Innlent

Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara

Agnar Már Másson skrifar
Laugdælingarnir ungu gripu gæsina og skutluðu sér út á snjóþotu. Hér frá vinstri santda þeir Grímur, Fjalar Óli, Garðar Óli og Stígur Týr.
Laugdælingarnir ungu gripu gæsina og skutluðu sér út á snjóþotu. Hér frá vinstri santda þeir Grímur, Fjalar Óli, Garðar Óli og Stígur Týr. Vísir/Bjarni

Margir á suðvesturhorninu nýttu sér blíðskaparveður dagsins til útivistar, þó sumir af illri nauðsyn enda hafa margir þurft að skafa af bílnum eða moka snjó eftir fannfergi þriðjudagsins. Hress hópur ungra drengja ærslaðist í Laugardal, þar sem þeir höfðu útbúið sleðabraut.

Eftir gular og applesínugular viðvranir í gær ríkti mikil ró yfir í Fossvogsdalnum  og Elliðaárdal í dag, þar sem var sannkölluð vetrardýrð.

Þeir Grímur, Fjalar Óli, Garðar Óli og Stígur Týr létu slíkt tækifærið ekki fram hjá sér fara, gripu snjóþoturnar og drifu sig út.

Í spilaranum hér að neðan má sjá einn þessara ungu laugdælinga bruna niður sleðabraut sem þeir höfðu mokað sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×