Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson, Haukur Magnússon, Kristján Vigfússon og Margrét Manda Jónsdóttir skrifa 31. október 2025 11:30 Það er sunnudagsmorgun á fjölbýlasta svæði landsins. Fólk er að reyna að hvíla sig og slaka á. Börnin hafa verið með haustpestirnar og eru slöpp. Kl. 22.32 kvöldið áður fór eitthvað fljúgandi ferlíki yfir stórt íbúahverfi og tefur þar af leiðandi háttatíma fram yfir kl. 23.00. Ekki vitum við hvort þetta hafi verið einkaflugvél, sjúkraflugvél eða áætlunarflug en lætin voru allavegana yfirþyrmandi svona seint að kvöldi. Ekkert sást á FlightRadar þannig að mögulega var þetta fljúgandi furðuhlutur, enda algjör tímaskekkja að vera að beina öðru yfir fjölmenna byggð á þessum tíma. Svo vaknar öll fjölskyldan við að moldríkur eigandi Martin's Famous Pastry Shoppe drunar einkaþotu yfir tugþúsundum manna kl. 08.11. Við hefðum kosið frekari hvíld og næði á hvíldardeginum en Martin þarf líklega að komast heim til Pennsylvaníu til að baka eftir djammið í Reykjavík. Tveimur mínútum síðar fer áætlunarflug í loftið frá Akureyri og þó að fólk sé almennt ekki á móti því að Akureyringar fari heim til sín verður þetta yfirþyrmandi í bland við allt annað sem á eftir kemur. Fleiri vélar fara af stað með hávaða og látum um morguninn, þar á meðal einhver auðmaður sem ætlar til austurstrandar Skotlands kl. 09.18. Það er skiljanlegt því þar er mjög fallegt á þessum tíma árs, og örugglega virði þess að fórna hvíld og næði Reykvíkinga, Kópavogsbúa, Garðbæinga og Hafnfirðinga fyrir einn auðmann á einkaþotu. Að reka flugvöll í miðri höfuðborg er örugglega vandasamt verk, þar sem stjórnendur þurfa reglulega að meta hvers virði lýðheilsa borgaranna er gagnvart hagsmunum milljarðamæringa sem ferðast um á einkaþotum og þyrlum. Það væri samt vel þegið ef við fengjum stundum grið, þó ekki væri nema á sunnudögum fyrir hádegi, eða á kvöldin þegar börn og þreyttir fara að sofa. Nóg er að taka burtu friðinn á góðviðrisdögum, í afmælum, í jarðarförum, skólastofum, sjósundi, leikvöllum og í göngutúrum. Okkur hefur verið sagt að Reykjavíkurflugvöllur verði að vera á þessum stað og einungis þarna vegna þess að það væri svo mikilvægt fyrir veikt og slasað fólk af landsbyggðinni. Og auðvitað skiptir máli að landsmenn allir hafi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. En rúmu ári eftir að íbúasamtökin Hljóðmörk voru stofnuð, og eftir fundi með sex ráðherrum, þremur borgar-og sveitarstjórum, tveimur heilbrigðiseftirlitum og ISAVIA hefur enginn þeirra getað útskýrt fyrir okkur hvers vegna mikilvægt er að hafa mjög háværa og allra hættulegustu flugumferð sem völ er á yfir fjölmennustu íbúabyggð landsins. Stutt er síðan að nefhjól féll á Austurvöll og nýlegt atvik við þar sem tvær kennsluvélar lentu nærri því í árekstri við Kársnes, sýnir svart á hvítu hve litlu má muna áður en hörmung á sér stað. Ef verr hefði farið, hefðum við verið að ræða lífshættuleg slys í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Ef skoðaður ef fjöldi alvarlegra atvika sem hefur orðið í kringum völlinn undanfarin tíu ár, frá flugumferðarstjórum að horfa á enska boltann, fólki að labba inn á flugbrautir og misbrestur hjá þjónustuaðilum einkaþota að tilkynna alvarleg atvik vaknar upp sú spurning hver hefur eftirlit og ábyrgð með vellinum? Eftir fundi okkar með stjórnvöldum virðist enginn vilja halda á heitu kartöflunni, og rekstraraðilinn hefur eftirlit með sjálfu sér. Vegna aðgerðarleysis íslenskra stjórnvalda fyrr og nú er staðan þannig að erlendir auðmenn og erlend fyrirtæki nota Reykjavíkurflugvöll sem sinn prívat leikvöll og valda gríðarlegri mengun og heilsuspillandi hávaða fyrir okkur sem hér búum. Að auki borga þau lítið fyrir afnot af dýrmætasta landi þjóðarinnar. Það þarf ekki að tæma budduna fyrir Parka né EasyPark í miðbænum ef maður kemur á þotu eða þyrlu. Þyrluferðir með erlenda ferðamenn í útsýnisflug yfir þéttbýli, þar sem farið er yfir íbúðarhverfi, sundlaugar, leiksvæði barna og sjúkrahús, skapa ónauðsynlegan hávaða, loftmengun og hættu fyrir íbúa. Engin reglugerð er til staðar um útsýnisflug yfir þéttbýli þrátt fyrir að áhrif þess á heilsu og lífsgæði séu vel þekkt, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum eins og börnum og sjúklingum. Til að tryggja velferð og öryggi allra landsmanna þurfa stjórnvöld að forgangsraða flugi sem fer um Reykjavíkurflugvöll og setja skýr mörk við allri óþarfa flugumferð. Við hvetjum stjórnvöld til að grípa tafarlaust til aðgerða og: Endurskoða reglur um nýtingu Reykjavíkurflugvallar með áherslu á öryggi og heilsu þannig að allt þyrluflug sem er ekki sjúkra-eða björgunarflug fari út fyrir borgarmörkin. Að einkaþotum og einkaflugvélum verði skylt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Og að staðið verði við samninga um að kennsluflug verði fært út fyrir þéttbýlið. Setja skýr mörk á útsýnis- og einkaþotuflug yfir þéttbýli og náttúruperlum um land allt. Það skýtur skökku við að vera með ítarlegar umferðarreglur fyrir bifreiðar í þéttbýli, í dreifbýli og á hálendinu, en eigi maður þyrlu eða flugvél geti maður flogið hvert sem er, yfir hvern sem er, hvenær sem er. Tryggja að sjúkraflug, áætlunarflug innanlands og Landhelgisgæslan séu forgangstegundir flugs á Reykjavíkuflugvelli. Að aðrar tegundir flugs geti aðeins notast við völlinn í neyðar-og undantekningartilvikum. Okkur var sagt að Reykjavíkurflugvöllur yrði að vera þarna og einungis þarna til að tryggja öryggi landsmanna. Það er hinsvegar erfitt að sjá af hverju það að Martin milljarðamæringur geti lagt einkaþotunni sinni fyrir gjafaverð á verðmætasta landsvæði Íslands og komist þannig örlítið fyrr heim í bakaríið sitt skiptir máli fyrir íslenskan almenning. Höfundar eru meðlimir í íbúasamtökunum Hljóðmörk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er sunnudagsmorgun á fjölbýlasta svæði landsins. Fólk er að reyna að hvíla sig og slaka á. Börnin hafa verið með haustpestirnar og eru slöpp. Kl. 22.32 kvöldið áður fór eitthvað fljúgandi ferlíki yfir stórt íbúahverfi og tefur þar af leiðandi háttatíma fram yfir kl. 23.00. Ekki vitum við hvort þetta hafi verið einkaflugvél, sjúkraflugvél eða áætlunarflug en lætin voru allavegana yfirþyrmandi svona seint að kvöldi. Ekkert sást á FlightRadar þannig að mögulega var þetta fljúgandi furðuhlutur, enda algjör tímaskekkja að vera að beina öðru yfir fjölmenna byggð á þessum tíma. Svo vaknar öll fjölskyldan við að moldríkur eigandi Martin's Famous Pastry Shoppe drunar einkaþotu yfir tugþúsundum manna kl. 08.11. Við hefðum kosið frekari hvíld og næði á hvíldardeginum en Martin þarf líklega að komast heim til Pennsylvaníu til að baka eftir djammið í Reykjavík. Tveimur mínútum síðar fer áætlunarflug í loftið frá Akureyri og þó að fólk sé almennt ekki á móti því að Akureyringar fari heim til sín verður þetta yfirþyrmandi í bland við allt annað sem á eftir kemur. Fleiri vélar fara af stað með hávaða og látum um morguninn, þar á meðal einhver auðmaður sem ætlar til austurstrandar Skotlands kl. 09.18. Það er skiljanlegt því þar er mjög fallegt á þessum tíma árs, og örugglega virði þess að fórna hvíld og næði Reykvíkinga, Kópavogsbúa, Garðbæinga og Hafnfirðinga fyrir einn auðmann á einkaþotu. Að reka flugvöll í miðri höfuðborg er örugglega vandasamt verk, þar sem stjórnendur þurfa reglulega að meta hvers virði lýðheilsa borgaranna er gagnvart hagsmunum milljarðamæringa sem ferðast um á einkaþotum og þyrlum. Það væri samt vel þegið ef við fengjum stundum grið, þó ekki væri nema á sunnudögum fyrir hádegi, eða á kvöldin þegar börn og þreyttir fara að sofa. Nóg er að taka burtu friðinn á góðviðrisdögum, í afmælum, í jarðarförum, skólastofum, sjósundi, leikvöllum og í göngutúrum. Okkur hefur verið sagt að Reykjavíkurflugvöllur verði að vera á þessum stað og einungis þarna vegna þess að það væri svo mikilvægt fyrir veikt og slasað fólk af landsbyggðinni. Og auðvitað skiptir máli að landsmenn allir hafi aðgengi að heilbrigðisþjónustu. En rúmu ári eftir að íbúasamtökin Hljóðmörk voru stofnuð, og eftir fundi með sex ráðherrum, þremur borgar-og sveitarstjórum, tveimur heilbrigðiseftirlitum og ISAVIA hefur enginn þeirra getað útskýrt fyrir okkur hvers vegna mikilvægt er að hafa mjög háværa og allra hættulegustu flugumferð sem völ er á yfir fjölmennustu íbúabyggð landsins. Stutt er síðan að nefhjól féll á Austurvöll og nýlegt atvik við þar sem tvær kennsluvélar lentu nærri því í árekstri við Kársnes, sýnir svart á hvítu hve litlu má muna áður en hörmung á sér stað. Ef verr hefði farið, hefðum við verið að ræða lífshættuleg slys í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Ef skoðaður ef fjöldi alvarlegra atvika sem hefur orðið í kringum völlinn undanfarin tíu ár, frá flugumferðarstjórum að horfa á enska boltann, fólki að labba inn á flugbrautir og misbrestur hjá þjónustuaðilum einkaþota að tilkynna alvarleg atvik vaknar upp sú spurning hver hefur eftirlit og ábyrgð með vellinum? Eftir fundi okkar með stjórnvöldum virðist enginn vilja halda á heitu kartöflunni, og rekstraraðilinn hefur eftirlit með sjálfu sér. Vegna aðgerðarleysis íslenskra stjórnvalda fyrr og nú er staðan þannig að erlendir auðmenn og erlend fyrirtæki nota Reykjavíkurflugvöll sem sinn prívat leikvöll og valda gríðarlegri mengun og heilsuspillandi hávaða fyrir okkur sem hér búum. Að auki borga þau lítið fyrir afnot af dýrmætasta landi þjóðarinnar. Það þarf ekki að tæma budduna fyrir Parka né EasyPark í miðbænum ef maður kemur á þotu eða þyrlu. Þyrluferðir með erlenda ferðamenn í útsýnisflug yfir þéttbýli, þar sem farið er yfir íbúðarhverfi, sundlaugar, leiksvæði barna og sjúkrahús, skapa ónauðsynlegan hávaða, loftmengun og hættu fyrir íbúa. Engin reglugerð er til staðar um útsýnisflug yfir þéttbýli þrátt fyrir að áhrif þess á heilsu og lífsgæði séu vel þekkt, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum eins og börnum og sjúklingum. Til að tryggja velferð og öryggi allra landsmanna þurfa stjórnvöld að forgangsraða flugi sem fer um Reykjavíkurflugvöll og setja skýr mörk við allri óþarfa flugumferð. Við hvetjum stjórnvöld til að grípa tafarlaust til aðgerða og: Endurskoða reglur um nýtingu Reykjavíkurflugvallar með áherslu á öryggi og heilsu þannig að allt þyrluflug sem er ekki sjúkra-eða björgunarflug fari út fyrir borgarmörkin. Að einkaþotum og einkaflugvélum verði skylt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Og að staðið verði við samninga um að kennsluflug verði fært út fyrir þéttbýlið. Setja skýr mörk á útsýnis- og einkaþotuflug yfir þéttbýli og náttúruperlum um land allt. Það skýtur skökku við að vera með ítarlegar umferðarreglur fyrir bifreiðar í þéttbýli, í dreifbýli og á hálendinu, en eigi maður þyrlu eða flugvél geti maður flogið hvert sem er, yfir hvern sem er, hvenær sem er. Tryggja að sjúkraflug, áætlunarflug innanlands og Landhelgisgæslan séu forgangstegundir flugs á Reykjavíkuflugvelli. Að aðrar tegundir flugs geti aðeins notast við völlinn í neyðar-og undantekningartilvikum. Okkur var sagt að Reykjavíkurflugvöllur yrði að vera þarna og einungis þarna til að tryggja öryggi landsmanna. Það er hinsvegar erfitt að sjá af hverju það að Martin milljarðamæringur geti lagt einkaþotunni sinni fyrir gjafaverð á verðmætasta landsvæði Íslands og komist þannig örlítið fyrr heim í bakaríið sitt skiptir máli fyrir íslenskan almenning. Höfundar eru meðlimir í íbúasamtökunum Hljóðmörk.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun