„Varnarleikurinn er bara stórslys“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. október 2025 12:31 Arnar Gunnlaugsson segir varnarleik Liverpool ekki til útflutnings. Samsett/Vísir/Getty Lið Liverpool varð um helgina fyrsta Englandsmeistaraliðið í sögunni sem tapar fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla, segir margt mega betur fara hjá liðinu. Liverpool-liðið virtist ætla að snúa við blaðinu eftir 5-1 sigur á Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í miðri síðustu viku og vonaðist eftir fyrsta deildarsigrinum um hríð er það sótti Brentford heim á laugardagskvöldið. Ekki voru meistararnir sannfærandi þar og töpuðu leiknum 3-2, sem var fjórða deildartap liðsins í röð. Manchester United er komið upp fyrir Liverpool í töflunni sem situr í sjöunda sæti með 15 stig, sama stigafjölda og liðið var með eftir fimm leiki, og er enn með eftir níunda leik mótsins. Kjartan Atli Kjartansson spurði Arnar Gunnlaugsson í Sunnudagsmessu gærdagsins hvað amaði að hjá enska meistaraliðinu. „Það er bara varnarleikurinn. Við ræddum Arsenal áðan, allir leikmenn þar verjast, þetta var aðalsmerki Liverpool í fyrra. Varnarleikurinn er bara stórslys. Þeir eru alltof opnir, of opnir með boltann. Enginn er að spá í „hvað ef?“ Klippa: Arnar ekki hrifinn af Liverpool „Hvíldarvörn er ekki lengur til hjá Liverpool. Þeir eru að reyna að komast upp með það, eins og í byrjun tímabilsins, að skora þrjú ef andstæðingurinn skorar tvö. Það gengur alveg en þá ertu að setja plástra á sárið yfir langt og strangt tímabil. Það er heldur betur að koma í bakið á þeim núna,“ segir Arnar í Messunni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir tók undir. „Það vantar þennan neista í augunum á þeim. Þeir eru sjokkeraðir. Auðvitað hefur mikið verið rætt um það sem gerðist í sumar með Jota. Maður getur ekki sett sig í þau spor,“ sagði Adda. Liverpool mætir Crystal Palace í enska deildabikarnum á Anfield á miðvikudagskvöld. Næsti deildarleikur er annar kvöldleikur á laugardegi, þar sem Aston Villa heimsækir Anfield á laugardagskvöldið kemur. Umræðuna má sjá í spilaranum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Liverpool-liðið virtist ætla að snúa við blaðinu eftir 5-1 sigur á Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í miðri síðustu viku og vonaðist eftir fyrsta deildarsigrinum um hríð er það sótti Brentford heim á laugardagskvöldið. Ekki voru meistararnir sannfærandi þar og töpuðu leiknum 3-2, sem var fjórða deildartap liðsins í röð. Manchester United er komið upp fyrir Liverpool í töflunni sem situr í sjöunda sæti með 15 stig, sama stigafjölda og liðið var með eftir fimm leiki, og er enn með eftir níunda leik mótsins. Kjartan Atli Kjartansson spurði Arnar Gunnlaugsson í Sunnudagsmessu gærdagsins hvað amaði að hjá enska meistaraliðinu. „Það er bara varnarleikurinn. Við ræddum Arsenal áðan, allir leikmenn þar verjast, þetta var aðalsmerki Liverpool í fyrra. Varnarleikurinn er bara stórslys. Þeir eru alltof opnir, of opnir með boltann. Enginn er að spá í „hvað ef?“ Klippa: Arnar ekki hrifinn af Liverpool „Hvíldarvörn er ekki lengur til hjá Liverpool. Þeir eru að reyna að komast upp með það, eins og í byrjun tímabilsins, að skora þrjú ef andstæðingurinn skorar tvö. Það gengur alveg en þá ertu að setja plástra á sárið yfir langt og strangt tímabil. Það er heldur betur að koma í bakið á þeim núna,“ segir Arnar í Messunni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir tók undir. „Það vantar þennan neista í augunum á þeim. Þeir eru sjokkeraðir. Auðvitað hefur mikið verið rætt um það sem gerðist í sumar með Jota. Maður getur ekki sett sig í þau spor,“ sagði Adda. Liverpool mætir Crystal Palace í enska deildabikarnum á Anfield á miðvikudagskvöld. Næsti deildarleikur er annar kvöldleikur á laugardegi, þar sem Aston Villa heimsækir Anfield á laugardagskvöldið kemur. Umræðuna má sjá í spilaranum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira