Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar 24. október 2025 12:30 „Helvítis vitleysa er þessi Rússagrýla“ sagði Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir margt löngu við Einar Olgeirsson formann Sósíalistaflokksins. Og bætti svo við: „En andskoti er hún skæð í áróðrinum.“ Vofan sem gekk lausum logum um Evrópu um miðbik 19. aldar, vofa kommúnismans, sem Karl Marx og Friedrich Engels sögðu frá, virðist hafa verið kveðin niður. En Rússagrýlan sem fyrir nokkrum árum virtist dauð hefur risið upp magnaðari en nokkru sinni og herjar á heilabú flestra ráðamanna í Evrópu. Ísland er þar engin undantekning. Núverandi utanríkisráðherra Íslands, líklega ógæfusamasti stjórnmálamaður landsins í seinni tíð, sem varð sér til háborinnar skammar sem þáverandi menntamálaráðherra þegar viðvörunarorðum erlends hagfræðings rétt fyrir hrunið 2008 var svarað dónalega og hagfræðingnum bent á að endurmennta sig, hefur upp á síðkastið gengið framfyrir skjöldu og talað fjálglega um að Ísland þurfi að koma sér upp eigin her. Ennfremur leyniþjónustu. Án þess að færa nokkur rök fyrir aðsteðjandi utanaðkomandi hættu fyrir land og þjóð. Það er því ekki úr vegi að athuga hver hin utanaðkomandi hætta gæti verið og hverjir óvinir Íslands eru. Ef sleppt er ræningjaárásinni sem stjórnað var frá Hollandi og kölluð hefur verið Tyrkjaránið 1627 þá hefur Ísland einungis tvívegis orðið fyrir erlendri árás og verið tekið hernámi. Fyrst voru það bretar sem sem hernámu landið hinn 10. maí 1940 og sviftu marga íslendinga frelsi og fluttu þá til Bretlands í fangelsi, án dóms og laga. Þegar bretar gáfust upp á hernáminu ári síðar, illa á sig komnir eftir harðan íslenskan vetur, tóku bandaríkjamenn við, og hafa þeir verið viðloðandi öll ár síðan þá, í mismiklum mæli. Þegar íslendingar færðu út landhelgi sína í 12 sjómílur árið 1956 og síðar í 50 mílur 1972 og loks 200 mílur 1975 brugðust bretar illa við og sendu herskip sín á Íslandsmið. Öllum þorskastríðunum lauk með sigri íslendinga sem stóðu saman, allir sem einn, undir dyggri forystu stjórnvalda og áhafna varðskipanna. Fleiri beinum árásum á Ísland er ekki til að dreifa. Reyndar má minna á Norðmenn sem komu til Íslands á síðustu áratugum 19. aldarinnar með gufuknúna hvalveiðibáta sína, útbúna fallbyssum með sprengiskutli. Þeir stunduðu gríðarlega rányrkju og útrýmdu hvölum á grunnslóð í fjörðum vestanlands og austan. Nú eru norðmenn komnir aftur og eru að eyðileggja lífríkið með yfirgengilegu laxeldi í fjörðunum fyrir vestan og austan eftir að þeir eru búnir að eyðileggja lífsskilyrðin í fjörðum Noregs.. En Rússagrýlan? Hvað með Rússana? Hvað gerðu þeir Íslendingum? Þegar þorskastríðið 1956 skall á þá settu bretar viðskiptabann á Ísland. Útflutningur á fiski stöðvaðist. Mikilvægasta útflutningsvara íslendinga. Þá voru það Rússar sem buðu Íslendingum viðskiptasamninga. Reyndar var um vöruskiptasamninga að ræða, þannið að Sovétríkin fengu fisk en Ísland fékk olíu, bíla o.fl. Enn eru margir sem muna rússnesku bílana, Pobeta, Moskvits, Volga og ekki síst rússajeppana GAZ. Austurevrópuríkin, leppríki Sovétríkjanna, komu líka að þessum viðskiptasamningum. Og á Íslandi rúlluðu fyrir og eftir 1960 og mörg ár eftir það bæði tekkneskir Skoda-bílar, austurþýskir Wartburg og Trabant. Bílar sem aldrei sáust á götum í Vestur-Evrópu eða Bandaríkjunum. Í stuttu máli sagt: Það voru Sovétríkin sem komu Íslandi til bjargar þegar bretar beittu Ísland viðskiptaþvingunum og ætluðu að svelta íslendinga til undirgefni við breska heimsveldið. Rússar hafa aldrei gert Íslandi mein. Ekki á dögum rússneska keisaradæmisins. Ekki á tímum Sovétríkjanna. Ekki eftir fall Sovétríkjanna. ALDREI! Nú væntum við þess að hinn ógæfusami utanríkisráðherra Íslands beini spjótum sínum að óvinum Íslands í Bretlandi og Bandaríkjunum í fyrsta lagi, og kannski Noregi í öðru lagi. Öflugur íslenskur her til að drepa og eyðileggja, og leyniþjónusta til að njósna um útlenda óvini landsins – og jafnframt innlenda andstæðinga ráðherrans. Íslensku hermennirnir, kannski börn eða barnabörn utanríkisráðherrans, myndu byrja á því að ráðast á Bretland, og hefna fyrir ósigur norrænna manna við Hastings 1066. Það er víst kominn tími til. Höfundurinn er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
„Helvítis vitleysa er þessi Rússagrýla“ sagði Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir margt löngu við Einar Olgeirsson formann Sósíalistaflokksins. Og bætti svo við: „En andskoti er hún skæð í áróðrinum.“ Vofan sem gekk lausum logum um Evrópu um miðbik 19. aldar, vofa kommúnismans, sem Karl Marx og Friedrich Engels sögðu frá, virðist hafa verið kveðin niður. En Rússagrýlan sem fyrir nokkrum árum virtist dauð hefur risið upp magnaðari en nokkru sinni og herjar á heilabú flestra ráðamanna í Evrópu. Ísland er þar engin undantekning. Núverandi utanríkisráðherra Íslands, líklega ógæfusamasti stjórnmálamaður landsins í seinni tíð, sem varð sér til háborinnar skammar sem þáverandi menntamálaráðherra þegar viðvörunarorðum erlends hagfræðings rétt fyrir hrunið 2008 var svarað dónalega og hagfræðingnum bent á að endurmennta sig, hefur upp á síðkastið gengið framfyrir skjöldu og talað fjálglega um að Ísland þurfi að koma sér upp eigin her. Ennfremur leyniþjónustu. Án þess að færa nokkur rök fyrir aðsteðjandi utanaðkomandi hættu fyrir land og þjóð. Það er því ekki úr vegi að athuga hver hin utanaðkomandi hætta gæti verið og hverjir óvinir Íslands eru. Ef sleppt er ræningjaárásinni sem stjórnað var frá Hollandi og kölluð hefur verið Tyrkjaránið 1627 þá hefur Ísland einungis tvívegis orðið fyrir erlendri árás og verið tekið hernámi. Fyrst voru það bretar sem sem hernámu landið hinn 10. maí 1940 og sviftu marga íslendinga frelsi og fluttu þá til Bretlands í fangelsi, án dóms og laga. Þegar bretar gáfust upp á hernáminu ári síðar, illa á sig komnir eftir harðan íslenskan vetur, tóku bandaríkjamenn við, og hafa þeir verið viðloðandi öll ár síðan þá, í mismiklum mæli. Þegar íslendingar færðu út landhelgi sína í 12 sjómílur árið 1956 og síðar í 50 mílur 1972 og loks 200 mílur 1975 brugðust bretar illa við og sendu herskip sín á Íslandsmið. Öllum þorskastríðunum lauk með sigri íslendinga sem stóðu saman, allir sem einn, undir dyggri forystu stjórnvalda og áhafna varðskipanna. Fleiri beinum árásum á Ísland er ekki til að dreifa. Reyndar má minna á Norðmenn sem komu til Íslands á síðustu áratugum 19. aldarinnar með gufuknúna hvalveiðibáta sína, útbúna fallbyssum með sprengiskutli. Þeir stunduðu gríðarlega rányrkju og útrýmdu hvölum á grunnslóð í fjörðum vestanlands og austan. Nú eru norðmenn komnir aftur og eru að eyðileggja lífríkið með yfirgengilegu laxeldi í fjörðunum fyrir vestan og austan eftir að þeir eru búnir að eyðileggja lífsskilyrðin í fjörðum Noregs.. En Rússagrýlan? Hvað með Rússana? Hvað gerðu þeir Íslendingum? Þegar þorskastríðið 1956 skall á þá settu bretar viðskiptabann á Ísland. Útflutningur á fiski stöðvaðist. Mikilvægasta útflutningsvara íslendinga. Þá voru það Rússar sem buðu Íslendingum viðskiptasamninga. Reyndar var um vöruskiptasamninga að ræða, þannið að Sovétríkin fengu fisk en Ísland fékk olíu, bíla o.fl. Enn eru margir sem muna rússnesku bílana, Pobeta, Moskvits, Volga og ekki síst rússajeppana GAZ. Austurevrópuríkin, leppríki Sovétríkjanna, komu líka að þessum viðskiptasamningum. Og á Íslandi rúlluðu fyrir og eftir 1960 og mörg ár eftir það bæði tekkneskir Skoda-bílar, austurþýskir Wartburg og Trabant. Bílar sem aldrei sáust á götum í Vestur-Evrópu eða Bandaríkjunum. Í stuttu máli sagt: Það voru Sovétríkin sem komu Íslandi til bjargar þegar bretar beittu Ísland viðskiptaþvingunum og ætluðu að svelta íslendinga til undirgefni við breska heimsveldið. Rússar hafa aldrei gert Íslandi mein. Ekki á dögum rússneska keisaradæmisins. Ekki á tímum Sovétríkjanna. Ekki eftir fall Sovétríkjanna. ALDREI! Nú væntum við þess að hinn ógæfusami utanríkisráðherra Íslands beini spjótum sínum að óvinum Íslands í Bretlandi og Bandaríkjunum í fyrsta lagi, og kannski Noregi í öðru lagi. Öflugur íslenskur her til að drepa og eyðileggja, og leyniþjónusta til að njósna um útlenda óvini landsins – og jafnframt innlenda andstæðinga ráðherrans. Íslensku hermennirnir, kannski börn eða barnabörn utanríkisráðherrans, myndu byrja á því að ráðast á Bretland, og hefna fyrir ósigur norrænna manna við Hastings 1066. Það er víst kominn tími til. Höfundurinn er sagnfræðingur.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun