Enski boltinn

Leeds af­greiddi West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leedsarar fagna í kvöld.
Leedsarar fagna í kvöld. vísir/getty

Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Leeds tók á móti West Ham. Heimamenn talsvert sterkari og unnu flottan 2-1 sigur.

Leeds fékk algjöra draumabyrjun á leiknum er Brenden Aaronson kom þeim yfir strax á þriðju mínútu leiksins.

Leedsarar létu kné fylgja kviði og Joe Rodon kom Leeds í 2-0 eftir stundarfjórðungsleik.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 90. mínútu er Mateus Fernandes minnkaði muninn fyrir West Ham og gerði lokamínúturnar spennandi.

Leeds komst upp í þrettánda sæti með sigrinum. Liðið er með 11 stig en West Ham er með aðeins fjögur stig í næstneðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×