Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 24. október 2025 09:30 Í gær mælti ég fyrir tillögu okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Það er viðeigandi að málið sé sett á dagskrá þingsins nú þegar algjör neyð ríkir í málefnum fólks með vímuefnavanda. Og ráðherra málaflokksins og ríkisstjórnin virðast ráðalaus. Enginn getur verið ósnortinn af umfjöllun foreldra sem hafa stigið fram að undanförnu með harmsögur um veikindi og jafnvel dauðsföll barna með fíknisjúkdóma. Mæðgin sem stigu fram og bentu á að biðlistar eftir meðferðarúrræðum væru dauðalistar. Faðir sem missti unga syni sína með 12 klukkustunda millibili. Mæður sem ferðast hinu megin á hnöttinn til að fá viðeigandi aðstoð fyrir drengina sína. Ef við bregðumst ekki við núna, hvenær þá? Alltof mörg dauðsföll Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir og bið eftir heilbrigðisþjónustu getur verið dauðadómur. Meðan sjúklingarnir bíða eftir að fá viðeigandi þjónustu er gífurlegt álag á aðstandendum þeirra og fjölskyldum með tilheyrandi afleiðingum og kostnaði fyrir samfélagið. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að heilbrigðisráðherra láti greina þá hópa sem ekki fá viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Nauðsynlegt er að mismunandi sjúklingahópar verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Þessi vinna sem við leggjum til fer vel samhliða annarri vinnu sem á sér þegar stað á vegum heilbrigðisyfirvalda. Við vöktum þó athygli á því í umræðunni að á meðan starfshópar rýna í tölur og við skrifum skýrslur, eru biðlistar eftir meðferðarúrræðum langir og neyðin mikil. Og á þessum biðlistum deyja alltof margir allt of snemma. Vímuefnavandinn snertir alla Það hlýtur öllum að vera það ljóst að fólki sem glímir við vímuefnavanda er ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Það er í hrópandi mótsögn við þá mikilvægu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Við þekkjum öll einhverja sem þjást vegna vímuefnavanda, hvort sem það eru sjúklingar eða aðstandendur þeirra. Drifkraftur minn er ekki síst andlát systur minnar sem lést alltof ung úr fíknisjúkdómi. Tillagan er því lögð fram í minningu hennar. Hún er einnig lögð fram fyrir fjölskylduna mína og allar fjölskyldur sem þjást vegna fíknisjúkdóma. Því fíkn er fjölskyldusjúkdómur. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við þessa stöðu. Það er kominn tími á viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær mælti ég fyrir tillögu okkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Það er viðeigandi að málið sé sett á dagskrá þingsins nú þegar algjör neyð ríkir í málefnum fólks með vímuefnavanda. Og ráðherra málaflokksins og ríkisstjórnin virðast ráðalaus. Enginn getur verið ósnortinn af umfjöllun foreldra sem hafa stigið fram að undanförnu með harmsögur um veikindi og jafnvel dauðsföll barna með fíknisjúkdóma. Mæðgin sem stigu fram og bentu á að biðlistar eftir meðferðarúrræðum væru dauðalistar. Faðir sem missti unga syni sína með 12 klukkustunda millibili. Mæður sem ferðast hinu megin á hnöttinn til að fá viðeigandi aðstoð fyrir drengina sína. Ef við bregðumst ekki við núna, hvenær þá? Alltof mörg dauðsföll Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir og bið eftir heilbrigðisþjónustu getur verið dauðadómur. Meðan sjúklingarnir bíða eftir að fá viðeigandi þjónustu er gífurlegt álag á aðstandendum þeirra og fjölskyldum með tilheyrandi afleiðingum og kostnaði fyrir samfélagið. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að heilbrigðisráðherra láti greina þá hópa sem ekki fá viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Nauðsynlegt er að mismunandi sjúklingahópar verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Þessi vinna sem við leggjum til fer vel samhliða annarri vinnu sem á sér þegar stað á vegum heilbrigðisyfirvalda. Við vöktum þó athygli á því í umræðunni að á meðan starfshópar rýna í tölur og við skrifum skýrslur, eru biðlistar eftir meðferðarúrræðum langir og neyðin mikil. Og á þessum biðlistum deyja alltof margir allt of snemma. Vímuefnavandinn snertir alla Það hlýtur öllum að vera það ljóst að fólki sem glímir við vímuefnavanda er ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta. Það er í hrópandi mótsögn við þá mikilvægu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Við þekkjum öll einhverja sem þjást vegna vímuefnavanda, hvort sem það eru sjúklingar eða aðstandendur þeirra. Drifkraftur minn er ekki síst andlát systur minnar sem lést alltof ung úr fíknisjúkdómi. Tillagan er því lögð fram í minningu hennar. Hún er einnig lögð fram fyrir fjölskylduna mína og allar fjölskyldur sem þjást vegna fíknisjúkdóma. Því fíkn er fjölskyldusjúkdómur. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við þessa stöðu. Það er kominn tími á viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnavanda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun