglegt líf fólks: aðgengi, öryggi, samgöngur, leikskóla, húsnæði og heilsu. Þegar við skipuleggjum borgina með jafnrétti að leiðarljósi, þá erum við í raun að skipuleggja borg sem hentar öllum betur. Þess vegna er jafnrétti ekki sérverkefni heldur þurfum við að vera með jafnréttisgleraugun í öllu sem við gerum. Krafturinn í samfélaginu og áframhald samstaða Í dag vil ég sérstaklega fagna þeim fjölmörgu konum og kvárum sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Þið haldið borginni gangandi – í leikskólum, í velferðarþjónustu, í menningu, í sorphirðu, í umhverfis- og mannvirkjagerð og í stjórnsýslunni.Þið sjáið til þess að börnin okkar fái að læra, að eldra fólk njóti umhyggju og að borgin virki á hverjum degi. Án ykkar stæði borgin kyrr. Þess vegna vil ég þakka ykkur og óska ykkur innilega til hamingju með baráttudaginn. Kvennaverkfallið er áminning um að baráttan heldur áfram og líka vitnisburður um það sem þegar hefur tekist. Það er áminning um að við getum breytt samfélaginu þegar við stöndum saman. Við þurfum að tryggja að ungar konur og kvár sem stíga inn á vinnumarkaðinn fái jöfn tækifæri, að störf í umönnun og menntun séu metin að verðleikum, og að forystan í öllum geirum endurspegli fjölbreytileikann í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að standa saman – eins og konurnar gerðu árið 1975.Því jafnrétti er ekki einkamál kvenna og kvára; það er grundvöllur réttlætis, velferðar og efnahagslegrar framfara fyrir okkur öll. Kæru konur og kvár – til hamingju með daginn. Við stöndum á herðum þeirra sem ruddu veginn, og við höldum áfram að byggja betra samfélag fyrir öll. Það er besta leiðin til að heiðra þær sem komu á undan og tryggja að komandi kynslóðir fái jöfn tækifæri. Höfundur er borgarstjóri.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun