Handbolti

Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danska handboltakonan Louise Burgaard og eiginmaður hennar, Andreas, eignuðust sitt fyrsta barn í þarsíðustu viku.
Danska handboltakonan Louise Burgaard og eiginmaður hennar, Andreas, eignuðust sitt fyrsta barn í þarsíðustu viku. instagram-síða louise burgaard

Fyrsta barni dönsku landsliðskonunnar í handbolta, Louise Burgaard, lá á að komast í heiminn en hún fæddist tólf vikum fyrir settan dag.

Burgaard eignaðist soninn Pilou þegar hún var stödd í fríi á Mallorca 21. október síðastliðinn. Hún var þá aðeins búin að ganga með hann í 28 vikur.

Pilou var tekinn með bráðakeisaraskurði og fjölskyldan dvaldi á spítala á Mallorca í níu daga áður en hún var flutt heim til Danmerkur.

Í færslu á Instagram sagði Burgaard að þau Pilou væru enn á spítala og yrðu þar næstu vikurnar. Hún sagðist drenginn braggast vel og þakkaði fyrir þann stuðning sem fjölskyldan hefur fengið.

Hin 33 ára Burgaard hefur leikið 183 leiki fyrir danska landsliðið. Hún vann silfur með Dönum á EM 2022 og brons á HM 2013, 2021 og 2023 og Ólympíuleikunum í fyrra. 

Burgaard hefur leikið með Odense í heimalandinu frá því á síðasta ári. Þar áður lék hún með Metz í Frakklandi um fimm ára skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×