Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2025 21:45 Carrick hrósaði Arsenal liðinu fyrir spilamennsku sína. Sýn/Getty Images Michael Carrick, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, sagði í einkaviðtali við Sýn Sport að Arsenal væri það lið ensku úrvalsdeildarinnar sem væri hvað best í því að nýta nýjustu tískubylgju fótboltans ásamt því að halda í þau gildi sem hafa einkennt fótbolta á hæsta stigi undanfarin ár. Hinn 44 ára gamli Carrick hefur reynt fyrir sér í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. Fyrst sem aðstoðarþjálfari Man United og svo sem aðalþjálfari Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þar áður vann hann nær allt sem hægt var að vinna með Man United. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Carrick um tímabilið til þessa í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er áhugaverð byrjun. Þau þrjú lið (Arsenal, Manchester City og Liverpool) sem flest spáðu að yrðu í efstu þremur eru þar eða þar í kring. Chelsea eru svo ekki langt þar á eftir.“ „Arsenal virka sterkir og þéttir. Hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru að finna leiðir til að vinna jafna leiki, eitthvað sem þeim hefur ekki tekist undanfarin ár.“ „Liverpool er ekki alveg að spila af sama krafti og á síðustu leiktíð, það er augljóst. Eru samt þarna uppi. Þá eru City að bæta sig hægt og rólega frá síðustu leiktíð eftir að hafa átt slakt tímabil. Verður áhugavert að sjá hversu góðir þeir verða þegar líður á tímabilið.“ „Það er mjög lítið búið af tímabilinu, það er auðvelt að lesa of mikið í hlutina en þau lið sem eru að berjast á toppnum koma ekki á óvart.“ Klippa: Einkaviðtal við Michael Carrick: Föst leikatriði og gengi Arsenal Löng innköst aftur í tísku Kjartan Atli spurði Carrick nánar út í Arsenal og mikilvægi fastra leikatriða í fótboltanum. „Þetta er áhugavert. Það eru aðeins svo margar leiðir sem hægt er að spila leikinn, hann þróast og snýr aftur til þess sem hann var fyrir þónokkuð mörgum árum. Þá voru föst leikatriði, löng innköst, beinskeyttur leikstíll og langir boltar í tísku.“ „Síðan kom kafli þar sem öll lið vildu spila meðfram jörðinni og tengja stuttar sendingar. Reyndu að spila hvað sem hinn „fallegi leikur“ er. Allir reyndu að spila þannig. Nú er þetta að fara hringinn. Þetta snýst um hvað virkar, það er ekkert rétt eða rangt. Föstu leikatriðin eru að koma aftur inn í leikinn og er orðin hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag. Þetta ber árangur og hvað sem ber árangur er vinsælt.“ „Áður var þetta komið á það stig að lið töldu sig of góð til að þurfa að láta hlutina líta illa út. Nú er þetta komið hringinn og fólk sættir sig við að þetta ber árangur. Arsenal hefur tekið þessu opnum örmum og hefur þetta borið mikinn árangur, eru að vinna mjög jafna leiki nú vegna þessa.“ „Svo snýst þetta um hversu langt fer þetta. Tekur þetta eitthvað frá þeirri hlið fótboltans sem við erum orðin vön að sjá undanfarin ár. Það þarf að vera jafnvægi þar sem maður reynir að ná því besta úr báðum aðferðum. Fyrir mér eru Arsenal það lið sem er að gera það hvað best þessa stundina.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Carrick hefur reynt fyrir sér í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. Fyrst sem aðstoðarþjálfari Man United og svo sem aðalþjálfari Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þar áður vann hann nær allt sem hægt var að vinna með Man United. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Carrick um tímabilið til þessa í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta er áhugaverð byrjun. Þau þrjú lið (Arsenal, Manchester City og Liverpool) sem flest spáðu að yrðu í efstu þremur eru þar eða þar í kring. Chelsea eru svo ekki langt þar á eftir.“ „Arsenal virka sterkir og þéttir. Hafa ekki fengið mörg mörk á sig og eru að finna leiðir til að vinna jafna leiki, eitthvað sem þeim hefur ekki tekist undanfarin ár.“ „Liverpool er ekki alveg að spila af sama krafti og á síðustu leiktíð, það er augljóst. Eru samt þarna uppi. Þá eru City að bæta sig hægt og rólega frá síðustu leiktíð eftir að hafa átt slakt tímabil. Verður áhugavert að sjá hversu góðir þeir verða þegar líður á tímabilið.“ „Það er mjög lítið búið af tímabilinu, það er auðvelt að lesa of mikið í hlutina en þau lið sem eru að berjast á toppnum koma ekki á óvart.“ Klippa: Einkaviðtal við Michael Carrick: Föst leikatriði og gengi Arsenal Löng innköst aftur í tísku Kjartan Atli spurði Carrick nánar út í Arsenal og mikilvægi fastra leikatriða í fótboltanum. „Þetta er áhugavert. Það eru aðeins svo margar leiðir sem hægt er að spila leikinn, hann þróast og snýr aftur til þess sem hann var fyrir þónokkuð mörgum árum. Þá voru föst leikatriði, löng innköst, beinskeyttur leikstíll og langir boltar í tísku.“ „Síðan kom kafli þar sem öll lið vildu spila meðfram jörðinni og tengja stuttar sendingar. Reyndu að spila hvað sem hinn „fallegi leikur“ er. Allir reyndu að spila þannig. Nú er þetta að fara hringinn. Þetta snýst um hvað virkar, það er ekkert rétt eða rangt. Föstu leikatriðin eru að koma aftur inn í leikinn og er orðin hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag. Þetta ber árangur og hvað sem ber árangur er vinsælt.“ „Áður var þetta komið á það stig að lið töldu sig of góð til að þurfa að láta hlutina líta illa út. Nú er þetta komið hringinn og fólk sættir sig við að þetta ber árangur. Arsenal hefur tekið þessu opnum örmum og hefur þetta borið mikinn árangur, eru að vinna mjög jafna leiki nú vegna þessa.“ „Svo snýst þetta um hversu langt fer þetta. Tekur þetta eitthvað frá þeirri hlið fótboltans sem við erum orðin vön að sjá undanfarin ár. Það þarf að vera jafnvægi þar sem maður reynir að ná því besta úr báðum aðferðum. Fyrir mér eru Arsenal það lið sem er að gera það hvað best þessa stundina.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira