Tíska og hönnun

Skein skært í sögu­legum gleðikonukjól

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Kendall Jenner glæsileg á sýningu tískurisans Vogue þar sem fókusinn var settur á Hollywood.
Kendall Jenner glæsileg á sýningu tískurisans Vogue þar sem fókusinn var settur á Hollywood. Stefanie Keenan/Getty Images for Vogue

Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner hefur gengið ófáa tískupalla og er þekkt fyrir að stela senunni á sýningum. Það var engin undantekning á því í Los Angeles um helgina á tímamótasýningu tískurisatímaritsins Vogue.

Vogue stendur árlega fyrir risa viðburði sem þau kalla Vogue World. Í ár var Hollywood í forgrunni, þar með talið sögulegar kvikmyndir og goðsagnaflíkur ógleymanlegra karaktera. 

Kendall Jenner, sem er hvað þekktust fyrir að vera ein af Kardashian/Jenner systrunum, skein skært í kunnulegum silfruðum kjól. Ástralska undrið og leikkonan Nicole Kidman rokkaði kjólinn fyrir 24 árum síðan þegar hún fór með hlutverk gleðikonunnar, listakonunnar og stjörnunnar Satine í tímamótaverkinu Moulin Rouge. 

Hér má sjá brot úr stórbrotnum flutningi Kidman: 

Jenner opnaði sýninguna í kjólnum og virtist njóta sín í botn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.