Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar 25. október 2025 10:30 Ég færi ykkur bæði góðar fréttir og slæmar. Við byrjum á þeim slæmu. Þau sem tilheyra svokallaðri 68 kynslóð (e. baby boomers) eru farin að eldast. Þessi kynslóð er mjög fjölmenn og á næstu 15 árum mun fjöldi einstaklinga sem eru 80 ára og eldri tvöfaldast. Þessi þróun hefur veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið, þar sem fjöldi þeirra sem þurfa heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna. Við sem samfélag viljum geta gert vel við þennan hóp. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar kallar á aukin úrræði, fjölbreyttari þjónustu og öflugar forvarnir. Í dag bíða 725 einstaklingar eftir hjúkrunarrými á hjúkrunarheimili. Árið 2024 var biðtími eftir hjúkrunarrými 148 dagar eða næstum fimm mánuðir. Þessi bið hefur djúpstæð áhrif, ekki aðeins á þann sem bíður eftir plássi, heldur einnig á maka og aðstandendur sem axla umönnunarhlutverk á meðan beðið er. Þessi biðlisti er ekki fyrir fólk sem á val, hann er af nauðsyn. Önnur úrræði hafa verið fullreynd og fyrir liggur að viðkomandi þarf sólarhringshjúkrun. En nú að góðu fréttunum. Á næstu tveimur árum munu 254 ný hjúkrunarrými opna á höfuðborgarsvæðinu, þar af 67 í Sóltúni í Reykjavík. Á landsvísu er áætlað að 382 ný rými verði tekin í notkun á sama tímabili. Stjórnvöld hafa viðurkennt að stefna þeirra við uppbyggingu hjúkrunarheimila hafi verið flöskuháls. Ný heimili voru hvorki byggð nægilega hratt né hagkvæmt og oft ekki í samræmi við þarfir rekstraraðila. Kerfið er komin í djúpa, uppsafnaða skuld. En nú hafa stjórnvöld breytt um stefnu: einkaaðilar eru fengnir til að byggja hjúkrunarheimili samkvæmt kröfum ríkisins, sem mun leigja aðstöðuna og fela rekstraraðilum að veita þjónustuna. Ný rými munu skipta sköpum, en ljóst er að við þurfum að lyfta grettistaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og annarra úrræða til að mæta vaxandi þörf. Nú er tíminn til að sýna fyrirhyggju og framsýni. Við verðum að tryggja að eldra fólk fái þá virðingu og umönnun sem það á skilið. Áður en þú veist af... verður komið að þér. Höfundur er forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Ég færi ykkur bæði góðar fréttir og slæmar. Við byrjum á þeim slæmu. Þau sem tilheyra svokallaðri 68 kynslóð (e. baby boomers) eru farin að eldast. Þessi kynslóð er mjög fjölmenn og á næstu 15 árum mun fjöldi einstaklinga sem eru 80 ára og eldri tvöfaldast. Þessi þróun hefur veruleg áhrif á heilbrigðiskerfið, þar sem fjöldi þeirra sem þurfa heilbrigðisþjónustu mun aukast til muna. Við sem samfélag viljum geta gert vel við þennan hóp. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar kallar á aukin úrræði, fjölbreyttari þjónustu og öflugar forvarnir. Í dag bíða 725 einstaklingar eftir hjúkrunarrými á hjúkrunarheimili. Árið 2024 var biðtími eftir hjúkrunarrými 148 dagar eða næstum fimm mánuðir. Þessi bið hefur djúpstæð áhrif, ekki aðeins á þann sem bíður eftir plássi, heldur einnig á maka og aðstandendur sem axla umönnunarhlutverk á meðan beðið er. Þessi biðlisti er ekki fyrir fólk sem á val, hann er af nauðsyn. Önnur úrræði hafa verið fullreynd og fyrir liggur að viðkomandi þarf sólarhringshjúkrun. En nú að góðu fréttunum. Á næstu tveimur árum munu 254 ný hjúkrunarrými opna á höfuðborgarsvæðinu, þar af 67 í Sóltúni í Reykjavík. Á landsvísu er áætlað að 382 ný rými verði tekin í notkun á sama tímabili. Stjórnvöld hafa viðurkennt að stefna þeirra við uppbyggingu hjúkrunarheimila hafi verið flöskuháls. Ný heimili voru hvorki byggð nægilega hratt né hagkvæmt og oft ekki í samræmi við þarfir rekstraraðila. Kerfið er komin í djúpa, uppsafnaða skuld. En nú hafa stjórnvöld breytt um stefnu: einkaaðilar eru fengnir til að byggja hjúkrunarheimili samkvæmt kröfum ríkisins, sem mun leigja aðstöðuna og fela rekstraraðilum að veita þjónustuna. Ný rými munu skipta sköpum, en ljóst er að við þurfum að lyfta grettistaki í uppbyggingu hjúkrunarheimila og annarra úrræða til að mæta vaxandi þörf. Nú er tíminn til að sýna fyrirhyggju og framsýni. Við verðum að tryggja að eldra fólk fái þá virðingu og umönnun sem það á skilið. Áður en þú veist af... verður komið að þér. Höfundur er forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun