Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar 3. nóvember 2025 11:02 Í stjórnmálum eru skoðanaskipti ekki frávik – þau eru hryggjarstykki lýðræðisins. Þar takast á ólík sjónarmið, hagsmunir og hugmyndafræði, og úr því sprettur samtal sem mótar samfélagið. Á síðustu árum hafa gamlir draugar tekið sig upp í Evrópu. Átökin eru ekki lengur afleiðing stefnumótunar í efnahagsmálum eða öðrum grundvallarmálum samfélagsins – þau eru orðin sjálf stefnan. Og þó það sé ekki í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist, virðist samtíminn bjóða þeim einkar frjóan jarðveg – þó fóðrið sé hið sama: ótti, gremja og þörfin fyrir einfaldar skýringar á flóknum veruleika. Í Evrópu hafa öfgaöfl til hægri náð miklum árangri með því að stökkva á viðkvæmar átakalínur og dýpka þær. Þau tala ekki um mál til að leysa þau, heldur til að magna þau upp og viðhalda þeim. Fóðrið er kunnuglegt: innflytjendur, trú, sjálfsmynd og þjóðerni – vel valin vopn til að kynda undir menningarstríði. Því meiri sundrung, því tryggari verður fylkingin – og því sterkari tilfinningin um að flokkurinn sé sá eini sem þori að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er pólitík sem nærist á ótta – og lifir ekki án hans. Þetta er þó ekki nýtt fyrirbæri. Pólitík sem nærist á óánægju og gremju hefur alltaf virkað, sérstaklega þegar almenningur finnur fyrir misskiptingu eða vantrausti á valdastofnanir. En samfélagsmiðlar hafa gert hana markvissari – hauk í horni þeirra sem kunna að nýta óánægju, hneykslun og reiði sem vopn og markaðsvöru. Engin mál eru lengur of persónuleg eða viðkvæm; öllu er snúið þannig að það falli inn í orðræðuna sem fylkingin lifir á. Við höfum séð þetta áður – til dæmis á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar íslenskar konur sem litu erlenda hermenn hýru auga voru gerðar að tákni svika og siðrofs. Þá eins og nú var sama uppskrift notuð: að einfalda veruleikann, ala á ótta og breyta öllu í pólitískt fóður. Á Íslandi hefur Miðflokkurinn tekið upp álíka taktík. Flokkurinn beitir málum eins og innflytjendum, kyni, trú og sjálfsmynd til að ýta undir tilfinningu um klofning milli þeirra sem sagðir eru ógna viðteknum menningarheimi og þeirra sem telja sig verja hann. Þessi pólitíska aðferð snýst ekki um stefnu eða lausnir, heldur um að virkja djúpt óöryggi – ekki endilega gagnvart hinu nýja, heldur við tilhugsunina um að missa það gamla; það sem hefur mótað okkur, gefið tilverunni samhengi og okkur sannfæringu um hver við erum í þessum heimi. Vandinn við slíka pólitík er ekki bara sá að hún skapar sundrungu – heldur að hún þarf sundrungu og átök til að dafna. Hún þrífst á því að átakalínur dýpki, að samfélagið sé sífellt á tánum, alltaf reiðubúið til átaka. Þegar reiðin verður hráefnið, þá verður málamiðlun ekki styrkur heldur svik - jafnvel sturlun. Lýðræðið byggir á ólíkum skoðunum, en það hrynur þegar skoðanaágreiningur eða átök verða sjálfstætt markmið. Því raunveruleg forysta felst ekki í að kynda undir ótta, heldur að dempa hann. Að reyna að stilla hljóðfæri samfélagsins þannig að þau myndi eina heild – ekki að dúndra upp í græjunum við hvert tækifæri og fella öll mál ofan í útbólgnar átakalínur. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í stjórnmálum eru skoðanaskipti ekki frávik – þau eru hryggjarstykki lýðræðisins. Þar takast á ólík sjónarmið, hagsmunir og hugmyndafræði, og úr því sprettur samtal sem mótar samfélagið. Á síðustu árum hafa gamlir draugar tekið sig upp í Evrópu. Átökin eru ekki lengur afleiðing stefnumótunar í efnahagsmálum eða öðrum grundvallarmálum samfélagsins – þau eru orðin sjálf stefnan. Og þó það sé ekki í fyrsta sinn í sögunni sem slíkt gerist, virðist samtíminn bjóða þeim einkar frjóan jarðveg – þó fóðrið sé hið sama: ótti, gremja og þörfin fyrir einfaldar skýringar á flóknum veruleika. Í Evrópu hafa öfgaöfl til hægri náð miklum árangri með því að stökkva á viðkvæmar átakalínur og dýpka þær. Þau tala ekki um mál til að leysa þau, heldur til að magna þau upp og viðhalda þeim. Fóðrið er kunnuglegt: innflytjendur, trú, sjálfsmynd og þjóðerni – vel valin vopn til að kynda undir menningarstríði. Því meiri sundrung, því tryggari verður fylkingin – og því sterkari tilfinningin um að flokkurinn sé sá eini sem þori að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er pólitík sem nærist á ótta – og lifir ekki án hans. Þetta er þó ekki nýtt fyrirbæri. Pólitík sem nærist á óánægju og gremju hefur alltaf virkað, sérstaklega þegar almenningur finnur fyrir misskiptingu eða vantrausti á valdastofnanir. En samfélagsmiðlar hafa gert hana markvissari – hauk í horni þeirra sem kunna að nýta óánægju, hneykslun og reiði sem vopn og markaðsvöru. Engin mál eru lengur of persónuleg eða viðkvæm; öllu er snúið þannig að það falli inn í orðræðuna sem fylkingin lifir á. Við höfum séð þetta áður – til dæmis á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar íslenskar konur sem litu erlenda hermenn hýru auga voru gerðar að tákni svika og siðrofs. Þá eins og nú var sama uppskrift notuð: að einfalda veruleikann, ala á ótta og breyta öllu í pólitískt fóður. Á Íslandi hefur Miðflokkurinn tekið upp álíka taktík. Flokkurinn beitir málum eins og innflytjendum, kyni, trú og sjálfsmynd til að ýta undir tilfinningu um klofning milli þeirra sem sagðir eru ógna viðteknum menningarheimi og þeirra sem telja sig verja hann. Þessi pólitíska aðferð snýst ekki um stefnu eða lausnir, heldur um að virkja djúpt óöryggi – ekki endilega gagnvart hinu nýja, heldur við tilhugsunina um að missa það gamla; það sem hefur mótað okkur, gefið tilverunni samhengi og okkur sannfæringu um hver við erum í þessum heimi. Vandinn við slíka pólitík er ekki bara sá að hún skapar sundrungu – heldur að hún þarf sundrungu og átök til að dafna. Hún þrífst á því að átakalínur dýpki, að samfélagið sé sífellt á tánum, alltaf reiðubúið til átaka. Þegar reiðin verður hráefnið, þá verður málamiðlun ekki styrkur heldur svik - jafnvel sturlun. Lýðræðið byggir á ólíkum skoðunum, en það hrynur þegar skoðanaágreiningur eða átök verða sjálfstætt markmið. Því raunveruleg forysta felst ekki í að kynda undir ótta, heldur að dempa hann. Að reyna að stilla hljóðfæri samfélagsins þannig að þau myndi eina heild – ekki að dúndra upp í græjunum við hvert tækifæri og fella öll mál ofan í útbólgnar átakalínur. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun