Innlent

Skjálfti 3,2 að stærð í Mýr­dals­jökli

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn varð klukkan 00:41 í nótt.
Skjálftinn varð klukkan 00:41 í nótt. Veðurstofan

Skjálfti 3,2 að stærð varð í Mýrdalsjökli klukkan 00:41 í nótt. 

Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftar af þessari stærðargráðu séu ekki óalgengir í Mýrdalsjökli.

Síðast var hrina í jöklinum 20. október síðastliðinn þar sem stærsti skjálfti mældist 4,2 að stærð. Um var að ræða öflugasta skjálftann í jöklinum frá árinu 2023.

Fáeinir eftirskjálftar hafa mælst.


Tengdar fréttir

Öflugasti skjálfti í Mýr­dals­jökli frá árinu 2023

Nokkuð öflug skjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli um klukkan 10:30 í dag og mældust nokkrir skjálftar yfir þremur að stærð. Sá stærsti, sem var 4,4 að stærð, var öflugasti skjálfti á svæðinu frá því í maí 2023 þegar skjálfti að stærð 4,8 mældist þar.

Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli

Um klukkan hálf ellefu hófst kröftug hrina jarðskjálfa í Mýrdalsjökli. Nokkrir skjálftar mældust yfir þremur að stærð og þeim hafa fylgt nokkrir eftirskjálftar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×