Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 30. október 2025 18:30 Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar kjarnast í hærri sköttum og auknum útgjöldum. Hann boðar fyrst og fremst kerfisbreytingar til lengri tíma en án bráðaaðgerða sem hjálpa fólki núna strax. Fólk þarf lausnir og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til raunhæfar aðgerðir sem lækka kostnað og auka framboð núna strax. Afnemum stimpilgjöld hjá einstaklingum við íbúðakaup. Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað til að lækka byggingarkostnað. Rýmkum séreignarsparnaðarleiðina og tryggjum fyrirsjáanleika. Breytum skipulagslögum þannig að ekki sé hægt að sitja á lóðum og víkkum út vaxtarmörk á höfuðborgarsvæðinu án neitunarvalds sem tefur uppbyggingu. Hefði ríkisstjórnin haft vilja til þess að gera eitthvað að ofangreindu hefði henni verið í lófa lagið að gera það, en hún ákvað að gera það ekki. Það er þeirra pólítíska ábyrgð. Það er jákvætt að einfalda reglur og gera leyfisferli skilvirkara. Það er einnig jákvætt að séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins virðist fá nýtt líf eftir að ríkisstjórnin felldi hana niður og gerði ekki ráð fyrir henni í fjárlögum. Þetta er leið sem hefur reynst fólki vel og það er jákvætt að ríkisstjórnin hafi séð ljósið. Hærri skattar þýða hærra leiguverð En áfram heldur frasapólitíkin. Ríkisstjórnin heldur áfram að forðast í lengstu lög að nota réttnefnið skattahækkun og talar nú um að „draga úr skattfrelsi“ og „draga úr glufum í kerfinu“. Þessar aðgerðir þýða í reynd hærri skatta og álögur á útleigu og fjárfestingu sem mun skila sér í hærra leiguverði og minna framboði fasteigna. Margir á landsbyggðinni eiga íbúð í Reykjavík. Ný skattlagning á slíkum eignum er í raun skattur á landsbyggðina. Skattar á útleigu færa sig í leiguverð, hækka verðbólgu og halda vöxtum háum. Viljum við lægri vexti þurfum við að lækka skatta og kostnað. Bann við hækkun leigu fyrstu tólf mánuði hljómar vel en við 4-5% verðbólgu hækka margir verð í upphafi og leiguverð rýkur upp strax. Lausnin er meira framboð og minni kostnaður. Stofnframlög og hlutdeildarlán hækka útgjöld, en hafa ekki sýnt að þau lækki verðið í samræmi við kostnað. Breytingar á verðtryggingu eru óljósar og ekki boðnir raunhæfir valkostir samhliða. Ríkisstjórnin boðar 4.000 íbúðir í Úlfarsárdal á svæði sem er áætlað fyrir 2.000 íbúðir. Það eitt og sér vekur upp spurningar, en að fela Reykjavíkurborg útfærsluna án skýrra viðmiða er áhætta. Í viðtali á Bylgjunni í morgun viðurkenndi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjárhagsvanda Reykjavíkurborgar þegar hún sagði borgina ekki hafa bolmagn til að byggja innviði í Úlfarsárdal. Hún vísaði öllum spurningum um málið til borgarstjóra. Mikil er trú ríkisstjórnarinnar á meirihlutann í Reykjavík, sem hefur rekið eyðileggingarstefnu í húsnæðismálum í áraraðir, en á nú að leysa vandann sem hann hefur sjálfur skapað. Hvar eru tölurnar um bílastæði á hverja íbúð? Hvernig verður leikskólum, skólum, heilsugæslu og samgöngum mætt frá fyrsta degi? Ekkert af þessu er útfært. Til að ná raunverulegum árangri þarf að byggja meira, hraðar og hagkvæmar með einfaldara kerfi og lægri kostnaði, ekki með nýjum sköttum úr vasa heimilanna. Fólk þarf lyklana í hendurnar, ekki fleiri innihaldslausar yfirlýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn með lausnirnar. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar kjarnast í hærri sköttum og auknum útgjöldum. Hann boðar fyrst og fremst kerfisbreytingar til lengri tíma en án bráðaaðgerða sem hjálpa fólki núna strax. Fólk þarf lausnir og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til raunhæfar aðgerðir sem lækka kostnað og auka framboð núna strax. Afnemum stimpilgjöld hjá einstaklingum við íbúðakaup. Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað til að lækka byggingarkostnað. Rýmkum séreignarsparnaðarleiðina og tryggjum fyrirsjáanleika. Breytum skipulagslögum þannig að ekki sé hægt að sitja á lóðum og víkkum út vaxtarmörk á höfuðborgarsvæðinu án neitunarvalds sem tefur uppbyggingu. Hefði ríkisstjórnin haft vilja til þess að gera eitthvað að ofangreindu hefði henni verið í lófa lagið að gera það, en hún ákvað að gera það ekki. Það er þeirra pólítíska ábyrgð. Það er jákvætt að einfalda reglur og gera leyfisferli skilvirkara. Það er einnig jákvætt að séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins virðist fá nýtt líf eftir að ríkisstjórnin felldi hana niður og gerði ekki ráð fyrir henni í fjárlögum. Þetta er leið sem hefur reynst fólki vel og það er jákvætt að ríkisstjórnin hafi séð ljósið. Hærri skattar þýða hærra leiguverð En áfram heldur frasapólitíkin. Ríkisstjórnin heldur áfram að forðast í lengstu lög að nota réttnefnið skattahækkun og talar nú um að „draga úr skattfrelsi“ og „draga úr glufum í kerfinu“. Þessar aðgerðir þýða í reynd hærri skatta og álögur á útleigu og fjárfestingu sem mun skila sér í hærra leiguverði og minna framboði fasteigna. Margir á landsbyggðinni eiga íbúð í Reykjavík. Ný skattlagning á slíkum eignum er í raun skattur á landsbyggðina. Skattar á útleigu færa sig í leiguverð, hækka verðbólgu og halda vöxtum háum. Viljum við lægri vexti þurfum við að lækka skatta og kostnað. Bann við hækkun leigu fyrstu tólf mánuði hljómar vel en við 4-5% verðbólgu hækka margir verð í upphafi og leiguverð rýkur upp strax. Lausnin er meira framboð og minni kostnaður. Stofnframlög og hlutdeildarlán hækka útgjöld, en hafa ekki sýnt að þau lækki verðið í samræmi við kostnað. Breytingar á verðtryggingu eru óljósar og ekki boðnir raunhæfir valkostir samhliða. Ríkisstjórnin boðar 4.000 íbúðir í Úlfarsárdal á svæði sem er áætlað fyrir 2.000 íbúðir. Það eitt og sér vekur upp spurningar, en að fela Reykjavíkurborg útfærsluna án skýrra viðmiða er áhætta. Í viðtali á Bylgjunni í morgun viðurkenndi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjárhagsvanda Reykjavíkurborgar þegar hún sagði borgina ekki hafa bolmagn til að byggja innviði í Úlfarsárdal. Hún vísaði öllum spurningum um málið til borgarstjóra. Mikil er trú ríkisstjórnarinnar á meirihlutann í Reykjavík, sem hefur rekið eyðileggingarstefnu í húsnæðismálum í áraraðir, en á nú að leysa vandann sem hann hefur sjálfur skapað. Hvar eru tölurnar um bílastæði á hverja íbúð? Hvernig verður leikskólum, skólum, heilsugæslu og samgöngum mætt frá fyrsta degi? Ekkert af þessu er útfært. Til að ná raunverulegum árangri þarf að byggja meira, hraðar og hagkvæmar með einfaldara kerfi og lægri kostnaði, ekki með nýjum sköttum úr vasa heimilanna. Fólk þarf lyklana í hendurnar, ekki fleiri innihaldslausar yfirlýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn með lausnirnar. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun