„Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Kári Mímisson skrifar 29. október 2025 22:13 Þorsteinn Halldórsson var sáttur með sigurinn. vísir/Einar Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var að vonum ánægður með sigur liðsins gegn Norður-Írum í dag. „Mér fannst þetta vera fagmannleg frammistaða. Fyrri hálfleikur var flottur, við opnuðum þær mögulega ekkert svakalega mikið en náðum að þrýsta þeim niður hindruðum þær í því að komast eitthvað áfram. Í upphafi seinni hálfleiks var smá óöryggi aftast hjá okkur en svo aðeins þremur til fjórum mínútum síðar vorum við aftur búnar að taka yfir leikinn og stýrðum þessu svo bara hægt og rólega heim.“ Leikurinn í dag átti vissulega ekki að fara fram í dag heldur í gær en sökum fannfergis gekk það ekki. Þorsteinn fór heldur öðruvísi leiðir í þessari óvissu um það hvort eða hvenær leikurinn yrði spilaður og leitaði í smiðju Ilyich Tchaikovsky til að þjappa liðinu saman. Erfitt hafi verið að ná auka æfingu með hópnum enda gekk umferðin hægt fyrir sig í gær hér á höfuðborgarsvæðinu en Þorsteinn segir liðið hafi verið vel undirbúið og tekist vel við þessar undarlegu aðstæður. „Í gær morgun tókum við bara þá afstöðu að við værum að fara að undirbúa okkur undir fótbolta leik, alveg sama við hvað aðstæður yrði spilað. Svo komu þessar fréttir að leikurinn yrði ekki þennan dag. Við fórum þá í staðinn í Balletskóla Eddu Scheving þar sem við tókum smá æfingu, smá Svanavatn. Þegar það kom svo í ljós að leikurinn yrði leikinn í dag þá byrjuðum við að undirbúa okkur og gíra okkur inn í daginn. Þetta var vissulega mjög skrítinn dagur og ég hreinlega veit ekki til þess hvort að landsleik hafi verið frestað áður. Það var allavega mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum, að vita ekki hvort við ættum leik á morgun, eða næsta dag. Okkur fannst við vera búin að funda mikið og æfa vel þannig að við æfðum ekkert fótbolta í gær. Við hefðum heldur ekki komist á neina æfingu þar sem að við gátum ekki farið út í umferðina til að keyra út í Fífu eða Kórinn. Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið og ég held að það hafi bara verið gott fyrir okkur, hresst okkur aðeins og farið út í eitthvað aðeins annað heldur en fótbolta í smá tíma. Um leið og endanleg niðurstaða kom um að leika í dag þá fórum við strax að hefja undirbúning.“ Íslenska liðið var afar sannfærandi í dag gegn þeim Norður-írsku og reyndar líka á föstudaginn þegar liðin mættust ytra. Þorsteinn segir að liðið hafi ekki mætt andstæðing á þessu getustig í tvö og hálft ár. Liðið hafi vitað það fyrir leikinn í dag að það þyrfti að stýra leiknum og halda boltanum sem landsliðsþjálfaranum hafi þótt ganga vel. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að við hefðum ekki spilað á móti andstæðing á þessum styrkleika í tvö og hálft ár. Fyrir fram vissum við að þetta yrði öðruvísi einvígi heldur en þau sem við höfum verið að spila undanfarin ár. Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að við þyrftum að geta haldið í boltann og stýrt leiknum. Æfingarnar hjá okkur snerust því aðallega um að ná því. Í grunninn var þetta ákveðið próf á okkur í stýringu á leik og halda í boltann. Mér fannst það takast vel til og heilt yfir er ég sáttur við sóknarleikinn.“ Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í dag fyrir landsliðið og þá lék Thelma Karen sinn fyrsta leik þegar hún kom inn á í seinni hálfleik. Hversu ánægður ertu með frammistöðu þeirra í dag? „Mér fannst gott að láta Emilíu taka vítið og gott fyrir hana að ná inn fyrsta markinu sínu fyrir landsliðið. Það er sömuleiðis gott að geta gefið Thelmu mínútur og leyfa henni að prófa. Ég þurfti að velja á milli nokkurra nýliða og ákvað að gera þetta svona í dag. Thelma var flott eftir að hún kom inn á í dag og er framtíðar leikmaður hjá landsliðinu.“ Ólafur Kristjánsson sem þjálfaði Þrótt á síðustu leiktíð er orðinn aðstoðarþjálfari liðsins og hefur sennilega verið manna ánægðastur með að spila þennan leik hér á Þróttaravellinum. Spurður út í hvernig það er að fá Ólaf inn í þjálfarateymið segir Þorsteinn að hann sé ánægður með hann og Amir Mehica sem er nýr markmannsþjálfari liðsins. „Það var líka gott að fá Óla, hann þekkir hvern krók og kima hér hjá Þrótturum reyndar rétt eins og ég. Óli kom mjög vel inn í þetta verkefni rétt eins og Amir líka. Ég er ánægður með báða tvo. Það koma alltaf breytingar með nýjum einstaklingum enda sjá þeir leikinn öðruvísi. Við skiptum hlutverkunum vel á milli okkar að þessu sinni. Það var kannski ekkert nýtt hjá Amir en við Óli skiptum hlutverkunum á milli varðandi það hvernig við kynntum hlutina inn á æfingasvæðinu. Hann tók sóknarleikinn og ég tók varnarleikinn. Það hefur samt ekkert breyst hver tekur ákvarðanirnar heldur tók hann þetta bara að sér í þessu verkefni. Við höfðum þessa verkaskiptingu svona að þessu sinni og skoðum núna hvort að við séum sáttir við þetta eða hvort að við breytum einhverju eftir þetta, það kemur í ljós.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
„Mér fannst þetta vera fagmannleg frammistaða. Fyrri hálfleikur var flottur, við opnuðum þær mögulega ekkert svakalega mikið en náðum að þrýsta þeim niður hindruðum þær í því að komast eitthvað áfram. Í upphafi seinni hálfleiks var smá óöryggi aftast hjá okkur en svo aðeins þremur til fjórum mínútum síðar vorum við aftur búnar að taka yfir leikinn og stýrðum þessu svo bara hægt og rólega heim.“ Leikurinn í dag átti vissulega ekki að fara fram í dag heldur í gær en sökum fannfergis gekk það ekki. Þorsteinn fór heldur öðruvísi leiðir í þessari óvissu um það hvort eða hvenær leikurinn yrði spilaður og leitaði í smiðju Ilyich Tchaikovsky til að þjappa liðinu saman. Erfitt hafi verið að ná auka æfingu með hópnum enda gekk umferðin hægt fyrir sig í gær hér á höfuðborgarsvæðinu en Þorsteinn segir liðið hafi verið vel undirbúið og tekist vel við þessar undarlegu aðstæður. „Í gær morgun tókum við bara þá afstöðu að við værum að fara að undirbúa okkur undir fótbolta leik, alveg sama við hvað aðstæður yrði spilað. Svo komu þessar fréttir að leikurinn yrði ekki þennan dag. Við fórum þá í staðinn í Balletskóla Eddu Scheving þar sem við tókum smá æfingu, smá Svanavatn. Þegar það kom svo í ljós að leikurinn yrði leikinn í dag þá byrjuðum við að undirbúa okkur og gíra okkur inn í daginn. Þetta var vissulega mjög skrítinn dagur og ég hreinlega veit ekki til þess hvort að landsleik hafi verið frestað áður. Það var allavega mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum, að vita ekki hvort við ættum leik á morgun, eða næsta dag. Okkur fannst við vera búin að funda mikið og æfa vel þannig að við æfðum ekkert fótbolta í gær. Við hefðum heldur ekki komist á neina æfingu þar sem að við gátum ekki farið út í umferðina til að keyra út í Fífu eða Kórinn. Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið og ég held að það hafi bara verið gott fyrir okkur, hresst okkur aðeins og farið út í eitthvað aðeins annað heldur en fótbolta í smá tíma. Um leið og endanleg niðurstaða kom um að leika í dag þá fórum við strax að hefja undirbúning.“ Íslenska liðið var afar sannfærandi í dag gegn þeim Norður-írsku og reyndar líka á föstudaginn þegar liðin mættust ytra. Þorsteinn segir að liðið hafi ekki mætt andstæðing á þessu getustig í tvö og hálft ár. Liðið hafi vitað það fyrir leikinn í dag að það þyrfti að stýra leiknum og halda boltanum sem landsliðsþjálfaranum hafi þótt ganga vel. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að við hefðum ekki spilað á móti andstæðing á þessum styrkleika í tvö og hálft ár. Fyrir fram vissum við að þetta yrði öðruvísi einvígi heldur en þau sem við höfum verið að spila undanfarin ár. Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að við þyrftum að geta haldið í boltann og stýrt leiknum. Æfingarnar hjá okkur snerust því aðallega um að ná því. Í grunninn var þetta ákveðið próf á okkur í stýringu á leik og halda í boltann. Mér fannst það takast vel til og heilt yfir er ég sáttur við sóknarleikinn.“ Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í dag fyrir landsliðið og þá lék Thelma Karen sinn fyrsta leik þegar hún kom inn á í seinni hálfleik. Hversu ánægður ertu með frammistöðu þeirra í dag? „Mér fannst gott að láta Emilíu taka vítið og gott fyrir hana að ná inn fyrsta markinu sínu fyrir landsliðið. Það er sömuleiðis gott að geta gefið Thelmu mínútur og leyfa henni að prófa. Ég þurfti að velja á milli nokkurra nýliða og ákvað að gera þetta svona í dag. Thelma var flott eftir að hún kom inn á í dag og er framtíðar leikmaður hjá landsliðinu.“ Ólafur Kristjánsson sem þjálfaði Þrótt á síðustu leiktíð er orðinn aðstoðarþjálfari liðsins og hefur sennilega verið manna ánægðastur með að spila þennan leik hér á Þróttaravellinum. Spurður út í hvernig það er að fá Ólaf inn í þjálfarateymið segir Þorsteinn að hann sé ánægður með hann og Amir Mehica sem er nýr markmannsþjálfari liðsins. „Það var líka gott að fá Óla, hann þekkir hvern krók og kima hér hjá Þrótturum reyndar rétt eins og ég. Óli kom mjög vel inn í þetta verkefni rétt eins og Amir líka. Ég er ánægður með báða tvo. Það koma alltaf breytingar með nýjum einstaklingum enda sjá þeir leikinn öðruvísi. Við skiptum hlutverkunum vel á milli okkar að þessu sinni. Það var kannski ekkert nýtt hjá Amir en við Óli skiptum hlutverkunum á milli varðandi það hvernig við kynntum hlutina inn á æfingasvæðinu. Hann tók sóknarleikinn og ég tók varnarleikinn. Það hefur samt ekkert breyst hver tekur ákvarðanirnar heldur tók hann þetta bara að sér í þessu verkefni. Við höfðum þessa verkaskiptingu svona að þessu sinni og skoðum núna hvort að við séum sáttir við þetta eða hvort að við breytum einhverju eftir þetta, það kemur í ljós.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira