Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 25. október 2025 11:33 Á kvennafrídaginn 2025 voru fréttamiðlar undirlagðir umfjöllun um samstöðu kvenna um allt land, akkúrat hálfri öld frá því að 90% íslenskra kvenna fjölmenntu á Arnarhól með kröfur um jafnrétti, framþróun og frið. Samdægurs birtist frétt á Vísi um að þingsályktunartillögu fyrir fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hafi verið dreift á Alþingi. Hún felur í sér áherslu á „aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki“. Fréttin af aukinni þátttöku Íslands í hernaðarbrölti er blaut tuska í andlitið á kvennabaráttunni á þessum degi, þegar það eru 50 ár síðan verkalýðsforinginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir mælti þessi orð á Kvennafrídeginum á Arnarhóli: „Við íslenskar konur bárum gæfu til þess að verða fyrstar kvenna í heiminum til að ná samstöðu um þennan dag. Ég er stolt af því. En fleiri koma á eftir. Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi því að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmál án vopna. Við viljum ekki byggja fangelsi heldur opna þau í hvaða landi sem er þar sem fangar eru lokaðir inni og kvaldir vegna skoðana sinna. Við tökum undir við alþjóðafangahjálpina: „Kvöl þeirra er samviska vor.“ Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr.“ Ég spyr mig hvað Aðalheiði hefði fundist um það að nú þegar konur eru utanríkisráðherrar okkar og forsætisráðherrar, taki þær fullan þátt í hernaðarhyggjunni sem Aðalheiður talaði gegn? Utanríkisráðherra okkar er tíðrætt um öryggi og varnarsamstarf Íslands og hikar Valkyrjuríkisstjórnin svokallaða ekki við að halla sér upp að Bandaríkjunum, þjóð sem er hvað stórtækust í að brjóta alþjóðalög með því að vopnvæða Ísrael, fjármagna þjóðarmorðið á Gaza. Þau grafa undan alþjóðadómstólum með því að bjóða ísraelska stríðsglæpamenn velkomna og varpa sprengjum á skip í Karabíska og Miðjarahafinu án nokkurra haldbærra réttlætinga, svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríkin, með níðinginn og fjárglæpamanninn Donald Trump í fararbroddi vinna nú markvisst að eyðileggingu á réttindum kvenna, hinsegin fólks, innflytjenda og fjölmiðlafrelsis. Allt tal Þorgerðar Katrínar um frið, lýðræði og mannréttindi verður því í besta falli að innantómu orðagljáfri og í versta falli að vísvitandi gaslýsingu gagnvart íslensku þjóðinni þegar þau eru sett í samhengi við samstarf við Bandaríkin. Tilraun til þess að telja okkur trú um að Valkyrjustjórnin sé að vinna að frið og öryggi í heiminum, þegar raunin er sú að þessi ríkisstjórn vill ekki standa fyrir öruggari heimi, heldur heimi þar sem þjóðarmorðingjar og vinir þeirra ráða ríkjum óháð alþjóðalögum. Og hvað ætli Aðalheiði heitinni fyndist um að dómsmálaráðherra vor, sem er jú einnig kona, hafi skálað við konur í Gamla Bíó í dag að loknum útifundi, svona rétt á milli þess sem hún undirbjó fangelsisvist fyrir flóttabörn? Ætli hafi verið skálað fyrir meðferðinni á kynsystur dómsmálaráðherra, henni Mariiam, sem var enn að jafna sig eftir keisaraskurð eftir tvíburafæðingu hér á landi þegar henni og börnunum var brottvísað til Króatíu? Mariiam þarf aðstoð við nánast allar daglegar athafnir vegna veikinda en er nú ein með börnin þar sem faðirinn hefur verið fluttur í varðhald. Þau bíða öll brottflutnings til Rússlands. Ólíkt Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur á kvennafrídaginn 1975 þá trúi ég því miður ekki að heimurinn breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ekki þegar þær konur hafa ekki haft hugrekki til annars en að halla sér að hrottum heimsins á kostnað þeirra þjáðu, og fórna í leiðinni sjálfstæði þjóðarinnar. Ég vona að í kjölfar þeirrar mögnuðu samstöðu sem náðist enn á ný 24.október 2025, getum við rutt brautina í átt að þeirri hugrökku heimssýn sem Aðalheiður hafði: Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. [...] Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr. Höfundur er sviðslistakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Á kvennafrídaginn 2025 voru fréttamiðlar undirlagðir umfjöllun um samstöðu kvenna um allt land, akkúrat hálfri öld frá því að 90% íslenskra kvenna fjölmenntu á Arnarhól með kröfur um jafnrétti, framþróun og frið. Samdægurs birtist frétt á Vísi um að þingsályktunartillögu fyrir fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hafi verið dreift á Alþingi. Hún felur í sér áherslu á „aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki“. Fréttin af aukinni þátttöku Íslands í hernaðarbrölti er blaut tuska í andlitið á kvennabaráttunni á þessum degi, þegar það eru 50 ár síðan verkalýðsforinginn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir mælti þessi orð á Kvennafrídeginum á Arnarhóli: „Við íslenskar konur bárum gæfu til þess að verða fyrstar kvenna í heiminum til að ná samstöðu um þennan dag. Ég er stolt af því. En fleiri koma á eftir. Konan er að vakna. Hún veit að karlmenn hafa ráðið heiminum frá því sögur hófust. Og hvernig hefur sá heimur verið? Hann hefur löðrað í blóði og logað af kvöl. Ég trúi því að þessi heimur breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. Við viljum leysa ágreiningsmál án vopna. Við viljum ekki byggja fangelsi heldur opna þau í hvaða landi sem er þar sem fangar eru lokaðir inni og kvaldir vegna skoðana sinna. Við tökum undir við alþjóðafangahjálpina: „Kvöl þeirra er samviska vor.“ Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr.“ Ég spyr mig hvað Aðalheiði hefði fundist um það að nú þegar konur eru utanríkisráðherrar okkar og forsætisráðherrar, taki þær fullan þátt í hernaðarhyggjunni sem Aðalheiður talaði gegn? Utanríkisráðherra okkar er tíðrætt um öryggi og varnarsamstarf Íslands og hikar Valkyrjuríkisstjórnin svokallaða ekki við að halla sér upp að Bandaríkjunum, þjóð sem er hvað stórtækust í að brjóta alþjóðalög með því að vopnvæða Ísrael, fjármagna þjóðarmorðið á Gaza. Þau grafa undan alþjóðadómstólum með því að bjóða ísraelska stríðsglæpamenn velkomna og varpa sprengjum á skip í Karabíska og Miðjarahafinu án nokkurra haldbærra réttlætinga, svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríkin, með níðinginn og fjárglæpamanninn Donald Trump í fararbroddi vinna nú markvisst að eyðileggingu á réttindum kvenna, hinsegin fólks, innflytjenda og fjölmiðlafrelsis. Allt tal Þorgerðar Katrínar um frið, lýðræði og mannréttindi verður því í besta falli að innantómu orðagljáfri og í versta falli að vísvitandi gaslýsingu gagnvart íslensku þjóðinni þegar þau eru sett í samhengi við samstarf við Bandaríkin. Tilraun til þess að telja okkur trú um að Valkyrjustjórnin sé að vinna að frið og öryggi í heiminum, þegar raunin er sú að þessi ríkisstjórn vill ekki standa fyrir öruggari heimi, heldur heimi þar sem þjóðarmorðingjar og vinir þeirra ráða ríkjum óháð alþjóðalögum. Og hvað ætli Aðalheiði heitinni fyndist um að dómsmálaráðherra vor, sem er jú einnig kona, hafi skálað við konur í Gamla Bíó í dag að loknum útifundi, svona rétt á milli þess sem hún undirbjó fangelsisvist fyrir flóttabörn? Ætli hafi verið skálað fyrir meðferðinni á kynsystur dómsmálaráðherra, henni Mariiam, sem var enn að jafna sig eftir keisaraskurð eftir tvíburafæðingu hér á landi þegar henni og börnunum var brottvísað til Króatíu? Mariiam þarf aðstoð við nánast allar daglegar athafnir vegna veikinda en er nú ein með börnin þar sem faðirinn hefur verið fluttur í varðhald. Þau bíða öll brottflutnings til Rússlands. Ólíkt Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur á kvennafrídaginn 1975 þá trúi ég því miður ekki að heimurinn breytist þegar konur fara að stjórna honum til jafns við karla. Ekki þegar þær konur hafa ekki haft hugrekki til annars en að halla sér að hrottum heimsins á kostnað þeirra þjáðu, og fórna í leiðinni sjálfstæði þjóðarinnar. Ég vona að í kjölfar þeirrar mögnuðu samstöðu sem náðist enn á ný 24.október 2025, getum við rutt brautina í átt að þeirri hugrökku heimssýn sem Aðalheiður hafði: Ég vil og ég trúi því að þið viljið það allar, að heimurinn afvopnist. Allt annað eru stjórnmálaklækir og hræsni. [...] Við viljum mannúðina í öndvegið en grimmdina og græðgina á dyr. Höfundur er sviðslistakona.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun