Amad bjargaði stigi fyrir United Siggeir Ævarsson skrifar 1. nóvember 2025 14:32 Amad Diallo bjargaði Manchester United fyrir horn í dag Vísir/Getty Manchester United gat unnið sinn fjórða deildarleik í röð þegar liðið heimsótti Nottingham Forest í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Sean Dyce var greinilega með önnur plön. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en skallamark eftir hornspyrnu frá Casemiro á 34. mínútu skildi liðin að í hálfleik. Heimamenn í Forest voru ekki sáttir með aðdraganda marksins en þeir vildu meina að boltinn hefði ekki allur farið út fyrir endalínuna. Leikurinn snérist svo algjörlega við á tveggja mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Morgan Gibbs-White og Nicolò Savona skoruðu sitt markið hvor á 48. og 50. mínútu en það má setja spurningamerki við varnarleik United í báðum mörkum. Forest var með ágæt tök á leiknum eftir þetta en gestirnir frá Manchester lögðu ekki árar í bát. Bruno Fernandes átti skot í stöng og á 81. mínútu jafnaði Amad metin með glæsilegu marki þar sem hann tók boltann á lofti rétt fyrir utan teig og smellti honum í netið, algjörlega óverjandi fyrir Matz Sels í marki Forest. United gerði orrahríð að marki Forest í uppbótartíma og var í tvígang hársbreidd frá því að stela sigrinum en varnarmenn Forest björugðu skoti Amad á línu rétt fyrir leikslok. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Sean Dyche sækir sín fyrstu stig sem stjóri Forest. Sanngjörn úrslit sennilega þegar allt er talið til. Enski boltinn
Manchester United gat unnið sinn fjórða deildarleik í röð þegar liðið heimsótti Nottingham Forest í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Sean Dyce var greinilega með önnur plön. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en skallamark eftir hornspyrnu frá Casemiro á 34. mínútu skildi liðin að í hálfleik. Heimamenn í Forest voru ekki sáttir með aðdraganda marksins en þeir vildu meina að boltinn hefði ekki allur farið út fyrir endalínuna. Leikurinn snérist svo algjörlega við á tveggja mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Morgan Gibbs-White og Nicolò Savona skoruðu sitt markið hvor á 48. og 50. mínútu en það má setja spurningamerki við varnarleik United í báðum mörkum. Forest var með ágæt tök á leiknum eftir þetta en gestirnir frá Manchester lögðu ekki árar í bát. Bruno Fernandes átti skot í stöng og á 81. mínútu jafnaði Amad metin með glæsilegu marki þar sem hann tók boltann á lofti rétt fyrir utan teig og smellti honum í netið, algjörlega óverjandi fyrir Matz Sels í marki Forest. United gerði orrahríð að marki Forest í uppbótartíma og var í tvígang hársbreidd frá því að stela sigrinum en varnarmenn Forest björugðu skoti Amad á línu rétt fyrir leikslok. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Sean Dyche sækir sín fyrstu stig sem stjóri Forest. Sanngjörn úrslit sennilega þegar allt er talið til.