Innlent

Lög­reglan inn­siglaði Flóka

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gistiheimilið hefur verið á horni Flókagötu og Snorrabrautar um árabil.
Gistiheimilið hefur verið á horni Flókagötu og Snorrabrautar um árabil.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu innsiglaði í dag gistiheimilið Flóka á horni Flókagötu og Snorrabrautar í miðborg Reykjavíkur. Gistiheimilið var ekki með rekstrarleyfi.

Fram kemur í dagbók lögreglu að lögregla hafi innsiglað hótel í miðbænum í dag þar sem það hafi ekki verið með rekstrarleyfi. Blaðamaður Vísis átti leið framhjá gistiheimilinu sem rekið hefur verið á sama stað um árabil og sá þar innsigli lögreglu.

Gistiheimilið ber á netinu heitið Flóki by Guesthouse Reykjavík en samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni þurftu gestir frá að hverfa eftir heimsókn lögreglu í dag.

Var þeim fundin gisting annars staðar. Búist er við því að gistiheimilið opni á ný 23. nóvember, að sögn starfsmannsins sem vildi ekki veita frekari upplýsingar vegna málsins.

Staðurinn var innsiglaður af lögreglu.Vísir/Agnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×