Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 07:30 Freyr Alexandersson klappar fyrir stuðningsmönnum Brann eftir sigurinn stórkostlega gegn Rangers í gærkvöld. Getty/Craig Foy Stuðningsmenn norska knattspyrnufélagsins Brann voru skiljanlega í skýjunum í gærkvöld eftir frábæran 3-0 sigur á skoska risanum Rangers. Þeir virtust aldrei ætla að hætta að fagna og þjálfarinn Freyr Alexandersson tók virkan þátt. Norski miðillinn Nettavisen lýsti sigri Brann í gær sem mögulega stærsta Evrópukvöldi í sögu félagsins. Með sigrinum hefur Brann nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni og sýnt að liðið á svo sannarlega heima í þessari næststerkustu Evrópukeppni fótboltans. Á samfélagsmiðlum Brann má sjá hversu ánægðir stuðningsmenn eru með lífið þessa dagana og þjálfarann Frey sem þeir fögnuðu ákaft með eftir leik í gær. Á myndbandinu hér að neðan má heyra þá bíða eftir að Freyr fagni með þeim og kalla ítrekað eftir því að hann snúi aftur til þeirra. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) „Guð minn góður, þvílíkt lið“ Á meðan að skoskir miðlar lýsa tapi Rangers sem katastrófu og segja það afar neyðarlegt þá eru Norðmenn hæstánægðir með liðið sem Freyr er búinn að móta. „Guð minn góður, þvílíkt lið sem við erum með, gott fólk,“ sagði Jonas Grönner, fyrrverandi leikmaður Brann og sérfræðingur Bergensavisen. Stuðningsmenn Brann eru einstakir í Noregi og fögnuðu ákaft með leikmönnum og þjálfurum eftir leik.Getty/Craig Foy „Hugsið ykkur að geta byggt upp stemningu fyrir alvöru stórleik þar sem öllum fótboltaáhugamönnum í Noregi er boðið. Og svo stendur liðið sig svona svakalega vel. Þetta Brann-lið hættir aldrei að heilla. Vá, er það eina sem ég get sagt,“ sagði Grönner. Æskudraumur að rætast Noah Holm, sem skoraði þriðja mark Brann í gærkvöld, sagði draum sinn frá því að hann var ungur strákur hafa ræst í gærkvöld. „Það var líka æskudraumur minn að vinna Rangers 3-0. Það er virkilega sterkt. Mér fannst við spila á svakalega háu stigi,“ sagði Freyr á blaðamannafundi eftir leik. Freyr sáttur eftir sigurinn í gær.Getty/Craig Foy Brann er þegar komið með sex stig og á góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, nú þegar fimm umferðir eru enn eftir. Liðið er raunar í áttunda sæti og gæti orðið eitt af liðunum átta sem komast beint áfram í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti keppa svo um að komast þangað. „Við verðum að fá að minnsta kosti tíu stig til að komast áfram og við erum komnir með sex. Við sækjumst eftir fjórum stigum í næstu leikjum og þegar við náum að tryggja okkur áfram þá höldum við áfram að sækja stig,“ sagði Freyr. Brann spilar næst við Bologna á útivelli 6. nóvember en á svo eftir útileiki við PAOK og Sturm Graz og heimaleiki við Fenerbahce og Midtjylland. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Norski miðillinn Nettavisen lýsti sigri Brann í gær sem mögulega stærsta Evrópukvöldi í sögu félagsins. Með sigrinum hefur Brann nú unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í Evrópudeildinni og sýnt að liðið á svo sannarlega heima í þessari næststerkustu Evrópukeppni fótboltans. Á samfélagsmiðlum Brann má sjá hversu ánægðir stuðningsmenn eru með lífið þessa dagana og þjálfarann Frey sem þeir fögnuðu ákaft með eftir leik í gær. Á myndbandinu hér að neðan má heyra þá bíða eftir að Freyr fagni með þeim og kalla ítrekað eftir því að hann snúi aftur til þeirra. View this post on Instagram A post shared by Sportsklubben Brann (@sportsklubbenbrann) „Guð minn góður, þvílíkt lið“ Á meðan að skoskir miðlar lýsa tapi Rangers sem katastrófu og segja það afar neyðarlegt þá eru Norðmenn hæstánægðir með liðið sem Freyr er búinn að móta. „Guð minn góður, þvílíkt lið sem við erum með, gott fólk,“ sagði Jonas Grönner, fyrrverandi leikmaður Brann og sérfræðingur Bergensavisen. Stuðningsmenn Brann eru einstakir í Noregi og fögnuðu ákaft með leikmönnum og þjálfurum eftir leik.Getty/Craig Foy „Hugsið ykkur að geta byggt upp stemningu fyrir alvöru stórleik þar sem öllum fótboltaáhugamönnum í Noregi er boðið. Og svo stendur liðið sig svona svakalega vel. Þetta Brann-lið hættir aldrei að heilla. Vá, er það eina sem ég get sagt,“ sagði Grönner. Æskudraumur að rætast Noah Holm, sem skoraði þriðja mark Brann í gærkvöld, sagði draum sinn frá því að hann var ungur strákur hafa ræst í gærkvöld. „Það var líka æskudraumur minn að vinna Rangers 3-0. Það er virkilega sterkt. Mér fannst við spila á svakalega háu stigi,“ sagði Freyr á blaðamannafundi eftir leik. Freyr sáttur eftir sigurinn í gær.Getty/Craig Foy Brann er þegar komið með sex stig og á góða möguleika á að komast áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, nú þegar fimm umferðir eru enn eftir. Liðið er raunar í áttunda sæti og gæti orðið eitt af liðunum átta sem komast beint áfram í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti keppa svo um að komast þangað. „Við verðum að fá að minnsta kosti tíu stig til að komast áfram og við erum komnir með sex. Við sækjumst eftir fjórum stigum í næstu leikjum og þegar við náum að tryggja okkur áfram þá höldum við áfram að sækja stig,“ sagði Freyr. Brann spilar næst við Bologna á útivelli 6. nóvember en á svo eftir útileiki við PAOK og Sturm Graz og heimaleiki við Fenerbahce og Midtjylland.
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira