Enski boltinn

„Örugg­lega nokkrir Fanta­sy-þjálfarar ó­sáttir“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haaland hefur nú skorað 17 mörk í 13 leikjum í öllum keppnum.
Haaland hefur nú skorað 17 mörk í 13 leikjum í öllum keppnum. Marc Atkins/Getty Images

Hinn markaóði Erling Haaland skoraði tvö þegar Manchester City kom sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Bournemouth.

„Mikilvægur sigur. Mikilvægt að snúa til baka eftir að tapa á útivelli síðast,“ sagði sá norski en Man City tapaði fyrir Aston Villa í síðustu umferð. Næstu þrír leikir liðsins eru gegn Borussia Dortmund, Liverpool og Newcastle United.

„Ég reyndi að hjálpa liðinu með því að sinna minni vinnu. Það er gott að ná í sigur. Nú eru tveir mikilvægir leikir framundan svo við þurfum að halda einbeitingu.“

„Ég skoraði ekki í síðasta leik. Ég reyni að hjálpa liðinu mínu að ná í sigur, það er markmið mitt. Sama hvort það sé með að skora mörk eða vinna einvígi, það skiptir ekki máli. Ég vill hjálpa liðinu að verða betra, það er vinnan mín.“

Að endingu var framherjinn spurður út í það að vera tekinn af velli eftir að skora tvö og fá því ekki möguleika á þrennunni.

„Það voru örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×