„Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2025 11:50 Vetrarfærðin hefur valdið umferðartöfum víða um höfuðborgarsvæðið. Vísir/Anton Brink Búast má við miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu í dag, og strætisvagnar eru víða ekki á áætlun. Gular viðvaranir eru í kortunum og veðurfræðingur á von á mikilli hálku á morgun, þegar snjó tekur að leysa. Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri á morgun í flestum landshlutum, frá austri til vesturs, vegna hvassviðris eða storms, en á Austfjörðum má búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum vegna hækkandi hitastigs. Viðvaranir ná ekki til norðausturlands, suðausturlands eða höfuðborgarsvæðisins. Svona verður viðvaranakort Veðurstofu Íslands klukkan tvö síðdegis á morgun.Veðurstofa Íslands Enn er þó slæm færð víða á höfuðborgarsvæðinu, en Vegagerðin vekur athygli á að umferð þar gangi hægt og búast megi við töfum. Í stuttri tilkynningu á vef Strætó segir að búast megi við miklum seinkunum í dag á öllu höfuðborgarsvæðinu, og eru farþegar beðnir um að fylgjast með staðsetningu vagna á rauntímakorti. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að strætisvagnar fari hægt yfir, og séu sumir hverjir yfirfullir af farþegum. Stórvarasamt á morgun Veðurfræðingur segir að heilt yfir sé að hlýna. „Það gerir það aðallega í nótt og fyrramálið og það hlýnar dálítið ákveðið,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó muni ekki rigna mikið á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við fáum ekki vætu ofan í allan þennan snjó, en hann er auðleystur og fer af stað, þannig að það verður vatnsagi í nótt og fyrramálið. Svo er bara svo mikill klakabunki á vegum og þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið, að keyra á þessu. Eftir frostið í nótt þá er þetta orðið samfast við götur og vegina, þannig að menn þurfa að huga vel að því hvað þeir ætla að gera í fyrramálið.“ Snjórinn hverfi um helgina Hláka verði raunar um allt land, en víðast hvar á landinu hafi snjóað, sem er óvenjulegt fyrir lok október. Von sé á að snjórinn verði horfinn á einhverjum svæðum um helgina. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir mikla mildi að ekki sé mikil rigning í kortunum á höfuðborgarsvæðinu. Næg verði hálkan án hennar.Vísir/Steingrímur Dúi „Við fáum að minnsta kosti þrjá væna daga með þokkalegum hita, fimm til sex stiga hita á láglendi og blástur með.“ Það sé einkar heppilegt að ekki sé von á rigningu á suðvesturhorninu. „Ég býð ekki í þetta ef það væri að gera sunnanátt og miklar rigningar eins og stundum gerir á þessum árstíma, ofan í allan þennan snjó. Þannig að við sleppum vel hvað það varðar,“ segir Einar. Færð á vegum Umferð Veður Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri á morgun í flestum landshlutum, frá austri til vesturs, vegna hvassviðris eða storms, en á Austfjörðum má búast við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum vegna hækkandi hitastigs. Viðvaranir ná ekki til norðausturlands, suðausturlands eða höfuðborgarsvæðisins. Svona verður viðvaranakort Veðurstofu Íslands klukkan tvö síðdegis á morgun.Veðurstofa Íslands Enn er þó slæm færð víða á höfuðborgarsvæðinu, en Vegagerðin vekur athygli á að umferð þar gangi hægt og búast megi við töfum. Í stuttri tilkynningu á vef Strætó segir að búast megi við miklum seinkunum í dag á öllu höfuðborgarsvæðinu, og eru farþegar beðnir um að fylgjast með staðsetningu vagna á rauntímakorti. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að strætisvagnar fari hægt yfir, og séu sumir hverjir yfirfullir af farþegum. Stórvarasamt á morgun Veðurfræðingur segir að heilt yfir sé að hlýna. „Það gerir það aðallega í nótt og fyrramálið og það hlýnar dálítið ákveðið,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó muni ekki rigna mikið á höfuðborgarsvæðinu. „Þannig að við fáum ekki vætu ofan í allan þennan snjó, en hann er auðleystur og fer af stað, þannig að það verður vatnsagi í nótt og fyrramálið. Svo er bara svo mikill klakabunki á vegum og þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið, að keyra á þessu. Eftir frostið í nótt þá er þetta orðið samfast við götur og vegina, þannig að menn þurfa að huga vel að því hvað þeir ætla að gera í fyrramálið.“ Snjórinn hverfi um helgina Hláka verði raunar um allt land, en víðast hvar á landinu hafi snjóað, sem er óvenjulegt fyrir lok október. Von sé á að snjórinn verði horfinn á einhverjum svæðum um helgina. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir mikla mildi að ekki sé mikil rigning í kortunum á höfuðborgarsvæðinu. Næg verði hálkan án hennar.Vísir/Steingrímur Dúi „Við fáum að minnsta kosti þrjá væna daga með þokkalegum hita, fimm til sex stiga hita á láglendi og blástur með.“ Það sé einkar heppilegt að ekki sé von á rigningu á suðvesturhorninu. „Ég býð ekki í þetta ef það væri að gera sunnanátt og miklar rigningar eins og stundum gerir á þessum árstíma, ofan í allan þennan snjó. Þannig að við sleppum vel hvað það varðar,“ segir Einar.
Færð á vegum Umferð Veður Reykjavík Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira