Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar 24. október 2025 12:18 Nú er 50 ára afmæli kvennaverkfallsins. Konur og kvár eiga að safnast saman í bænum og fagna sigri og berjast fyrir restinni af réttindinum sem vantar uppá. Ja, með smá caveat samt. Er fólk eins og ég velkomið? Ég íhugaði að fara í bæinn í dag, verandi jafnréttissinni og kona. En í vikunni sat ég og horfði á fréttir og heyrði þar hluti í sambandi við þennan dag sem ég hef heyrt svo oft áður. ‘Já en er ekki jafnrétti náð? Er nokkuð eftir til að berjast fyrir?’. Hugsaði að kannski ekki fyrir hana, enda eru fréttakonur réttar konur. Hlustaði svo á viðtal við konu í sem talaði um hversu mikilvægt það væri að stefna að jafnrétti kvenna, en samt að sinna auðvitað lagalegri skyldu sinni líka þrátt fyrir kvennaverkfall. Þetta sagði hún sem hefur sjálf hunsað ítrekaðar tilraunir mínar til að fá jafnrétti og rétt minn innan stofnunar hennar. Spari orð í mótsögn við hversdags gjörðir. Ætti ég í bæinn? Af því þær konur sem ég ber ómælda virðingu fyrir verða ekki þar fremstar. Það yrðu hinar, elítu konurnar sem eru svo góðar að þær þurfa ekki að virða neitt einasta ‚nei‘, þurfa ekki að hlusta á ‚ég vil þetta ekki‘ eða ‚hættu‘. Hljómar það eins og eitthvað? Nei, af því þær eru konur, og konur eru alltaf góðar. Þegar ég veit að fyrrnefnda konan verður þarna og hætta á fleirum af hennar líkum. Ég vil heldur ekki eiga það á hættu að heyra einn ráðherra tala um það hvað bæði konur og kvár ættu skilið meiri réttindi. Ekki mín réttindi auðvitað, það lærði ég á þessu ári. Ég velti fyrir mér hversu upplífgandi þessi ‚samstöðufundur‘ gæti orðið vitandi að þar yrðu konur sem telja mig varla vera mennska veru. Kannski líka karl kollegar þeirra sem hafa gert hið sama. Þær yrðu allar þarna að fagna sínum réttindum meðan þær neita mér um mín. Hvernig get ég verið velkomin meðal kvenna sem velja að kvelja? Eða þeirra sem horfa uppá það og segja ekkert? Gera ekkert? Þær eru þó nokkrar. Sumar jafnvel skyldmenni. Það er sárast. Konur sem hafa óendanlega samúð með ókunnum í fjölmiðlum, enga fyrir nágranna eða ættingja. Ef þú veist að þú sért ekki örugg fyrir ‚liðsfélögum‘ þá er samstöðunni sjálfhætt. Engin ferð í miðbæinn fyrir mig. Mér hefur hvort eð er ekki verið leyft að vera með sem jöfn manneskja hingað til. Það af konum til jafns við karlanna. Ertu nógu flott til að fá að vera? Með þessu öllu meina ég ekki að ‚konur eru konum verstar‘ eða álíka bull. Það er fullt af raunverulega góðum konum á Íslandi. Þær eru bara ekki þær sem fá að ákveða mikilvæga hluti. Þær eru hinar. Þær eru nauðsynlegar í augum samfélagsins, en ekki mikilvægar. Þessar sem þarf aldrei að hlusta á. Af því þær fara ekki með vald. Samt hafa þær konur aldrei dregið mína reynslu í efa ólíkt fínu konunum, ‚góðu‘ konunum. Jafnréttið er ekki fyrir þær neitt frekar en mig. Ekki frekar en karlmannanna sem eru af og í sömu stöðu. Sem ég heyri skrímslavædda fyrir kyn sitt en jafnvel ennþá meira fyrir samfélagsstöðu og skort á menntun. Enn það má auðvitað ekki kvarta, af því við erum svo heppnar. Ísland er svo gott land. Það má ekki kvarta yfir mismun á Íslandi af því við gætum verið í Afganistan! Sem er, þegar rangar konur kvarta undan órétti, eina annað landið í heiminum. Engin Danmörk, ekki nein Svíþjóð til, bara Afganistan. Heppin, þú vesalingur að vera ekki þar. Þegar Lilja Rós Bláklukka, venjuleg stelpa úr Garðabæ af hrút venjulegum verkalýðsættum (lesist: 3 kynslóðir af læknum, lögfræðingum, arkitektum og auðvitað einn og einn ráðherra) verður fyrir misrétti eða er neitað um sín réttindi þá hins vegar er það hneyksli! Skandall! Þá skyndilega er Svíþjóð til sem samanburðar land. Af því á endanum snýst þetta um stétt. Hversu fín kona ertu? Ertu nógu fín kona til að fá að vera manneskja? Fínu konurnar eru ekkert betri en fínu karlmennirnir. Ef eitthvað er þá finnst þeim jafnvel auðveldara að bregðast öðrum konum af því auðvitað geta feministar ekki mismunað konum. Ef þú, kæra kona, tilheyrir röngum minnihlutahópi, eða ert bara ekki nógu rétt eintak af þeim minnihlutahópi þá bara er alveg til að þú verðir skilin eftir. Nema þú sért fræg, það getur verið nóg fyrir þær, enda skilja þær að frægir eru alltaf fólk, ekki hlutir. Samstaða? Ekki sem ég hef séð, ekki sem ég hef heyrt af. Sumir sitja eftir, og þeir sem nú þegar hafa fengið virðast ansi gjarnir á að draga tröppurnar upp eftir að þeir eru komnir í góða stöðu svo þeir þurfi ekki að deila réttindum. Skiptir máli hvort sá sem neitar mér um jafnan rétt og mismunar mér er karl eða kona? Auðvitað ekki fyrir mér. En það er bara af því ég raunverulega trúi á jafnrétti. Trúir þú á raunverulegt lagalegt jafnrétti? Fyrir alla? Í raun, ekki bara í orði? Ég þori, ég vil, en ég get ekki. Ekki ein. Það er alltaf einhver ‚góð(ur)‘ sem kemur í veg fyrir það. Höfundur er kona sem myndi líka vilja fá að vera með í jafnrétti kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er 50 ára afmæli kvennaverkfallsins. Konur og kvár eiga að safnast saman í bænum og fagna sigri og berjast fyrir restinni af réttindinum sem vantar uppá. Ja, með smá caveat samt. Er fólk eins og ég velkomið? Ég íhugaði að fara í bæinn í dag, verandi jafnréttissinni og kona. En í vikunni sat ég og horfði á fréttir og heyrði þar hluti í sambandi við þennan dag sem ég hef heyrt svo oft áður. ‘Já en er ekki jafnrétti náð? Er nokkuð eftir til að berjast fyrir?’. Hugsaði að kannski ekki fyrir hana, enda eru fréttakonur réttar konur. Hlustaði svo á viðtal við konu í sem talaði um hversu mikilvægt það væri að stefna að jafnrétti kvenna, en samt að sinna auðvitað lagalegri skyldu sinni líka þrátt fyrir kvennaverkfall. Þetta sagði hún sem hefur sjálf hunsað ítrekaðar tilraunir mínar til að fá jafnrétti og rétt minn innan stofnunar hennar. Spari orð í mótsögn við hversdags gjörðir. Ætti ég í bæinn? Af því þær konur sem ég ber ómælda virðingu fyrir verða ekki þar fremstar. Það yrðu hinar, elítu konurnar sem eru svo góðar að þær þurfa ekki að virða neitt einasta ‚nei‘, þurfa ekki að hlusta á ‚ég vil þetta ekki‘ eða ‚hættu‘. Hljómar það eins og eitthvað? Nei, af því þær eru konur, og konur eru alltaf góðar. Þegar ég veit að fyrrnefnda konan verður þarna og hætta á fleirum af hennar líkum. Ég vil heldur ekki eiga það á hættu að heyra einn ráðherra tala um það hvað bæði konur og kvár ættu skilið meiri réttindi. Ekki mín réttindi auðvitað, það lærði ég á þessu ári. Ég velti fyrir mér hversu upplífgandi þessi ‚samstöðufundur‘ gæti orðið vitandi að þar yrðu konur sem telja mig varla vera mennska veru. Kannski líka karl kollegar þeirra sem hafa gert hið sama. Þær yrðu allar þarna að fagna sínum réttindum meðan þær neita mér um mín. Hvernig get ég verið velkomin meðal kvenna sem velja að kvelja? Eða þeirra sem horfa uppá það og segja ekkert? Gera ekkert? Þær eru þó nokkrar. Sumar jafnvel skyldmenni. Það er sárast. Konur sem hafa óendanlega samúð með ókunnum í fjölmiðlum, enga fyrir nágranna eða ættingja. Ef þú veist að þú sért ekki örugg fyrir ‚liðsfélögum‘ þá er samstöðunni sjálfhætt. Engin ferð í miðbæinn fyrir mig. Mér hefur hvort eð er ekki verið leyft að vera með sem jöfn manneskja hingað til. Það af konum til jafns við karlanna. Ertu nógu flott til að fá að vera? Með þessu öllu meina ég ekki að ‚konur eru konum verstar‘ eða álíka bull. Það er fullt af raunverulega góðum konum á Íslandi. Þær eru bara ekki þær sem fá að ákveða mikilvæga hluti. Þær eru hinar. Þær eru nauðsynlegar í augum samfélagsins, en ekki mikilvægar. Þessar sem þarf aldrei að hlusta á. Af því þær fara ekki með vald. Samt hafa þær konur aldrei dregið mína reynslu í efa ólíkt fínu konunum, ‚góðu‘ konunum. Jafnréttið er ekki fyrir þær neitt frekar en mig. Ekki frekar en karlmannanna sem eru af og í sömu stöðu. Sem ég heyri skrímslavædda fyrir kyn sitt en jafnvel ennþá meira fyrir samfélagsstöðu og skort á menntun. Enn það má auðvitað ekki kvarta, af því við erum svo heppnar. Ísland er svo gott land. Það má ekki kvarta yfir mismun á Íslandi af því við gætum verið í Afganistan! Sem er, þegar rangar konur kvarta undan órétti, eina annað landið í heiminum. Engin Danmörk, ekki nein Svíþjóð til, bara Afganistan. Heppin, þú vesalingur að vera ekki þar. Þegar Lilja Rós Bláklukka, venjuleg stelpa úr Garðabæ af hrút venjulegum verkalýðsættum (lesist: 3 kynslóðir af læknum, lögfræðingum, arkitektum og auðvitað einn og einn ráðherra) verður fyrir misrétti eða er neitað um sín réttindi þá hins vegar er það hneyksli! Skandall! Þá skyndilega er Svíþjóð til sem samanburðar land. Af því á endanum snýst þetta um stétt. Hversu fín kona ertu? Ertu nógu fín kona til að fá að vera manneskja? Fínu konurnar eru ekkert betri en fínu karlmennirnir. Ef eitthvað er þá finnst þeim jafnvel auðveldara að bregðast öðrum konum af því auðvitað geta feministar ekki mismunað konum. Ef þú, kæra kona, tilheyrir röngum minnihlutahópi, eða ert bara ekki nógu rétt eintak af þeim minnihlutahópi þá bara er alveg til að þú verðir skilin eftir. Nema þú sért fræg, það getur verið nóg fyrir þær, enda skilja þær að frægir eru alltaf fólk, ekki hlutir. Samstaða? Ekki sem ég hef séð, ekki sem ég hef heyrt af. Sumir sitja eftir, og þeir sem nú þegar hafa fengið virðast ansi gjarnir á að draga tröppurnar upp eftir að þeir eru komnir í góða stöðu svo þeir þurfi ekki að deila réttindum. Skiptir máli hvort sá sem neitar mér um jafnan rétt og mismunar mér er karl eða kona? Auðvitað ekki fyrir mér. En það er bara af því ég raunverulega trúi á jafnrétti. Trúir þú á raunverulegt lagalegt jafnrétti? Fyrir alla? Í raun, ekki bara í orði? Ég þori, ég vil, en ég get ekki. Ekki ein. Það er alltaf einhver ‚góð(ur)‘ sem kemur í veg fyrir það. Höfundur er kona sem myndi líka vilja fá að vera með í jafnrétti kvenna.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun