Fótbolti

Juventus ræður Spalletti út tíma­bilið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tekinn við Juventus.
Tekinn við Juventus. Claudio Villa/Getty Images

Hinn 66 ára gamli Luciano Spalletti hefur verið ráðinn þjálfari Juventus út tímabilið. Hann stýrði síðast ítalska A-landsliðinu.

Juventus lét Igor Tudor fara á dögunum eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Sá leysti Thiago Motta af hólmi en Motta var á sínu fyrsta tímabili í deildinni.

Spalletti gerði Napoli að Ítalíumeisturum áður en hann tók við ítalska landsliðinu eftir að því hafði mistekist að tryggja sér sæti á HM 2022. Spalletti kom Ítalíu á EM 2024 en þar féll liðið úr leik gegn Sviss í 16-liða úrslitum.

Spalletti var rekinn eftir tap gegn Noregi í júní á þessu ári. Tapið þýddi að allt stefndi í að Ítalía myndi missa af þriðja heimsmeistaramótinu í röð.

Spalletti hefur einnig þjálfað Inter Milan, Roma og Udinese á ferli sínum. Þá vann hann efstu deild Rússland með Zenit St. Pétursborg.

Juventus er í 7. sæti með 15 stig að loknum 9 umferðum í Serie, sex stigum á eftir toppliði Roma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×